Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976. Erlendar fréttir Sovétríkin: FLÝTTU SÉR TIL JARÐAR — eftir 48 daga í geimnum Ferð hins mannaða geimfars Sovétmanna. Soyuz-21, sem verið hefur á braut umhverfis jörðu í tengslum við geimstöð þeirra, Salyut-5 lauk öllum að óvörum í gærkvöldi, er geim- fararnir lentu heilu og höldnu skömmu eftir miðnætti á steppum Mið-Asíurikisins Kazakstan. Geimfararnir, Boris Volynov og Vitaly Zholobov, háfa verið úti í geimnum i rúma 48 daga, en það vekur athygli frétta- manna, að lendingin var gerð eftir miðnætti i náttmyrkri, sem torveldar mjög störf leitar- sveita. Er jafnvel talið, að ein- hver bilun hafi orðið i geimfarinu, því að síðast, er lending var gerð eftir að nátt. myrkur var skollið á, árið 1974 var það vegna þess, að hilun hafði orðið í ítækjabúnaði í Soyuz-15 geimfarinu. Auk þess þykir það tíðindum sæta, að ekki skyldi vera haldið lengur út, því að fyrra met Sovét- manna : geimferðum er 63 dagar og met Bandaríkjamanna 84. Ekki er þess getið í til- kynningu Tass-fréttastofunnar um málið, að bilun hafi komið upp, en búizt er við því, að einhver vtðunandi skýring fáist á málinu innan skamms. Eviahafsdeila Grikkja oa Tvrkia: Samþykkt Öryggisráðs SÞ lögð fiwn í dag Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna mun i dag reyna að fá Grikki og Tyrki til að komast að friðsam- legri lausn í Eyjahafsdeilu þeirra með samþykkt ályktunar, sem gerir ráð fyrir beinum samninga- viðræðum. Uppkast ályktunarinnar var lagt fram í gær af bandalags- þjóðum Grikklands og Tyrklands í NATO, eða Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hvorugur deiluaðila getur fellt sig við ályktunina eins og hún n var lögð fram, en ástæðurnar fyrir því eru ekki hinar sömu. Utanríkisráðherrar landanna, Grikkinn Dimitri Bitsois og Tyrk- inn Ihsan Caglayangil, eru enn í New York. Þeir hafa áður setið fyrri fundi ráðsins vegna málsins og munu báðir taka til máls á fundinum í dag. Umræðurnar um málið í Öryggisráðinu hófust 12. ágúst að frumkvæði Grikkja, sem sökuðu Tyrki um ítrekaðan átroðning á landgrunni sínu í Eyjahafi með því að senda olíuleitarskipið Sis- mik I. til rannsóknarstarfa þar. í höfuðstöðvum SÞ telja menn að ályktun Öryggisráðsins verði samþykkt með tólf atkvæðum gegn engu. Fimmtán ríki eiga sæti í ráðinu og reikna menn með að þrjú muni sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna. Á þessu korti má sjá hið umdeilda hafsvæði. Brotna línan sýnir mörkin, sem Tyrkir telja sig geta farið inn fyrir, þ.e. hægra megin á kortinu. Kórea: Flugránið i Egyptalandi: Norður-Kóreumenn „varaðir við" með B-5 2 sprengjuvélum Bandariskar sprengjuflugvélar af gerðinni B-62, sú tegund sem notuð var til að varpa milljónum smálesta af sprengjum yfir Víetnam á sínum tíma, hafa farið daglega í æfingaflug yfir Suður- Kóreu síðan á föstudaginn, að því er skýrt var frá í varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna í gær. Æfingar þessar eru greinilega til að vara Norður-Kóreumenn við í framhaldi af morðum tveggja Bandaríkjamanna á hlut- lausa beltinu á milli lands- hlutanna í síðustu viku. Talsmaður Pentagon — varnar- málaráðuneytisins — sagði í gær, að hann vissi ekki til þess að sprengjuflugvélar af þessu tagi hafi flogið yfir Kóreu áður. Með B-52 flugvélum er hægt að flytja kjarnorkusprengjur. Bardaginn um tréð. sem sést hér á myndinni miðri, kann að eiga eftir að valda miklum örugleikum samskiptum Bandarikjanna og N-Kóreu. Nafn Trumans límt á minnismerki fallinna Skilti. þar sem á var letrað nafn Harry Trumans. fyrrum forseta Bandarikj.anna. var límt á minnismerkiö um fallna borgara Ilirosima nú fyrir skötnmu. Truman var forseti Bandarikjanna árið 1945, er þeir létu varpa kjarn- orkusprengju á borgina, sem varð tugum þúsunda manna að bana. Umsjónarmenn minnis- merkisins, en á því stendur áletrunin „Hvílið í friði. Við munum aldrei gera þessi mis- tök", fjarlægðu skiltið. FjórðS maðurim handtekim í gœr Fjórði maðurinn hefur verið handtekinn í Kairó í sambandi við rán egypzkrar flugvélar á mánudaginn, að því er sagði í blaðinu Al-Ahram, hálf- opinberu málgagni egypzku stjórnarinnar, í morgun. Þar sagði að flug- ræningjarnir þrír, sem egypzkar víkingasveitir hand- tóku um borð í flugvélinni á Lux'or-flugvelli þegar far- þegum og áhöfn var bjargað, hefðu komið upp um félaga sinn og sagt hann hafa tekið þátt í undirbúningi flugvélar- ránsins. Blaðið birti nafn mannsins, en gat ekki þjóðernis Þremenningarnir, sem hand- teknir voru (og særðust i áhlaupinu á vélina) ei u tveir Líbýumenn og einn Egypti. Þeir verða dregnir fyrir herrétt á þriðjudaginn, að því er sagði i frétt Al-Ahram í morgun. Blaðið greindi einnig frá því, að vopnaðir verðir væru nú um borð í öllum flugvélum Egyptair og að Mamdouh Sal- em, forsætisráðherra Egypta- lands, hefði fyrirskipðað að leitartækjum yrði komið fyrir á öllum flugvöllum til að leita á farþegum. Salem hefur sakað Muammar Gaddafi, þjóðarleiðtoga Líbýu um að hafa fjármagnað flug- ránið. Líbýumenn neita og saka Egypta sjálfa um að hafa skipulagt atvikið til að hafa af- sökun til að níða Gaddafi niður. Sambúð Líbýu og Egypta- lands hefur farið hríð- versnandi. Hóta Líbýumenn nú að slita stjórnmálasambandi við Egypta á miðvikudaginn (1. sept.) verði ekki breyting til batnaðar á afstöðu þeirra. USA: Þingmaður dœmdur fyrir dónaskap Yfirréttur i Utah-ríki í Bandaríkjunum hefur staðfest dóm undirréttar um brot þing- mannsins Allan Howe á sið- gæðislögum fylkisins, en hann er fundinn sekur um að hafa farið fram á það við tvær lög- reglukonur, að þær gerðu hon- um kynferðislegan greiða. Undirréttur hefur þegar kveðið úrskurð sinn í máli þessu. Þingmaðurinn, sem er fimm barna faðir, grét og faðmaði að sér börn sín og eiginkonu, er dómarinn sagði. að hann myndi birta dómsúrskurð sinn á morgun. Má þingmaðurinn búast við því að hljóta allt að 299 dollara sekt og sex mánaða fangelsi. Howe var handtekinn í júní s.l. í ótuktarhverfi Salt Lake- borgar, eftir að hann hafði boðið tveim dulbúnum lög- reglukonum 20 dollara fyrir blíðu þeirra, sem hann tók sér- staklega fram, að sögn lögreglukvenna. Eru ströng viðurlög við slíku í Utah-riki eins og.sjá má.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.