Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976. 17 Veðrið Sunnan 3 og síðar 5-6 vindstig. Rigning eða súld með köflum. Hiti 10-13 stig. Árni' Jóhannsson, f. 8. október 1897, lézt 19. ágúst á Siglufirði og var hann til moldar borinn þar í gær. Árið 1922 kvæntist hann fyrri konu sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur. Hún lézt árið 1938. Þau eignuðust Ólaf Hauk, áfengisvarnarráðunaut ríkisins. Hann kvæntist öðru sinni 1939 Ingibjörgu Sigfúsdóttur. Börn þeirra eru Gunnar sálfræðingur í Reykjavík og Anna Sigríður. Árni vann lengst af við verzlunarstörf en um 1950 gerðist hann skrif- stofumaður hjá bæjarfógeta- embættinu á Siglufirði og vann þar unz aldur og heilsa kvöddu hann frá störfum. Haraldur Níels Magnússon lézt 24. júlí s.l. Hann var fæddur 13. júlí 1937 í Bolungarvík og þar ólst hann upp. Hann var yngstur sjö systkina. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Níelsdóttir og Magnús Haraldsson. Haraldur var vélvirki og vélastillingarmaður að mennt og starfaði hjá fyrirtækinu Birni & Halldóri í Reykjavik. Gunnar Jónsson málari lézt 22. júlí s.l. Hann var fæddur 6. júlí 1921. Hann kvæntist Margréti Vilhjálmsdóttur 6. nóvember 1943. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: Þóra Júlía, hún dó aðeins fimm ára gjjmul; Jón Friðrik, giftur Benediktu Ásgeirsdóttur. Þau eru búsett í Bolungarvík; Þóra Júlía, gift Ómari Franklíns- syni, búsett erlendis; Karl stýri- maður, kvæntur Kristínu Thoroddsen; Jóhann Hinrik, sem dvelur í heimahúsum; Vilhjálmur sjómaður og Gunnar sem er við nám. Jakobina Jónasdóttir, Rauðalæk 34, lézt 9. ágúst s.l. Hún var jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. ágúst. Guörún Árnadóttir, Eskffirði, lézt 18. ágúst s.l. Hún var fædd á Eskifirði 9. apríl 1898. Foreldrar hennar voru Guðný Sigurðar- dóttir og Árni Halldórsson. Hún giftist Kristjáni Tómassyni og eignuðust þau tvö börn. Annað misstu þau uppkomið. Þau bjuggu allan sinn búskap á Eski- firði. Helga Halldórsd., lézt 18. ágúst s.l. Hún var fædd 23. janúar 1906. Helga var virkur þátttakandi í góðgerðarstarfsemi. Hún starfaði í mörg ár fyrir S.V.F.Í. og Blindrafélagið. Bæring Nielsson andaðist í sjúkrahúsi Stykkishólms þann 23. ágúst. Magnús Magnússon frá Lykkju á Kjalarnesi, til heimilis að Fálkagötu 3, andaðist að Sólvangi 23 þ.m. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. ágúst kl. 10.30. Kristin Helgadóttir frá Álfatröðum í Hörðudal andaðist á heimili sínu Laugarnesvegi 118 24. þ.m. Þóra Möller Kristjánsdóttir, Ingólfsstræti 10, lézt í Land- spítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 24. ágúst. Ágústína Jónsdóttir, Kleppsvegi 6, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 26. ágúst kl. 3. e.h. Kjartan Einarsson, húsasmíða- meistari, Brávallagötu 18, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Ferðafélag íslands Föstudagur 27. ágúst kl. 20.00. 1. Óvissuferð (könnunarferð). 2. Þórsmörk. 3. Landmannalaugar — Eldgjá. 4. Hveravellir—Kerlingarfjöll. Nánari upplýsingar á skrifstofunni og far- miðasala. Útivistarferðir Föstudagur 27.8. kl. 20: Dalir — Klofningur. Berjaferð. landskoðun. Gist inni. Fararstjóri Þorleifur Guðmunds- son. Farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu 6. sími 14606. Föstudagur 3.9.: Húsavíkurferð. Aðalbláber, gönguferðir. Fararstjóri Einar Þ. Guðjohnsen. Fœjeyjaferð 16.—19. september. Fararstjóri Haraldur Jóhannsson. Vestfirðingaf élagið í Reykjavík eftir til þriggja daga ferðar austur í Lón 27.-29. ágúst í von um aðsólin skíni í kringum höfuðdag. Þeir sem óska að komast ineó í ferðina verða að láta vita sem allra fyrst í síma 15413 vegna bíla, gistingar o. fl. Fóstrufélag íslands Fundur verður haldinn í Pálmholti, Akureyri, Jaugardaginn 28. og sunnudaginn 29. ágúst með fóstrum frá Norður- og Austur- landi. Grensáskirkja Almenn samkoma fimmtudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Orð drottins boðað, söngur, bænir. Komið og lofið drottin. Allir hjartanlega vel- komnir. Halldór S. Gröndal. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður i kristniboðshúsinu Laufásvegi 13 í kvöld kl. 20.30 Baldvin Steindórsson talar. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miðvikudag kl. 8. Ananda Marga. Dagana 23.—26. ágítst v Dagana fyrirlestrar ágiT um jóga. verða haldnir fjórir heimspeki og þjóð- immtudagur félags. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Einnig gefst fólki kostur á að læra hugleiðslu ókeypis. Nánari upplýsingar eru gefnar á Skólavörðu- stíg 21a, í síma 16590. Teiknimyndasamkeppni Svölurnar.Télag fyrrverandi og núverandi fíugfreyja, hyggjast efna til samkeppni meðal barna á aldrinum 8-15 ára. Er hérum að ræða teikningar á jólakort sem verða gefin út fyrir jólin 1976 til styrktar þroskaheftum börnum. Teikningar sem verða fyrir valinu verða birtar ásamt nöfnum viðkomandi og þeim veitt viðurkenning. Teikningarnar þarf að senda til Dag- blaðsins, Síðumúla 12 í sfðasta lagi fyrir 10. september merkt: „Svölurnar—Samkeppni.“ Félag einstœðra foreldra — Flóamarkaður Félag einstæðra foreldra er að hefja undir- búning flóamarkaðs síns og biður félaga og alla sína mætu velunnara að taka til óspilltra málanna — við sækjum heim. Sími 32601 eftir kl. 18. Badmintondeild KR Vetrarstarf badmintondeildar KR hefst 1. september. Verður það með svipuðu sniði og áður. Þeir sem vilja fasta tíma verða að hafa samband við stjórnina 24. ágúst milli kl. 18 og 20. Unglingatímar verða milli 13 og 15 laugardögum eins og verið hefur. Handknattleikur Breiðabliks Æfingar eru að hefjast um þessar mundir hjá handknattleiksd’eild Breiðabliks i Kópa- vogi og verða starfandi 5 karlaflokkar og 4 kvennaflokkar. 1. flokkur kvenr.a bætist nú við. Innritun í deildina er i simum 83842, 40354 og 42339. Starfsáœtlun fyrir tímabiliÖ soptomber — des- ember 1976. Frœösluhópar í listasögu. 1. Myndlist á 20. öld. 2 hónar, 15. sept.—15. okt. UmsjónarmaÖur Olafur Kvaran listfrœö- ingur. 2. íslensk myndlist á 20. öld. 15. okt.—15. nóv. Umsjónarmaöur Ólafur Kvaran. 3. Húsageröaiiist á 20. öld. 15. okt.—15. nóv. Umsjónarmaöur Hrafn Hallgrimsson arki- tekt. 4. Höggmyndalist á 20. öld. 15. nóv.—15. des. Umsjónarmaöur Júliana Gottskálks- dóttir listf rœöingur. 5. Ný viðhorf í myndlist frá ca 1960. 15. nóv.—15. des. Ólafur Kvaran. Hver hópur mun hittast fjórum sinnum, tvo tima i hvert sinn. Fjöldi þátttakenda í hverjum hópi veröur 1 5—20 og þátttökugjald kr. 800. Þáttaka í frœösluhópana tilkynnist fyrir 1. sept- ember. Listsögulegir f yririestrar. September: Hrafnhildur Schram flytur fyrir- lestur um Nínu Tryggvadóttur. Október: Olafur Kvaran flytur fyrirlestur um Septemberhópinn 1947—1952. Nóvember: Guðbjörg Kristjánsdóttir flytur rirlestur um íslensku teiknibókna í rnasafni. Kvikmyndir um myndlist. Kvikmyndasýningar um erlenda myndlist verða haldnar tvisvar í mánuði. Þessar sýn- ingar munu hefjast í september og verða nánar auglýstar síðar. Listsýningar. Auk sýninga á íslenzkum og erlendum verk- um í eigu safnsins verður yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar. 1 iBIAÐIÐ GRINDAVÍK Blaðbera vantar í Austurhverfi í Grindavík Upplýsingar hjó umboðsmanni - Sími 8378 Hef kauponda að 2ja eða 3ja stafa Reykjavíkurnúmeri. Staðgreiðsla. Uppl. ó staðnum. Sendill á vélhjóli óskast hólfan eða allan daginn fró nœstu mánaðamótum. Hafið samband við BIAÐIÐ Þverholti 2 Sími 27022. I i DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI27022 ÞVERHOLTI 2 i Til sölu ij Úrvalshey, vélbundið og súgþurrkað til sölu. Uppl. í síma 42048 milli kl. 18 og 21 i kvöld. Til sölu lítið sófaborð, barnabílstóll, veggljós og topp- grind á bil. Uppl. í síma 74016. Ódýr pottablóm til sölu, nería, hoja, pelagónía og fleira næstu daga á Bókhlöðustíg 2. Til siilu tvö rýateppi, 2x3 metrar og 170x2. Uppl. sima 72975. Til sölu vegna brottflutnings svo til nýr Westinghouse ísskápur með frystihólfi, lítið tekkskrif- borð og Höfner rafmagnsgítar, mjög vel með farinn. Uppl. í sima 19633. ' Hjólhýsi. Tilboð óskast i lijólhýsi af geró- inni Cavalier 4—40 GT árg. ’73. Húsið er i mjög góðu standi og allt fylgir. Til sýnis að Möðrufelli 13, Reýkjavlk (Breiðholti) kl. 19—23. Nánari uppl. í síma 74020 á sama tíma. Loewe-Opta sjónvarpstæki, gamalt en gott, til sölu, Luxor útvarpsfónn (lítill) og einnig litið notaður leðurjakki nr. 54 á háan karlmann, ullt á mjög góðu verðl. Uppl. i síma 35438. Til sölu tviskiptur ísskápur (frystir og kælir), einnig til sölu amerískur þurrkari, sófi og tveir stólar, mjög vel með farið. Uppl. í síma 21129 eftir kl. 4. Smíðajárn. Mjög fallegir smíðajárnskerta- stjakar, veggstjakar, gólfstjakar og hengikrónur til sölu. Gott verð. Upplýsingar i sima 43337 á kvöld- in og um helgar. Túnþökur til sölu. Upplýsingar i síma 41896. 1 Fyrir ungbörn S) Barnavagn til sölu. Verð kr. 10.000. Uppl. i síma 43850. Góð skermkerra með svuntu og stórum hjólum óskast keypt. Uppl. í síma 50076. 1 Verzlun 8 Hannyrðaverzlunin Grímsbæ við Bústaðaveg. Stærsta rýmingarsala sem um getur. Verð verður reiknað út um leið og varan er keypt. Mikill afsláttur. Notið þetta einstæða tækifæri til mánaðamóta. Brúðuvöggur á hjölagrind, margar stærðir, hjðlhestakörfur og margar stærðir af bréfa- körfum, þvottakörfum og hand- körfum. Þá eru ávallt til barna- vöggur með eða án hjólagrinda, klæddar eða óklæddar. Blindra- iðn, Ingólfsstr. 16, sími 12165. Hafnfirðingar— Hafnfirðingar, höfum opnað skrautfiskasölu. Verið velkomin opið mánud. til föstud. 5-8, laugard. 10-2. Fiskar og fúglar. Austurgötu 3. Útsaia. Peysur á alla fjölskylduna, bútar og garn. Síðasta vika. Anna Þórðardóttir, Skeifan 6 (vesturdyr). I Húsgögn Tvíbreiður sófi og djúpur stóll til sölu ódý Uppl. í síma 17229. »

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.