Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1976. ft llllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll EINA TAP MECKINGS í MANILA 33. exf4 Ef nú 33... Dxc4 þá 34. Dxb6 Bxe4 35. b3! 34. gxf4 He8 35. Hd4 He7 36. Bf3 Hce8 37. Dg2 Kh8 38. Khl Dc5 39. a3 b5 40. cxb5 axb5 41. Hld3 Bc6 42. Kh2 Da7 43. Hdl Dc5 44. Hld3 Da7 45. Hb4 Dc5 46. H3d4 g5 47. Dd2 Hg8 48. Hxd6 gxf4 49. Dd4 Dxd4 50. Hbxd4 Nú eru bæði svarti biskupinn og riddari í uppnámi. 50. Hd7 51. Hdl Hxd6 52. Hxd6 Enn stendur á mönnunum tveimur, en enn getur svartur bjargað málunum. 52. Rd7 53. Hxc6 Re5 54. Hxh6+ Kg7 55. Hh5 Rxf3+ 56. Kg2 Kg6 57. Hxb5 Rh4+ 58 Kfl Kh6 59. Re2 f3 60. Rf4 svartur gafst upp. Hvítur hótar 61. Hh5+ og eftir uppskipti á rpönnum vinn- ur hvítur létt á a og b peðunum. Svo er að lokum skák frá IBM skákmótinu I Amsterdam, þar sem hinn nýbakaði stór- meistari Englendinga, Tony Miles,sýnir fram á ágæti sitt. Hv. Langeweg (Holland). Sv. Miles (England). 1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 «e6 4. g3 Be7 5. Bg2 a6 6. d4 cxd4 7. Rd4: Dc7 ÖLAFUR ORRASON 8. be 9. 0-0 10. bxc4 11. Db3 12. Ra4 13. Rxc5 14. Dc3 15. Bb2 16. Hacl 17. Db3 18. Rf3 19. Dc2 20. Rg5 21. Rf3 22. Re5 23. Kxg2 24. Hfdl 25. Rd3 26. Rxc5 d5 dxc4 0-0 Rbd7 Rc5 Bxc5 Bd7 Hfc8 Bf8 Hab8 Re4 Rc5 f5 Bc6 Bxg2 Hd8 Be7 Hbc8 Dxc5 27. Db3 Dc6+ 32. Bxf6 Dxe2+ 28, f3 Bg5 33. Kh3 Hc2 29. Dc3 Bf6 34. Hd8+ Kf7 30. Db3 Hxdl 35. Dxb7+ Kxf6 31. Hxdl Dxc4 Hvítur gafst upp. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllliUll AÐ SIGRAISLANDS- MEISTARA f SKÁK Mig hefur stundum langað til að senda nöldurdálkum blaðanna fáeinar línur. Ég hef því oft óskað þess að ég væri — kona í vesturbænum — í stað þess að vera bara — maður’í austurbænum —. En ef ég væri — kona í vesturbænum —, myndi ég send'a Velvakanda eftirfarandi skilaboð. I guðsbænum birtu ekki neitt eftir — mann i " austurbænum — i blaðinu. Hann er nefnilega ábyggilega að villa á sér heimildir. Kona í vesturbænum. Kunningi minn einn kom til mín um daginn og spurði, hvort ég hefði heyrt söguna um fluguna. Ég neitaði því, ég hefði bara heyrt lagið. Hann sagði, að það hefði verið óskaplega fín fluga hér i Reykjavík sem hefði ætlað á ball um daginn. Hún var búin að hafa sig vel til og átti ekkert eftir að gera nema sprauta á sig svitalyktareyðinum. En þar sem hún var að flýta sér varð hún fyrir því óhappi að taka skakkan brúsa. Lífið þykir Ijúft á Austurvelli, þar löngum skrafar fólk um þetta og hitt. Löggan þangað komin er i hvelii ef karltetur þar sést með brennsluspritt. A sollnum hvörmum þorna þvinæst tárin. Þótt ég kunni vart á slíku skil, mun brennslusprittið ágætt oní sárin . ef ekki hefur plástur dugað til. Ég á svo erfitt með að taka ákvörðun, að ég get aldrei tekið ákvörðun um það, hvort ég að að taka ákvörðun um eitt- hvað eða láta það vera. Ég er óhemju minnislaus, man bara eitt, þá miklu staðreynd að ég man ekki neitt. Það er alltaf verið að spyrja fólk heimskulegra spurninga. Ég var spurður að því um daginn, hvað ég vildi hafa með mér ef ég yrði settur á land á eyðieyju. Ég sagðist vilja hafa Dettifoss með mér. Vin minn einn langaði afskaplega mikið til að fara á ball um daginn. Hann hringdi því I stúlku sem hann þekkir og spurði hvort hún vildi koma með sér út að dansa. Nehei, sagði hún. Af hverju ekki, spurði hann. Hún sagðist ekki hafa nokkra ánægju af því að láta troða sér um tær. Ég leitaði blárra blóma, þau blóm eru trúlega dauð, því ég fann ekki eitt einasta en ansi mörg rauð. Það er afskaplega gott að vera ein- hleyp, sagði kona ein við mig í síðustu viku, nema maður sé haglabyssa, bætti hún svo við. Ég á stofu og get boðið þér inn í hana. Hjarta mitt átt þú og verður sjálf að bjóða þér inn í það. Þú getur auðveldlega gengið út úr stofunni Ljóð á laugardegi En úr hjarta mínu kemstu aldrei. Það sneri allt í einu maður sér að mér um daginn og þrumaði eftirfarandi vísu í höfuð mér Komir þú til Kanarí kráqjir svigna á borðum, og úti kynnast allir því sem Adam kynntist forðum. Ég sigraði einu sinni Islandsmeistara í skák, sagði kunningi minn við mig um daginn. Það þykir mér vel af sér vikið, sagði ég. Hvernig fórstu eiginlega að þessu? Það var enginn vandi, sagði vinur minn. Hann kunni sáralítið í skák. Eg trúi því nú ekki, sagði ég, að íslands- meistari í skák kunni ekki talsvert fyrir sér í listinni. Ég sagði aldrei að þetta hefði verið Islandsmeistari í skák, sagði þá kunningi minn. Hann var íslands- meistari í fjögurhundruðmetra hlaupi. Er í valdatafl lífsins við leggjum af stað löngum er allt sett að veði. Þá sama er ef teflt er á tæpasta vað, hvort tapað er kóngi eða peði. Að fullyrða slikt skal þó fara að með gát, sú fullyrðing getur því beðið. Eitt peð getur kónginum komið í mát, en kóngurinn mátar ei peðið. Eg þekki hjón sem eru svo rangeyg að þau geta ekki horfst í augu nema snúa bökum saman. Þeir sem hitta einkum naglann á höfuðið nú til dags eru trésmiðir. BENEDIKT AXELSSON I Neglir, sagar ljóst og leynt, löngum er hann glaður, enda mun hann alveg hreint ekta timburmaður. Þar sem nú sten^ur yfir það timabil i Islandssögunni sem blaðamenn kaila gúrkutið (hvað svo sem það nú er) verður þátturinn með lakara móti. Eftir því sem mér er sagt má hann þó síst við því að versna. Eg vil þó fyrir hönd þáttarins lofa bót og betrun í næstu viku. Að lokum vil ég þakka öll bréfin sem þættinum hafa borist. Til að forðast mis- skilning vil ég taka það fram að ég birti aldrei bréf í þættinum. Allra sist dettur mér í hug að birta þar níð um sjálfan mig. En ég vil hvetja fólk til að halda áfram að senda þættinum línu. Það er nefnilega aldrei að vita nema hér finnist einn eða tveir Islendingar sem hafa vit i kollinum og sendi þættinum hól. I guðs- bænum sendið honum samt ekki Arnarhól. Að síðustu vil ég benda karlmönnum, sem ætla út um helgina, á það að fara ekki nema hafa konurnar sinar 1 vasanum. Hafið þið þær bara ekki i þeim vasa sem veskið er í. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.