Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 15
IJAÍiBLAÐIÐ. MIÐVIKL'DAGUR 25. AGUST 1976. 15 Hvernig likar honum vistin í Hvíta húsinu í raun og veru? UM ÞAÐ GETUR ENGINN SAGT NEMA HANN SJÁLFUR, Jack Ford Að hverju brosir þessi ungi maður? Þrátt fyrir nákvæmt eftirlit og gæzlu ör.vggisvarða tekst Jaek Ford að halda einkaiifi sínu leyndu. Sviðið var nýafstaðið flokks- þing repúblikana i Colorado, þar sem Ford forseti og mótherji hans, Ronald Reagan, börðust liarðri baráttu um atkvæði nokk- urra hikandi fulitrúa. Skyndilega heyrðist angistaróp stjórnandans í búðum Reagans og stuðnings- manna hans gegnum hátalara- kerfið: Jack Ford stóð og baðaði höndunum I allar áttir svo aðstoðar var þörf strax. Hinn fyrrum hikandi íbúi og meðlimur Ford fjölskyldunnar í Hvíta húsinu sagði I fyrrasumar: ,,Mér líkar bara alls ekki að búa þar.“ Jack, sem nú er 24 ára gamall, hefur skipt um skoðun og hefur undanfarið verið einn virk- asti þátttakandinn í kosningabar- áttu föður síns. Hver sem út- koman verður I kosningunum í haust, þá hefur hinn ungi Ford þegar treyst stöðu sína í stjórn- málum. „Jack er svo eðlilegur," segir Roger Morton, formaður kosninganefndar Fords forseta. Jack er ekki einungis sá af börnum forsetans, sem hvað mest hefur haft sig í frammi, heldur reynist hann einnig hvað mót- sagnakenndastur. Þrátt fyrir inn- byrðis baráttu Jacks gegn hinu lokaða og verndaða lífi i Hvíta húsinu hefur hann ekki sýnt neinn lit á að yfirgefa það. „Hann kann illa við að vera álitinn eign almennings," segir vinur hans David Kennerly, sem einnig er ljósmyndari Hvíta hússins," en honum þykir gaman að koma fram opinberlega." Og þrátt fyrir andstöðu hans gegn því að helga líf sitt stjórnmálum situr hann oft fundi kosninganefndarinnar og hefur ætið rökrætt mikið við mjög ánægð," segir frú Ford, „en við biðjum börnin aldrei um slíkt. Við viljum að þau lifi sínu eigin sjálfstæða lífi." Jack lítur á þessa ákvörðun sem framlag sitt til föður síns sem hann metur mjög mikils. „Hann hefur verið mér einstaklega góður í 24 ár,“ segir Jack. „Ég held að hann sé hreyk- inn af þátttöku minni í kosninga- herferðinni." Enda þótt Jack viðurkenni ekki að hafa verið vandræðabarn segist hann vita að í uppeldi sínu hafi reynt mjög á þolinmæði föður síns. „Ég vildi alltaf fá að sannfærast sjálfur en ekki taka orð annarra fyrir hlutunum," segir hann. „Ég vildi umfram allt vera frjáls en þótt ég lenti í vandræðum sneri pabbi aldrei við mér bakinu, t.d. þegar ég viður- kenndi opinberlega að hafa reykt hass, það var ekki mjög heppilegt fyrir pabba stjórnmálalega séð. En hann stóð ófeiminn upp og sagði: Þetta er sonur minn og ég stend með honum. Ég ól hann upp sem sjálfstæða persónu sem getur hugsað og talað fyrir sjálfan sig.“ Jack kveðst ekki skipta sér af aðgerðaleysi systkina sinna, þeirra Michaels 26, Steve 20 og Susan 19 ára, í kosningabaráttu föður síns. Kunningjar segja að Jack og Susan séu ekki mjög nánir vinir. Susan t.d. virðist láta sér alveg I léttu rúmi liggja hæfi- leika og framtakssemi bróður síns. Hún horfði jafnvel ekki á 60 mínútna sjónvarpsþátt sem um hann var gerður. „Til hvers á ég að vera að horfa á hann í sjón- varpinu þegar ég sé hann á hverjum degi?“ segir hún. Jack hefur stundað margs Jack er mjög félagslyndur og hefur gaman af að skemmta sér. Hann stundar margs konar sport, auk þess sem hann er vinsæll meðal kvenfólksins. „Ég verð stöðugt að minna sjálfan mig á hver ég er,“ segir hann. „Maður verður í sifellu að muna að ef maður væri ekki sonur forsetans og þyrfti að standa sjálfur fyrir nafni sínu, mundu fæstir nenna að eyða í mann tíma.“ Honum tekst bærilega að aðskilja einkalif sitt frá því opin- bera umstangi sem fylgir Hvlta húsinu. „Þegar ég kemst burtu til að eyða eins og einum degi með gömlum kunningjum kem ég endurnýjaður til baka. Eg held að þetta sé vegna þess að fjöl- skyldan mín lifði mjög eðlilegu lífi og við vorum aldrei með hugann bundinn við ákveðið mark, sízt af öllu Hvíta húsið," segir Jack. Hvað tekur siðan við að loknum sigri eða ósigri forsetans I haust? „Það kemur svo margt tif greina," Vingjarnlegt högg á afturendann kallar fram óp og öskur hjá systur Jacks, Susan, en hundur fjölskyldunnar, Liberty, horfir með hrifningu á. föður sinn. „Jack hefur alla tlð haft mjög ákveðnar skoðanir," segir móðir hans, Betty Ford. „Þegar hann var yngri stalst hann oft til að lesa Time eða Newsweek bak við skólabækurnar á meðan félagar hans voru að pukra með grín- og hasarblöð." Báðir foreldrar hans voru mjög ánægðir þegar hann hringdi á kosningaskrifstofurnar í febrúar sl. og bað um að fá að taka þátt í herferðinni í Boston. „Við vorum -<------------m. Faðir og sonur ræðast við á for- setaskrifstofunni. „Forsetinn lítur á Jack sem fullorðinn mann, en ekki dreng," segir einn kunn- ingja þeirra. konar sumarstörf undanfarin ár. Hann byrjaði sem messi á flutningaskipi sem sigldi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Síðan varð hann farangursberi á hóteli, starfsmaður hjá flugfélagi og vörður í Yellowstone þjóðgarðin- um. Eins og gefur að skilja finnst honum lífið í Hvíta húsinu leggja á sig margs konar höft. Hóteland- rúmsloft þess, sem virtist falla Nixon-systrunum svo vel í geð, er honum kvöl. „Ég sakna þess jafn- vel að fá að ekki að hugsa um uppþvottinn og þvo fötin mín sjálfur. Og hvaða fjör er i því að horfa á kvikmyndir og spila keilu- spil þegar þú ferð bara niður í lyftunni og þar bíður allt eftir þér,“ segir forsetasonurinn. segir hann. „Mig langar mest til að helga nokkur ár ævinnar varð- veizlu hinnar óspilltu náttúru við Salmon River, í Idahofylki. Svo leynist einhvers staðar sú hug- mynd að semja bók um daga mina i Hvíta húsinu.“ Móðir hans er ein þeirra sem er sannfærð um að hann muni ná því takmarki sem hann setur sér. „Honum gekk. ekki mjög vel í skólanum," segir hún,“ því hann hafði svo mörg önnur áhugamál. En dag einn settist ég niður og ræddi málin við hann og við næstu skólaslit kom hann heim með toppeinkunnir. Þegar hann ákvéður eitthvað sérstakt nær hann því takmarki," segir forseta- frúin að lokum og brosir stolt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.