Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. AGÚST 1976. MMÍBUBIB frfálst, úháð dagblað Uti'cfanili Da«blartid nf. Framkvæmdastjrtri: Sveinn H. Eyjrtlfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Bir«ir Pétursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Artstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit As«rímur Pálsson. Hlartamenn: Anna Bjarnason. Ás«eir Tómasson. Beríilind Así»eiisdóttir. Brajii Siíiurðsson. Erna V. In«ólfsdóttir. (íissur Si«urrtsson. Hallur Hallsson. Hel^i Pétursson. Jóhanna Biríiis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristln Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmvndir Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björíiyin Pálsson. Rajinar Th. Sisurrtsson (’.jáldkeri: Þráinn Þorleifsson. DreifinKarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftar«jald 1000 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 9U kr. eintakið. Ritstjórn Sirtumúla 12. simi 83322. auKlýsinKar, áskriftiroji afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setnint* ojí umhrot: Danblartirt hf. oti Steindórsprent hf.. Armúla 5. Myndy- ou. plötutierrt: Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: At vakur hf.. Skeifunni 19. ( Hirosima og Nogasaki: ] Þríðja sprengjan Gert út ó flokka Reynir Hugason verkfræóingur sýndi fram á það með einföldu reikningsdæmi í Dagblaðinu í fyrradag, að einfaldasta leiðin til að verða ríkur á íslandi er að ná sér í sem mest af lánum. Við þetta reikningsdæmi má svo bæta, að til þess að fá lán þurfa menn að gera út á stjórnmálaflokkana. Dæmi Reynis fjallaði um mann, sem tekur milljón krónur að láni með 18% vöxtum við 50% verðbólgu. Á aðeins einu ári er beinn heildarhagnaður af lántökunni 286.000 krónur eða tæplega 30%, auk þess sem fasteignin, er lánið var lagt í, heldur raunverulegu verðgildi sínu í verðbólgunni. Augljóst má vera, að útgerð af þessu tagi er mun arðbærari en atvinnurekstur og hálauna- mennska. Þess vegna hljóta allir menn, sem vilja verða ríkir, að reyna aó komast yfir sem mest af lánum til að kaupa fyrir fasteignir. En þá kemur það babb í bátinn, að menn hafa ekki aðgang að sjóða- og bankakerfinu. Venjulegir einstaklingar geta að vísu fengið jarðarfararvíxla og venjuleg fyrirtæki geta fengið fyrirgreiðslu, sem getur e.t.v. numið tveggja til fjögurra vikna veltu þeirra. Þeir, sem vilja komast yfir þessa hindrun, snúa sér að einhverjum stjórnmálaflokknum og fara að hjálpa honum, einkum fjárhagslega. Stjórnmálamennirnir taka þessu fegins hendi og benda bankastjórum sínum á, að hér sé á ferðinni „okkar maður“, sem eigi skilið góða fyrirgreiðslu. Að vísu fjölgar þeim bankastjórum, sem hafa víðari sjóndeildarhring en flokkspólitískan og reyna að beina lánveitingum sínum inn á heilbrigðari vettvang. Þess vegna er hægt að fá lán án milligöngu stjórnmálaflokka, en auðvitað aðeins til skynsamlegra verkefna. Inn á milli smáskammtalækninga bankanna, á venjulegum rekstri skjóta jafnan upp kollinum furóulega háar lánveitingar til ævintýramanna á vegum stjórnmálaflokkanna. Þeir fá stórlán til að kaupa stórhýsi án eigin framlags og verða síðan ríkir á verðbólgunni. Þetta verður til þess, að ævintýramennirnir geta stutt flokkinn enn betur, flokkurinn verður enn kátari, kýs þessa menn í sívaxandi trúnaðarstöður og veitir þeim auknar fyrir- greiöslur í bönkunum. Þannig eignast menn Hótel Norðurljós og Grjótjötun, svo að þekkt- ustu dæmin séu nefnd. Annars vegar sýnir þetta þjóðinni, að nauósynlegt er að rjúfa tengslin milli stjórn- málaflokkanna og bankavaldsins. Alþingis- menn eiga að setja lög og velja ríkisstjórnir, en ekki aó stjórna lánsfjármagni þjóðarinnar. Hins vegar sýnir þetta þjóðinni, að lán þurfa. að vera meó þeim hætti, að þau séu ekki hálfgildings gjafir. Hugsanlega mætti gera það með því aó koma verðbólgunni niður fyrir vaxtaprósentuna. En því mióur eru skjólstæóingar verðbólgunnar of valdamiklir til þess, aó svo megi verða í náinni framtíð. Til aó byrja með mætti því koma á algildri verðtryggingu fjárskuldbindinga. var tilbúin Sprengjan sem varpað var á Nagasaki og armbandsúr sem stöðvaðist fyrir 30 árum. .. * ENN BÚA ÞEIR SEM EFTIR LIFDU YIÐ MIKLAR HÖRMUNGAR — 1 Símskeyti, sem stimplað var ,,leyndarmál“ og geymt í skjala- safni Bandaríkjanna, hefur nýlega verið birt almenningi og þar kemur í ljós að Bandaríkja- menn höfðu uppi áform um að varpa þriðju kjarnorkusprengj- unni á Japan undir lok Kyrra- hafsstyrjaldarinnar. Þótt undarlegt megi virðast var leyndarhulunni sleppt af skeyt- inu og það var meðal þeirra skjala sem send voru borgar- stjórninni i Hirosima nú fyrir skömmu. Upphaflega sendi herforing- inn Leslie Groves, sem var yfir- maður Manhattan- áætlunarinnar er var heitið á kjarnorkuvopnaframleiðslu Bandaríkjamanna, skeytið til George Marshall sem þá var yfirmaður alls herafla landsins. Segir þar að þriðja sprengjan verði tilbúin til afhendingar innan skamms og hægt verði að flytja hana á áfangastað frá New Mexico til eyjarinnar Tinian í Kyrrahafinu 12. eða 14. ágúst 1945. Ennfremur segir í skeytinu að sprengjunni eigi að v’arpa á Japan dagana 17. eða 18. ágúst ef veðurskilyrði verði hagstæð. Ekki er minnzt á það i skeytinu á hvaða borg eigi að varpa sprengjunni en liðsforingjar, sem gegndu herskyldu á eyj- unni á þessum tíma, sögðu að borgirnar Kokura eða Niigata, sem er hafnarborg skammt frá Tokyo, hefðu verið valdar til þess að verða fórnarlömb. Nú, 30 árum eftir að sprengj- unum var varpað á Hirosima og Nagasaki, búa flestir hinna 250 þúsund þeirra, er lifðu sprengjuárásirnar af, við kröpp kjör og stöðugan ótta. Þeir sem unnið hafa við að byggja upp landið eftir stríðið hafa verið allt of önnum kafnir við það til þess að sinna vanda- Friðarsafnið í Hirosima.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.