Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 10
10 DACBI-AÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JULl 1976. MMBIAÐIÐ frjálst, nháð dagblað IMnofímcli Daubludid hf. FrainkviiMiulastjóri: Svoinn K. Ky jólfsson. Kitstjóri: .lónas Kristjánsson. Fróllastjóri: .lón Bíi'kíi' Pótursson. Kitstjórnarfulltrúi: llauktir llol^ason. Artstoóarfrótta- stjóri: Atli Stoinarsson. lþróttir: llallur Sfinonarson. Ilönnun: .lóhannos Koykdal. Ilandrit As^rimur I’álsson. Klaöanumn: Anna Bjarnason. Asucjr Tóinassoii. Boi'kIíimI As^firsdóttir. Brajd SjKurrtsson. Krna V. InKóIfsdóttir, (lissur SÍKiirrtsson. 1 lallnr Hallsson. IIcIkí I'ölursson. Jóhanna Bir«is- dóttir. Kalrin Bálsdóttir. Kristin Lýrtsdótlir. Ólafur .lónssou. Ömar Valdimarsson. Ljösmyndir: Árni l’áll .löhannsson. BjarnhMfur Bjarnloirsson. Björ«vin Pálsson, Kaunar Th. Simirrtsson (Ijaldkori: Þráinn Þorloifsson. Di'oifinnarstjóri: Már K.M. llalldórsson. Askriftai'Kjald 1000 kr. á mánurti innanlands. í lausasölu 50 kr. ointakirt. Kitstjórn Sírtumula 12. síini 8:1222, aimlýsiimar. áskriftiroK afKioirtsla Þvcrholti 2. sími 27022. Sotninu <»K umhrot: Dajihlartirt hf. oj* Stoindörspront hf.. Armúla 5. Mvnda-pk plö(UKOi:rt: llilmir hf . Sirtuinúla 12. I’rontun: Arvakur hf . Skoifunni 19. Þungthögg Fólk hefur nú fengið tilkynn- ingu um geysilega kjaraskerð- ingu, álagningarseðilinn. Mörgum mun þykja mælirinn fuLur. Á þessum tímum skertra kjara, þegar ljóst er, að kauphækkanir á árinu munu ekki einu sinni halda í við verðbólguna, grípur hið opinbera til þess ráðs að auka skattheimtu sína miklu meira en verðbólgunni nemur. Ef hugsað hefði verið um kjör almennings, hefði hið opinbera sízt aukið umsvif sín við slíkar aðstæður. Almenningur fær ekki auknar tekjur til að greiða hækkunina á sköttunum. Tekjuaukningin í ár fer til þess eins að greiða hækkað verðlag og nægir ekki til þess. Nettóskattbyrði einstaklinga í Reykjavík í heild eykst nú um 43,58 af hundraði frá því, sem var í fyrra, en gjaldendum hefur aðeins fjölgað um 1,37 af hundraði. Alls verður skatt- lagningin rúmum fimmtíu af hundraði hærri en í fyrra, þegar allir skattar einstaklinga og félaga eru taldir. Þetta er nærri tuttugu af hundraði meira en verðbólgan var. Hún nam um þrjátíu og tveimur af hundraði, ef reiknað er frá miðju ári í fyrra til miðs árs nú. Hvernig fara menn að því að greiða þetta? Þjóðhagsstofnun hefur nýlega spáð, að verð- bólgan í ár verði nálægt þrjátíu af hundraði en kaup muni hækka um það bil tveimur af hundraði minna. Þannig felst um tveggja prósenta kjara- skerðing í því einu, hversu verðlagið hækkar. t síðustu kjarasamningum var það megin- stefna launþegasamtakanna að tryggja að kaupmáttur launa minnkaði ekki frá því sem orðið var. Þetta tókst ekki fyllilega, ef tekið er tillit til þeirrar hækkunar verðlags, sem orðin er og spáð hefur verið. Nú varpar hið opinbera enn nýrri oggeysilegrikjaraskerðingu á herðar launþega. Niðurstaðan verður mikil minnkun þeirra tekna, sem almenningur hefur til ráð- stöfunar, eftir að hið opinbera hefur fengið sitt. Kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins hafa að miklu leyti misst gildi sitt. Ríkisvaldið gengur fram í að gera þá að engu. Þetta var fulltrúum launþega að nokkru ljóst í síðustu samningum. Þess vegna gerðu þeir heiðarlega tilraun til að ná samningum við ríkisstjórnina um aðrar leiðir en beina kauphækkun til að tryggja kaupmátt launa. Þeir komu að lokuðum dyrum. Hið opinbera hugði á herta skattpíningu. Ráðamenn hafa ekki hlustað á tillögur um niðurskurð ríkisbáknsins. Þessa dagana glymur í eyrum sá áróður fulltrúa kerfisins, að skattarnir hafi orðið að hækka svona mikið, af því að almenningúr geri sívaxandi kröfur um opinbera þjónustu. Það, sem almenningur vill fyrst og fremst, er að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum. Það eru kerfisriddararnir, sem vilja þenja ríkisbáknið út með því að skattpína launþega. Eftir þessa síðustu kjaraskerðingu mun þeim fjiilga, sem telja, að efnahagsmálum þjóðarinnar sé ekki stjórnað í þágu almenn- irms. r Meinhof vor myrt imiimiiNiMiiiNiiiiiimiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Strax eftir dauða Ulrike Meinhof, komu fram þær skoð- anir vinstri sinna í Vestur Þýzkalandi og hjá verjendum félaganna í Baader Meinhof samtökunum, að hér væri ekki um „sjálfsmorð" að ræða, heldur „stofnanamorð," þ.e. morð, sem framið var eftir fjög- urra ára pyndingar í einangrunarklefum. Og nú hafa rannsóknir lög- fræðings Meinhofs leitt til þess að menn segjast ekki geta sagt, að þetta hafi verið sjálfsmorð.. Þá er ekki hægt að segja annað, en að hér hafi verið um raunverulega aftöku að ræða. Eða með orðum lögfræðing- anna sjálfra: „Við erum vissir um að í málum Holger Meins og Sigfried Hausner er um morð að ræða-aftöku í beinu fram- haldi af áralöngu sálfræðilegu stríði." Sannleikurinn Þær staðreyndir, sem lög- fræðingarnir hafa lagt fram, renna stoðum undir þá skoðun, að Ulrike Meinhof hafi verið ráðin af dögum, eða hreinlega tekin af lífi án dóms og laga: — Laugardaginn 8. maíi um klukkan 10, heyra Ulrike Mein- hof og Guðrún Ensslin í þyrlu; það voru margir mánuðir síðan þyrla hafði lent í fangelsisgarð- inum. — Við hlið klefa Ulrike Meinhofs og Guðrúnar Ensslin eru tröppur, sem ekki voru notaðar, alla vega ekki á sjöundu hæð fangelsins. — Aðfaranótt sunnudagsins 9. maí, vaknar Guðrún við tón- list, sem berst frá klefa Ulrike. — Um morguninn finnst ljósa- pera í klefa Meinhofs, enda þótt hún hafi skilað henni til varðanna kl. 22 kvöldið áður. Þetta er þýðingarmikið atriði, því einungis er hægt að hafa ljós á þessari einu peru. — Meinhof var að hluta í öðrum fötum, en hún hafði verið í kvöldið áður. — Hinir íángarnir úr sam- tökunum fá ekki að sjá likið, sem er flutt í burtu í skyndi, er fyrsti lögfræðingurinn birtist. — Likið er flutt á óþekktan stað og að fyrirmælum ríkis- saksóknara er framkvæmd lík- skoðun, áður en lögfræðingarn- ir eða aðstandendur hennar fá að sjá líkið. Síðdegis er gefin út opinber tilkynning, þar sem segir að: „engir utanaðkomandi áverkar sjáist." Samkvæmt því á líkskoðunin að hafa sýnt að um sjálfsmorð hafi veríð að ræða. — Hið opinbera líkskoðunar- vottorð hefur enn ekki, meira en tveim mánuðum eftir dauða Meinhof — verið birt. — Við seinni líkskoðunina, sem framkvæmd var að kröfu lögfræðinganna og aðstand- enda Ulrike, kom í ljós, að líkið hafði verið skorið það mikið, að ekki var hægt að komast að neinni niðurstöðu. M.a. var ekki hægt að sjá 25 cm keisara- skurð, sem var á konunni, eftir tvær fæðingar. Heilinn og öll innri líffæri höfðu verið fjarlægð við fyrstu krufninguna. Þó sáust marblettir á fót- leggjum og eins tóku menn eftir sári á baki liksins. Þær bólgur, sem voru á hálsi líksins voru það litlar, að hægt er að útiloka hengingar- dauða, eins og ennþá er haldið fram af v-þýzkum yfirvöldum. — Enginn, hvorki iög- fræðingar hennar, eða aðstand- endur fengu leyfi til þess að skoða fangaklefa hennar. — Nokkrum dögum eftir dauða Ulrike, var klefinn hvft- kalkaður, enda þótt það hefði verið gert skömmu áður. — Yfirvöld hafa birt fimm mismunandi skýringar á því, hvernig taugin, sem Ulrike á að hafa hengt sig í, var fest. Sú skýring, sem þau hafa síðar komið sér saman um, að sé hin eina rétta, er á þá leið, að Ulrike hafi útbúið sér fimm cm breiða taug úr handklæði. Siðan hafi hún bundið taugina um háls sér, stigið upp á stól og troðið fimm cm breiðri Verjendur Ulrike Meinhof hafa nú lagt fram ýmsar siaðreyndir. sem þykja renna stoðum undir það að hún hafi verið tekin af lífi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.