Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 1
2. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 — 189. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUIVfULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SlMI 27022 57 ára kono fannst alblóðug í íbúð: AUGLJOST TALIÐ AÐ KONAN HAFIVERIÐ MYRT Rannsóknarlögreglan hóf í gærkvöldi umfangsmikla rann- sókn á meintu morði 57 ára gamallar konu í Reykjavík. Konan hafði komið við að Miklubraut 26 einhverntíma 1 seinni hluta dags í gær. tbúar þess húss munu vera í London og hafði konan tekið að sér að vökva blóm mæðgnanna sem búa í íbúðinni. Eiginmann konunnar fór að lengja eftir konu sinni í gær- kvöldi, þegar hún var ekki kom- in heim og óskaði eftir að lögreglan athugaði hverju það s'ætti. Kom í ljós seint í gær- kvóldi að konan lá illa til reika fyrir neðan hringstiga, sem liggur niður 1 kjallara íbúðar- innar. Rannsóknarlögreglan var i miklum önnum í morgun og frá henni var engar nýjar upplýs- ingar að hafa umfram það sem blöðin í morgun fluttu. Gísli Guðmundsson rannsóknar- lögreglumaður mun stjórna heildarrannsókninni. og hefur með sér þa sem til þarf. Haukur Bjarnason raunsóknarlögreglu- maður mun stjórna leit að vopni því sem hugsanlegt er að hafi verið morðvopnið. Konan fannst á gangi íbúðar- innar, og eftir þeim heimildum sem Dagbl'aðið aflaði sér í morgún, lá blóðrefill eftir íbúð- inni niður í kjallarann, en þar mun eldhús íbúðarinnar vera. Eins og fyrr segir var lík kon- unnar afar illa til reika og úti- lokað talið að um slys hafi verið að ræða. Töldu sumir jafnvel að öxi hef ði verið notuð við verkn- aðinn, eða eitthvert annað höggvopn. Að þessu vopni er nú leitað. Fréttamenn Dagblaðsins komu á staðinn í gærkvöldi og ræddu við íbúa í næstu íbúðum, Mikið lögreglulið var mætt við Miklubraut 26 í gærkvöldi þegar ljóst varð að válegur atburður hafði gerzt þar. Ibúamir, tvær konur, voru erlendis, þegar atburðurinn gerðist. Litlu myndirnar: Húsmóðir á tröppunum, lögreglumenn að leit. — Haukur Bjarnason fann sólgleraugu í einum garðinum. DB-myndir Árni Páll og Sveinn Þormóðsson. Sjávarútvegsráðuneytið herðir eftirlitið ó miðunum: Óskað ef tir að Landhelgisgœzlan kanni af lasamsetningu v-þýzku togaranna — konsúlarnir í Þýzkalandi beðnir að herða eftirlitið Þótt sjávarútvegsráðuneytið sé ekki trúað á að aflaskýrslur vestur-þýzku togaranna hér á íslandsmiðum séu rangar, eins og fjöldi íslenzkra sjómanna telur og rökstyður nokkuð sterkt, hefur ráðuneytið nú farið fram á við Landhelgis- gæsluna að hún athugi sér- staklega aflasamsetningu og aflamagn hjá v-þýzkum togurum af og til, að því er Þórður Ásgeirsson skrifstofu- stjóri ráðuneytisins, sagði í viðtali vióDB. t viðtali við blaðið í fyrradag segir forstjóri Land- helgisgæzlunnar að ef Gæzlan eigi að taka upp slíkt eftirlit, verði hún að fá sérfróða menn til þess, en Gæzlan er í rauninni eini aðilinn, sem má stöðva erlendu togarana í þessum erindagjörðum. Þórður taldi enga annmarka á að kenna nokkrum sjómönnum Gæzlunnar til verka í þessu sambandi. Þórður sagði að undanfarið hefði allt eftirlit með veiðum hér verið hert eftir mætti og gat þess t.d. að nýlega hefði ráðuneytið falið tveim þýzkum konsúlum íslands í Þýzkalandi að fylgjast sérstaklega náið með löndunum togaranna af íslandsmiðum. Þeir hafa af og til sent hingað skýrslur um at- huganir sínar og ber tölum þeirra af vigtarseðlum saman við tölur rannsóknastofnunar þýzka sjávarútvegsins, sem sendir reglulega skýrslur. Eng- inn tslendingur fylgist með þessum lóndunum, en Þórður sagði að ráðuneytið gæti hvenær sem væri sent út mann til eftirlits, ef ástæða þætti til. Um fleiri aðgerðir, sem miðuðu að hertu eftirliti, sagði Þórður að búið væri að endur- bæta framleiðslueftirlit sjávarútvegsins verulega, undirmálsfiskur væri gerður upptækur og sektum beitt, auk þess sem búið er að þjálfa fjóra menn til að fara í veiðiferðir með íslenzkum fiskiskipum til að fylgjast með aflasamsetningu og stærðar- flokkum upp úr sjó. -G.S. — áverkar taMir eftir höggvopn, blóðslóð eftir íbúðinni niður í kjalkira en þær eru samfastar íbúðinni við númer 26. Enginn þeirra hafði orðið var við mannaferðir inn eða út úr ibúðinni þennan dag, enda fæstir heijna fyrr en undir kvöld. Það eru tilmæli rannsðknar- lögreglunnar að fólk hafi sam- band við lögregluna, ef það tel- ur sig hafa orðið vart við mannaferðir við staðinn í gærdag. —JBP Svört skýrsla - um Krðfki: Er álit sérfrœð- inganna dauða- dómur yfir gufu- oflsvirkjuninni? - bls. 4 NATO-flugslysið i gœr: íslendingarnir stálu senunni frá VL- mönnum - bls. 9 • „Vinstri fóturinn er styttri en hœgri" sagði lœknirinn við Ásgeir Sigurvinsson — sjó íþróttir i opnu HYERNIG VERÐA HIN MIKLU AUÐÆFI Á HAFSBOTNI NÝTT? — sjá kjalkiragrein Benedikts Grðndal bls. 10-11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.