Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JULÍ 1976. (Qi) Ökumoðurinn og tveir drengjanna þrýsta upp hleranum eftir fjögurra kist. vinnu -Rafhlöður ,Ö) Landbúnoðarverkamaður * jjjí ^y-pkemur auga ó fólkið Úrgangur \ l 'ÍŒ) Börnin hlaða upp —L dýnum tilþess< -'j oðnótil lofts Matur (brauð, kex, kornflögur ogvotn) Erlend myndsjá Loftrœstirör úr plasti Lof trœsting sem gengur \j fyrir rafhlöðu U Gamall vöruflutningavagt einn margra, sem grcf eríbílakirkjugarði j Livermore nilið Eftir aó Jimmy Carter hafði samþykkt útnefningu sem for- setaefni Demókratafl. um síðustu helgi útnefndi hann Walter Mondale sem varafor- setaefni sitt. Var þeim gífur- vel fagnað og er talið að demókratar eigi verulegan möguleika á því að vinna I for- setakosningunum sem fram fara I nóvember I haust. Á þess- ari skemmtilegu mynd sést Carter, sem er maðuralþýð- legur I framkomu, vinna að gerð ræðu sem hann flutti er hann samþykkti útnefninguna. Neðanjarðarbyrgi barnarœningjanna Einn furðulegasti glæpur, sem framinn hefur verið lengi, var barnaránið I smáþorpi utan Sacramento I Bandaríkjunum. Skólabíll með 26 börnum á aldrinum 5—15 ára hvarf og fannst hann síðar yfirgefinn I gili einu. Mikil leit var strax hafin að börnunum en ekkert kom fram sem benti til þess hverjir ræningjarnir væru, hvers vegna börnunum hefði verið rænt og hvar þau væru niðurkomin. Eftir átján tíma fengust fyrstu fregnir af þeim. Hafði bílstjóra skólabílsins þá tekizt að brjótast út úr neðanjarðar- byrgi, sem menn héldu fyrst að væri yfirgefin náma. Síðar kom I ljós að þetta var ein fjöl- margra vöruflutningabifreiða sem ekið hafði verið á hauga og síðan fyllt yfir með mold. Þrir ungir menn úr auðugum fjölskyldum I San Francisco liggja nú undir grun og verið er að afla nægilegra sönnunar- gagna til þess að hægt sé að handtaka þá, en þeir eru vernd- aðir af heilum herskara iög- fræðinga. Hvers vegna þeir gerðu þetla'. Til þess að hafn svolilið ganian. BIRÆFNASTA BANKARÁN SÖGUNNAR? er einn hinna stærstu I borg- inni. Þar grófu þeir göng inn að veggnum, sprengdu sig I gegn og dvöldust I góðu yfirlæti I um það bil 50 klukkustundir við að viða að sér fjármunum úr bankahólfum. Er talið að þeir hafi komizt undan með um 50 milljónir franka, eða sem svarar 1.8 milljörðum ísl. króna. Lögreglan hefur enn ekki getað haft hendur I hári mannanna, enda fengu þeir gott forskot og unnu fagmann- lega að öllu saman. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá reiða við- skiptavini bankans krefjast skýringa, en til hliðar eru göngin, sem ræningjarnir grófu inn að bankahólfinu. BILL SENDIHERRANSISPRENGJUGIG Einn alvarlegasti atburður- inn I samskiptum Englendinga og Ira varð er bíll sendiherra Englendinga I Irska lýðveldinu var sprengdur I loft upp skammt frá bænum Sandyford rétt fyrir utan Dublin. I bílnum var sendiherrann, Christopher Ewart-Briggs; rit- ari I sendiráðinu, Judith Cook og Brian Cubbon, einn helzti ráðunautur Englendinga I mál- efnum N-írlands. Sendiherr- ann og ritarinn létu ltfið sam- stundis, en Cubbon er mikið slasaður. Enn hefur enginn lýst sig ábyrgan en talið er að sprengj- unni hafi verið fjarstýrt af liðs- mönnum IRA. Eins og sjá má hefur sprengj- an verið öflug þvl að vegurinn er nánast sundurgrafinn. Eitt bíræfnasta rán sem sögur fara af var framið I Nissa I Frakklandi um síðustu helgi Sérþjálfaður hópur bankaræn- ingja lét sig reka á gúmbáti niður fljót það, er rennur undir borgina. Er komið var að aðal- inngangi skolpleiðslukerfis borgarinnar fóru þeir þar inn, héldu síðan eftir kerfinu að út- vegg neðanjarðarhvelfingar Societe Generale bankans, sem

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.