Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JÚLl 1976. 18 /■ Það var 16. nktóbor 1966 aö Helgi Hóseasson trésmiðurgekk fram á altarisgólf Dómkirkj- unnar í Reykjavík þar sem hann hafði — að því er virtist — tekið þátt í altarisgöngu ásamt fermingarbörnum sr. Jóns Auðuns. Þegar sr. Jón hafði látið oblátuna á tungu Helga, þar sem hann kraup ásamt fermingarbörnum og aðstand- endum þeirra, tók hann hana þegar út úr sér. Jafnframt tók hann messuvínsbikarinn sinn og sýndi kirkjugestum hvort tveggja. „Frammi fyrir augliti áhorf- enda tók ég úr vasa mínum sorppoka úr glæru plasti, merktan sem slíkan, tók opið sundur og lét kjötið af Arab* anum falla ofan i hann; þar á ofan dembdi ég dreyranum úr stampinum. Til þess að alda- gamall óþverrinn ekki seytlaði út úr sorppokanum, tók ég opið á honum saman og knýtti kyrftilega fyrir það með sterk- um spottaenda. Frammi fyrir íólkinu flutti ég þetta ávarp: .-Áheyrendur minir. Þið eruð vottar þess að ég, Helgi Hóseasson, Skipasundi 48, Reykjavík, kasta kjöti og blóði Ésúíþennan belg, sem er merktur SORP, til stað- festingar því að ég ónýti hér með skírnarsáttmála þann, sem gerður var fyrir mína hönd, reifabarns, og ég vélaður til að játa á mig 13 ára við þá Ehóva, Ésú og Heilagananda, alla til heimilis á himnum og nú hér stadda. Ennfremur vottið þið, að nafn mitt Helgi er ekki tengt Himnafeðgum né Heilögum anda, ég er laus allra skuld- bindinga við þá og mótmæli þeim mannhaturssjónarmiðum, sem eru uppistaða þess endemis kristna dóms. Þakk fyrir.“ Hvað vill Helgi Hóseasson? Þar með hófst eiginleg mann- réttindabarátta Helga Hóseas- sonar — sem þó hafði í að minnsta kosti fjögur undan- farin ár árangurslaust reynt að fá íslenzku kirkjuna til að ógilda á formlegan hátt skírnar- sáttmála sinn við guð almátt- ugan. Ástæðan fyrir þessari löngu og ströngu baráttu, sem vakið hefur óhemju athygli (mestmegnis fyrir misskilning og óvenjulegar baráttuað- ferðir Helga), er í rauninni mjög einföld: Helgi vill fá skráð í þjóðskrá að hann hafi sagt sig úr lögum við ,,þá Himnafeðga,“ eins og hann kallar þá, 16. október 1966. Sem stendur segir í þjóðskrá að Helgi sé utankirkjumaður. Það er honum ekki nóg. Það var honum ekki heldur nóg þegar Klemens Tryggvason hagstofustjóri bauð honum að skrifa í þjóðskrána að Helgi „teldi sig hafa“ ónýtt skírnar- sáttmálann á þessum tiltekna degi. „Ríó og rögn þess“ I byrjun sumars sendi Helgi Hóseasson frá sér bók um bar- áttu sína og viðureign sína við „ríkisvald fslcnzkra óþokka." Bókin heitir „Rió og rögn þess,“ en „Ríó“ er ríkisvald íslenzkra óþokka. Helgi er ekki aðeins and- snúinn kristindómi, hann telur alla trú tóma vitleysu. Hann segir í bók sinni: „Éhóvi Einskítsson er sóða- sokkur, samkvæmt ævisögu sinni; og hún ein nægir mér til viðbjóðs og fyrirlits á honum, því hún hefir sannaniega brotið niður siðferðisþrótt og sómatil- finningu hvíta kynstofnsins og sérílagi þó valdaklikna hans og gert þær að viðundrum og hrak- smánum.“ Ekki fer hann hlýlegri orðum um þau Jesú og Maríu: „Á sinum tíma smollinkríaði Ehóvi gamli Maríu, húsfreyju í Nazareti, og Gvuðspjallaði hana. Sonur þeirra var hinn alræmdi Esú; ýmsir hal'a gert honum upp orð og aðhalnir. Hann var óhemju göldróttur, vitnaði óspart í föður sinn og laug dyggðum upp á hann.“ „ Mikið djúp staðfest ó milli mín og yðar...“ Þegar Helgi hafði á sínuin tíma (upp úr 1960) gert það upp við sig, að hann vildi láta rifta skirnarsáttmálanum fór hann fyrst í manntalsskrifstof- una og kirkjumálaráðuneytiðið. Það dugði honum ekki til og í samráði við Pétur Þorsteinsson lögfræðing ákvað Helgi að ganga á fund biskups. Áður hafði hann skrifað biskupi og eins sent honum opið bréf í Tímanum. I bókinni lýsir Helgi fundi þeirra og segir sig hafa sagt: „Eitthvert ýsubragð varð nú að dásemdunum hans Ésú á stundum. Annars má alveg etja honum Möndli í Hrólfssögu á móti Ésú í Éhóvasögu, hvað galdraverk snertir. Furðusögur þarf ekki að sækja útí Arabalönd.“ Biskup svaraði: „Ég þóttist vita, að mikið djúp væri staðfest milli mín og yðar um alvitrar. Gvuð, en mig óraði ekki fyrir, að þér væruð á slíkum refilstigum í þessum málum, þegar ég las bréfið frá yður um, að þér vilduð slíta öllu því sambandi, sem ástvinir yðar stóðu að, fyrir yðar hönd við algóðan skapara himins og jarðar." „Þeir, sem fyrirskipa fígúru- hætti eins og skírn mína og fermingu, eru mér ekki neinir ástvinir,“ svaraði Helgi, „enda vil ég að þú leysir mig undan þeirri örlagafólsku ríkisvalds- ins sem er skirnarsáttmáli rninn." Að afloknum fundinum með biskupi fór Helgi að ráði hans á fund sóknarprests síns, séra Árelíusar Níelssonar. I bók Helga segir svo um þann fund: „Hver heldur þú að hafi skapað blómin...“ „Nokkru eftir að ég ákvað að hreinsa persónu mína af draugadellu ríkisvaldsins hitti ég Árelíus klárk Níelsson og bað hann að ónýta skírnarsátt- málann. Mér er ekki fullkomlega ljóst hvað þú átt við, en ef þú átt í erfiðleikum vona ég að þeir leysist á farsælan hátt með Gvuðs hjálp. Eg skal endurtaka beiðni mína: ég þarf að fá þig til að ónýta skírnarsáttmála minn við Éhóva, Ésú og Heilagananda, til þess að hægt sé að skrá hann inn í þjóðskrá og kirkjubók sem slíkan. Hvað er þetta maður, trúir þú ekki á Gvuð, sagði Árelíus í ávítandi spurnartóni. Nei, þess vegna vil ég hafa formlegan frágang á ónýtingu skírnar minnar, að um grun sé gert, að ég sé ekki í slagtogi við það a:ima skrímsli. Ósköp eru að heyra þetta; en hver heldur þú að hafi þá skapað blómin og allar dásemd- irnar sem við sjáum allt í kringum okkur? Ekki veit ég hvernig til- veran hefir gerst, og það veist þú ekki heldur, sagði ég og rétti sleikifingur hægri handar upp að nefinu á klárkinum. Þá sagði hann: Þetta er alveg satt, þetta er tóm ágetskun, þetta veit enginn!!!“ Þar kom að, að Helgi sá sig tilneyddan að stefna biskupi, svo hann fengi því framgengt að skírnarsáttmálanum yrði rift. Gekk Helgi á fund nokk- urra lögfræðinga og dómara til að leita sér leiðbeininga um hvernig ætti að bera sig að. Pétur Þorsteinsson samdi stefnu á hendur biskupi, en vildi að öðru leyti ekki koma þar nærri. Og dómarinn hló gríðarlega... Svo segir Helgi um einn funda sinna á þessum tíma: „Þór Vilhjálmason' borgar- dómari sagði mér að leið- beiningar dómara væru Ómar Valdimarsson tók saman um Helga Hóseasson finnst húr. vera framlag í mitt mál skal ég útvega mér geðvott- orð. Nei; nei-nei-nei, ekki þannveg að skilja, en afstaða yðar til Gvuðs er svo undarleg, að mér datt í hug að spyrja um geðrannsókn. Hefir þér dottið í hug að spyrja um geðathugun á byshoppinum (biskupi) og öðrum klárkum, er ríkisvaldið mútar til að ljúga að mér að Ehóvi, Ésú, og Heilagurandi séu mér slíkar hjálparhellur, að það varði hamingju mína ævin- lega og vel það, ef ég játa ekki trú og traust á þá. Maður hefur líklega ekki skoðað málefnin i þessu ljósi, sagði dómarinn, og ekki þykir mér líklegt að geðrannsókn sé þörf á þeim mönnum, sem þú nefndir." skýrst fyrir mer og ég er nú sannfærður um, að ver var af stað farið en heima setið. Hvaðan fékkst þú þessa seinni sannfæringu þína? Það er tóm vitleysa ao vera að þessu, sagði sýsli með þeim þjósti, sem hann brúkar þegar hann vill koma fram því sem hann er ekki umkominn að rökfæra. í hyerju hefir þér orðið á, svo nauðsyn fyrir þá, sem rækju mál án lagakunnáttu, enda frumskylda dómara í starfi hans. Eg sagði Þór frá brögðum Hákons við mig ; þá glotti drengur. Ég sýndi honum stefnuna, sem Hákon átti að undirrita og bað hann jafnframt að gefa mér form að stefnu, sem ég gæfi sjálfur út. Þessi ungi dómari virtist lesa stefnuna af ábyrgðartil- finnineu. Hvað er það sem yður þykir svo fráleitt í fari Gvuðs Ésú og Heilagsanda aó þér getiðekki hugsað yður að vera skráður játandi þeirra? Eins og lesa má í ævisögu Ésú um Heilagananda situr hann um að skríða oní menn, fylla þá og æra. Fyrir þær til- tekur sínar er hann vel séður af ríkisvaldinu, en miður hjá mér.“ Helgi útskýrir nánar fyrir dómaranum rök sín í málinu og segir síðan í bókinni: „Áður en ég sleppti seinasta orðinu var dómarinn farinn að hlæja. Og dómarinn hló gríðarlega nokkra stund. Finnst þér svar mitt hlægilegt? Ég veit varla hvað skal segja, maður á ekki að hlæja svona. Nei, nei, maður á ekki að hlæja svona, sagði dómarinn áminn- andi; en vegna þessa alls langar mig að spyrja: hafið þér nokkurn tíma undirgengist geð- rannsókn? Nei, geðathugun hefur ekki' farið fram á mér, en ef þér út. Yfirborgardómarinn í Reykjavík, 14. nóv. 1964. Hákon Guðmundsson.“ Pétur Þorsteinsson samdi fyrir Helga kæru til hæsta- réttar vegna frávísunardóms Hákonar Guðmundssonar. Það varð síðasta verkið, sem Pétur vann fyrir Helga. I bókinni segir Helgi svo frá heimsókn sinni heim til Péturs í Mosfells- sveit: Helgi Hóseasson í einni af fjöldamorgum þögium •mótmæla- stöðum sínum. DB-mynd: BP. „Tóm vitleysa...“ Endalok þessarar kæru urðu þau, að Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari þá, vísaði kæru Helga á hendur biskupi frá.I stefnunni gerir Helgi þá dómkröfu, „að biskupinn hlutist til um, svo fljótt sem kostur er á, að sáttmála þeim, sem gerður var við skírn nefnds Helga og fermingu verði rift.“ Neðan á stefnuna stendur nú skrifað: „Eins og efni þessarar stefnu er háttað, verður hún eigi gefin „Þér er hollast að kalla aftur kæruna, sem við sendum hæsta- rétti, og hætta við sókn máls á Sigurbjörn, sagði Pétur sýslu- maður. Eg glápti gersamlega grallaralaus á sívalvaxinn sýslumanninn. Hvað réttlætir niðurfellingu málssóknar? 1 meðferðinni hefir málið allt vit er rokið útf veður og vind? Það er ekki útaf neinum galla í meðferð málsins. En ég. hefði ekki byrjað málið, hefði ég þá vitað það, sem ég veit núna. Af hvaða rökum fullyrðir þú nú. að jafnréttiskrafa mín sé vitleysa?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.