Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1976. 17 Þaó var létt yfir bandarísku skiptinemunum átta á vegum American Field Service, þegar þeir mættu í gærmorgun í kaffi og vínarbrauð í húsi Land- helgisgæzlunnar viö Ánanaust. Þar fræddi Jón Magnússon lög- fræöingur hjá Gæzlunni i þau um 200 mílurnar okkar og þorskastríðið og gaf þeim lof- orð um að fara eina ferð með þau á varðskipi í ágúst, ef hægt væri að koma því við. Meira að segja fylgdi, að þau mættu fehn'a svo sem fyrir einn þorsk. Krakkarnir voru í fylgd Hörpu Jósefscíöttur Amin, sem hefur umsjón með ,,Mid-stay“ (ferðalög um mitt dvalartíma- bilið). Þau komu hér 23. júní og fara aftur 29. ágúst. Öll nema ein stúlka, Cathy Early, frá Maryland, eru í skóla og ætla sér í framhaldsnám í háskóla, einnig Cathy sem er búin að ljúka sinni undirbúnings- menntun. Krakkarnir eru 17 og 18 ára og eru frá átta rlkjum í Bandaríkjunum. Þetta eru 3 piltar og fimm stúlkur. Fjórir dvelja í Reykjavík, einn á Húsa- vík, einn 1 Garðabæ, einn á Isa- firði og einn í Eyvfk fyrir aust- an Fjall. Þau dvelja hérna í sumar- leyfinu sínu og finnst svona heldur kalt í veðri hér uppi á Fróni. Þau kalla fólkið, sem þau dvelja hjá, pabba og mömmu. Tólf íslenzkir skipti- nemar eru á förum héðan og munu dvelja úti f eitt ár. Einn fer til Evrópu en ellefu til Bandaríkjanna og eignast nýja pabba og mömmur. Þau eru búin að koma víða við og skoða sig um. Þau fóru að Reykjum og skoðuðu hita- veituframkvæmdir, sem þeim þótti mikið til koma. Þau böðuð.u sig í Varmá hjá Hvera- gerði, skoðuðu Hallgrímsturn, Saltvík, þar sem þau brugðu sér á hestbak og drukku kók og borðuðu kökur hjá forsetanum á Bessastöðum, dr. Kristjáni Eldjárn. Ein stúlkan hafði orð á 'því að sér hefði fundizt hann framúrskarandi alþýðlegur, þvf hefði hún einhvern veginn ekki búizt við. Þegar allir voru búnir að næra sig var haldið niður á bryggju og varðskipið Baldur skoðað hátt og lágt og svaraði Bogi Agnarsson stýrimaður Landhelgisgæzlunnar alls konar spurningum um radar og fleira forvitnilegt í brúnni. Yfirbreiðslan var tekin af byss- unni og hún skoðuð vandlega. Seinni partinn ætluðu svo krakkarnir að fara til Snæfells- ness og skoða sig um þar. EVI Skiptinemornir bandarísku fá margt að sjá Kamarorg- hestar í Austurbœjar- bíói A laugardaginn um tvöleytið efnir Jónas Vest til síðdegistón- leika í Austurbæjarbíói. Segir f tilkynningu sem Jónas hefur gefið út, að dagskrám „samanstandi af Megasi, hljóm- sveitinni Eik og Kamarorghest- um Jónasar Vest“. Þá er fólki tekinn vari fyrir því að dag- skrárliðum kunni að fjölga fremur en hitt og segir. að alla- vega lumi Jónas á einum leyni- gesti. Miðaverðið er ekki hátt miðað við annað á þessum tfm- um, einar (?) litlar sjöhundruð krónur. Mun eiga að hljóðrita tónleikahaldið og fer Jónas fram á það við áheyrendur, að þeir klappi á réttum stöðum um leið og hann óskar öllum góðra stunda. —ÁT — Hallqrímskirkja Messa Rl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Séra Kristján Valur Ingólfsson sóknarprestur á Raufar- höfn annast messugerðina. Séra Guðmundur óskar ólafsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.h. Séra Jakob Jónsson dr. theol Ræðuefni: Skriftir og aflausn. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Þorbergur Kristjánsson. Fíladelfíukirkjan: Almenn guðsþjónusta kl. 20 ræðurmaður Einar J. Gislason o.fl. Háteigskirkja: Messa kl. 11 árdegis. Sr. Arngrímur Jónsson. BústaAarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Olafur Skúlason. Samkomur Hjálprœöisherinn: Helgunarsamkoma á sunnu- dag fellur niður. Kl. 20,30 hjálpræðis- samkoma, allrr velkomnir. Bœnastaðurinn Fálkagötu 10 Samkoma sunnudag kl. 4. Allir staðir opnir til kl. 2 eftir miðnætti nema Tónabær til kl. 00.30. Ingólfskaffi: Gömlu dansarnir. Hljómsveit Garðars Jóhannssonar. Sími 12826. Hótel Borg: Haukur Morthens og hljómsveit. Sími 11440 TjamarbúA: Eik. Sími 19000. ÓAal: Diskótek. Simi 11322. Sesar: Charlie i diskótekinu. Simi 83715 Glnsibnr: Ásar. Sími 86220 Tónabnr: Cabaret, opið til kl. 00.30. Simi 35935. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Sími 52502. ligtún: Sóló. Simi 86310. RöAull: Stuðlatrió. Sfmi 15327 Klúbburinn: Paradís og diskótek. Simi 35275. Leikhúskjallarinn: Tríó ’72. Sími 19636 Hótel Saga: Súlnasalur: Hljómsveit Arna tsleifssonar. Sími 20221. Farfugladeild Reykjavíkur: Laugardaginn kl. 9. Þórsmerkurferð. Verð kr. 3000. Upplýsingar á skrifstofunni, simi 24950. Útivistarferðir Laugard. 24/7 kl. 13. Húsfell-Mygludalir, sýndir smyrilsungar. Fararstj. Gísli Sigurðsson. Verð 600 kr. Sunnud. 25/7 kl. 13 1. Marardalur, fararstj. Gisli Sigurðsson. 2. Vesturbrún Hengils, fararstj. Einar Þ Guðjohnsen. Verð 700 kr., fritt f. börn í fylgd með fullorðnum. Brottför frá BSl að vestanverðu Otivist. Hvað segja stjörnurnár Spáin gildir f yrir mánudaginn 26. júlí. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Vertu mjög þolinmóður við eldri persónu. I lokin muntu fá það sem þú vilt. Nýr kunningi mun reyna að plata þig i fjármálum og þú munt verða fjúkandi vondur. Fiskamir (20. febr.—20. marz): Þetta er ekki heppilegur tími til að koma á breytingum, sérstaklega ekki heima fyrir. Aðra mun skorta skilning á fyrirætlunum þínum. Róleg stund ætti að gera þér gott. Hrúturinn (21. marz—20. aprfl): Gættu að peningunum þinum, einhver er að reyna að kreista út lán. Taktu örugga tryggingu fyrir því að þú fáir þá aftur. Þúf gætir fengið fréttir af veikindum. NautiA (21. apríl— 21. mai): Vertu nákvæmur i orðum ef þú tekur þátt í umræðum og hlustaðu vel á það sem hinir hafa að segja. Horfurnar eru góðar fyrir þá sem hyggja á hjónaband. Tvíburamir (22. maí—21. júní): Gefðu yngri persónu það sem hún verðskuldar. Þú munt heyra athyglisvert áform. um hvernig á að verja kvöldinu. Vertu ákveðinn i' fjármálum. Krabbinn (22. júní— 23. júlí): Ef þú ferð til að verzla fyrir sjálfan þig, þá kauptu minna en eyddu frekar meiru á hvern hlut, gæðin munu borga sig. Rómantíkin gæti orðið stormasöm. LjóniA (24. júli—23. ágúst): Anægjulegt andrúmsioft heima fyrir gerir daginn hagstæðan til að biðja um greiða. Einn úr fjölskyldunni hefur eitthvað spennandi að segja þér. Láttu ekki tala þig inn á að kaupa vörur út á lán. Meyjan (24. ágúst— 23. sept.): Nú er rétti tíminn til að hugleiða framtiðina. Ertu viss um að þú sért að gera það sem þig langar til? Nýtt ástarævintýri virðist I aðsigi og það gæti enzt lengi. Vogin (24. sept. — okt.): Vertu góður við eldri persónu sem er einmana. Undir rólegu yfirborðinu þá er þessi einstaklingur vel að sér og skemmtilegur. Eitt málefni þarfnast umræðu þeirra, sem það snertir. SporAdrekinn (24. okt. —22. nóv.): Félagslega séð, mun dagurinn verða vel heppnaður. Kimnigáfa þín mun skemmta öðrum og þú gætir fengið mörg heillandi heimboð. En mundu að fjölskyldan vill gjarnan vita lika að þú sért til. BogmaAurinn (23. nóv.—20. des.): Ef þú ert pirraður út i einhvern þá reyndu að róa þig niður áður en þú talar við hann. Rifrildi gerir engum gott. Skynsemin ætti að hjálpa þér í gegnum erfitt tímabil. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Þú gætir verið beðinn um að gera góðverk. Ef þú gerir það muntu fá endurgreitt á mjög hagkvæman hátt. Ef einhver þér nákominn er langt niðri þá reyndu að komast að ástæðunni. Það eru líklega fjármál. Afmælisbam dagsins: Gott ár framundan. Þú ættir að vera ánægður og velgengnin að fylgja þér. Sérstak- lega eftirminnilegt sumarfrí er J.íklegt. Þú lendir I fleiri en einu ástarævintýri en ekkert þeirra mun endast. Fjármálin eru í góðu lagi. iÉiaí, Sveitarstjórnarmál 3. tbl. 1976, nýútkomið, birtir m.a. ágrip af sögu Þorlákshafnar, eftir Gunnar Markússon skólastjóra og stutt samtal við Karl Karlsson oddvita ölfushreþps í tilefni af 25 ára afmæli þéttbýlis í Þorlákshöfn. Reynir G. Karlsson æskulýðsfulltrúi ríkisins á grein um aðstöðu til félags- og tómstundastarfsemi i húsnæði skóla og Stefán Júliusson bókafulltrúi rikisins kynnir ný lög um almennings- bókasöfn. Séra Ingimar Ingimarsson oddiviti i Vik I Mýrdal skrifar um norrænu sveitar- stjórnarráðstefnuna 1975, og Sigurjón; Sæmundsson bæjarstjóri á Siglufirði skrifar um annað landnám Norðmanna í Siglufirði. Lýst er nýrri gerð sorpbrennsluofna I grein eftir Eyjólf Sæmundsson efnaverkfræðing og Helgi Hallgrímsson grasafræðingur segir frá nýstofnuðum náttúruverndarsamtökum landshlutanna. Forustugrein ritar Páll Líndal, um skipan sveitarstjórnarumdæma. Fréttir eru frá Fjórðungssambandi Norð- lendinga og af dálkum má nefna: Frá lög- gjafarvaldinu og tæknimál, þar sem kynnt er ný kantsteypuvél. Einnig er kynntur nýráðinn sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Höfum til sölu vélskornar túnþökur EGILL 0G PÁLMAR Sími 72525 Opið alla daga 8,30-7 nema sunnudaga — Yanir sölumenn — Opið í hódeginu BÍLASÝNINGARSALIR í HJARTA B0RGARINNAR Til sölu: Mazda 616 árg. ’74 Mazda 616 árg. ’72 Mazda 929 árg. ’75 Toyota Corolla árg. ’73 Wagoneer árg. ’71 Chevrolet Nova árg. '74 Bronco árg. ’74 VW árg. '67, ’71 og ’72 Austin Mini árg. ’73 og ’74 Lada árg. ’75 Cortina árg. ’71 Blazer árg.’73 Chevrolet Corvair árg. ’69. Wagoneer ’74 Bronco ’74 Lancia (ítalskur) ’75 Lada ’75 Mazda 616 '72 Cortina ’70 VW '71 Toyota jeppi '67 Mazda 616 ’74 Wagoneer ’71 Chevrolet Nova '74. Grettisgötu 12-18;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.