Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976. Bón til sjónvarpsins: Hœttið að sýna Hróa hött Þrjár mæóur skrifa: Það mun víst mála sannast að einhver áhrifamesti fjölmiðill okkar tíma er sjónvarpið. Óþarft er að fjölyrða um rökin fyrir þeirri fullyrðingu, öllum eru þau kunn. Þessi fjölmiðill nær augum og eyrum flestra, sem búa í þessu landi, hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, búsettir í sveit eða við sjó. Keppikeflið er víst að enginn verði þar útundan. Flestir fræðimenn, sem rann- sakað hafa áhrifamátt sjón- varps, eru sammála um að börn séu sérlega næm og því yngri sem þau eru þeim mun meiri eru áhrifin. Fyrir þeim er myndin veruleiki, þ.e.a.s. þau eru ekki fær um að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað er leikið. Ástæðan fyrir því að þessar línur eru settar á blað er undrun yfir því sem börnum (og þá sjálfsagt fullorðnum einnig) hefur verið boðið upp á undanfarna sunnudaga. Hér er átt við myndaþætti af bardaga- hetjunni Hróa hetti, sem samanstanda flestir ef ekki allir af viðbjóðslegum ofbeldis- verkum. Morð og líkamsárásir eru aðaluppistaðan og er þetta framið á einstaklega frum- stæðan og ruddalegan hátt enda eru persónurnar flestar hermenn, alvopnaðir upp á gamla móðinn, og sá mestur sem getur murkað lífið úr sem flestum með viðeigandi ópum og kvalaöskrum. Á þennan ófögnuð er börnum boðið að horfa á sjálfan helgidaginn. Ef forráðamenn sjónvarpsins telja að þetta sé heppilegt myndefni fyrir börn, hlýtur dómgreind þeirra að vera meira en lítið brengluð, nema því aðeins að þeir telji nauðsyn- legan menningarauka að hafa vikulega sýnikennslu í ofbeldi og manndrápum fyrir yngstu kynslóðina. Öneitanlega hvarfl- ar að manni, að nauðsynlegra væri að ýmislegt annað kæmi fyrir augu og eyru barna. Það er að okkar dómi meira en nóg af ofbeldisverkum í heimin um já meira að segja í þessu þjóðfélagi. Þess vegna er það bæn okkar til sjónvarpsins: Hættið að senda þennan óþverra inn á íslenzk heimili. Ef þið eruð í svona mikilli hönk með efni handa börnum sýnið þá heldur ekki neitt en þetta, sem er mannskemmandi, jafnvel þótt það fjalli um bardagahetjuna Hróa hött. Sjálfsagt eru margir krakkar spenntir við að horfa á Hróa hött, en erfitt er að segja um hvort það ofbeldi sem þar er sýnt, setur ekki varanleg mörk á hugsunarhátt þeirra. Þessi mynd er :reyndar sakleysisleg, en hún er af lady Marian, vinkonu Hróa. SOLIN ER FYRIR NORÐAN — þótt 'ann rigni á réttlóta og rang- lóta á höfuð- borgarsvœðinu Norðlendingur skrifar: „Það er undarlegt með fjöl- miðla, þegar við heyrum og sjáum fréttir af veðurfari á landinu. Eftir þeim fréttum virðist mér alltaf rigna á íslandi. Á sama tíma sitjum við Norðlendingar, — og Aust- firðingar vist líka, og sleikjum sólina. Er ekki rétt að benda vesalings höfuðborgarbúunum á sólina á öðrum stöðum á landinu. Þeir gætu þá kannski notfært sér sólarstaðina á landinu, mér skilst að sólin fari oftast að skína, þegar komið er norður fyrir Borgarfjarðar- héruð. En sem sagt, látið okkur njóta sannmælis í veðurfrétt- um og segið frá sólinni hjá okkur“. VIÐAR POTTUR BROTINN ENI SUÐUR-AFRÍKU Viggo Oddsson, Jóhannesar- borg, skrifar: Mig langar að senda löndum mínum heima á íslandi nokkrar línur, aðeins smávangaveltur um hitt og þetta hér í S-Afríku og heima á Fróni. Minkar og gœsir Núna eru minkurinn, tófan og gæsin landsplága. Bændur og sveitayfirvöld ofsækja alla þéttbýlismenn sem þeir ná í og standa að veiðum á afréttum og eyðijörðum, „Afréttir eru okkur lífsnauðsyn, eins og land- helgin", segja bændur. ísland og S-Afríka Stjórnurandstaöan i S-Afriku segir að um 13% af landinu sé helgað svörtum landnemum. Ekki er tekið tillit til þess að mikill hluti landsins sé ónot- hæfur til búsetu vegna fjalla, eyðimarka og veðurfars. Um 13% af íslandi er nothæft til búsetu, til samanburðar. Þótt bændur séu ekki nema um 5% af íslenzku þjóðinni heimta þeir einkarétt yfir um 95% af öllu landinu. Þetta þætti ekki gott í S-Afríku, ef bændur væru hvltir og þéttbýlisfólk svart. Afréttir og almenningur Afréttir og almenningur hafa löngum þýtt það sania þar til bændur breyttu því, bónbjarga- lýður sá sem svertingjar í Afríku myndu kalla hokurkalla og fá % af ríkistekjúm í styrki. Afréttir, eða almenningur, er núna að verða ,,einkaeign“ fámenns minnihluta sem nýtur opinberrar velferðar, vegna misréttis i kosningarétti sem er dreifbýlisfólki um það bil fimm sinnum það sem Reykvíkingar njóta. „Afréttir-almenningur og heiðarvötnin blá“ eru orðin eins konar apartheid fyrir nokkra útvalda í sveitum. Þessir útvöldu hafa margfaldan kosningarétt á við hyskið í borgum og þéttbýli íslands. Negrahverfi Íslands Kosningalög í S-Afríku mæla svo fyrir að ef fjölgar að ákveðnu marki í einu héraði eða borgarhverfi er kjördæmi skipt og nýr þingmaður kosinn, einmenningskjördæmi. í Rhodesíu fá þeir að kjósa sem eru á skattskrá, og útlendingar fá að kjósa i borgarstjórnar- kosningum, árlega, ef þeir eru skráðir fyrir íbúð eða húsnæði. Af því ég er ekki á skattskrá á íslandi er ég ekki með kosningarétt fremur en þeir svertingjar sem ekki eru á skattskrá í Rhodesíu. Apart- heid ísiands, sem bannar lands- mönnum minkaveiðar og gæsa- og tófuskyttirí í al- menningnum, er því umhugsunarvert mál fyrir þá sem stunda þá tómstundavinnu að niðurníða S-Afríku. Það er viðar pottur brotinn en í S- Afríku, ég trúi því að allir stjórnmálamenn reyni aö gera gott af sér. við tökum viljann fvrir verkið. Raddir lesenda Bensol PEP eða Bensol PEPP: Blanda af Bensín PEP og Diesel PEP Gísli Jón Egilsson skrifar: „Ekki alls fyrir löngu tók ég eftir auglýsingu, að ég held í Morgunblaðinu, um nýtt efpi, sem nefnist Bensol PEPP og er bætiefni fyrir bæði bensín og dísilolíu. En núna um helgina tók ég eftir annarri auglýsingu, í Dag- blaðinu, og var þar einnig auglýst nýtt efni, en sem þar nefnist Bensol PEP (með einu „P“ í endinn). Ég kannast mjög vel við tvö efni, annað fyrir bensín og nefnist það Bensín PEP og hitt fyrir dísilolíu, en það nefnist Diesel PEP. Bæði þessi efni hef ég notað með mjög góðum árangri og hafa þau verið á markaðnum hér, að minnsta kosti öðru hvoru i nokkur undanfarin ár. Nú langar mig til að vita hvort um sama efnið sé að ræða, Bensol PEP og Bensol PEPP. Hér gæti verið um mis- ritun í auglýsingu að ræða. Eins langar mig að vita hvort þetta nýja efni, hvort sem það nú heitir Bensol PEP eða Bensol PEPP, ef um sama efnið er að ræða, sé nú orðið að einu efni, í staðinn fyrir hin tvö, sem ég nefndi áður“. DB spurðist fyrir um þessi efni hjá Einari Egilssyni, sem hefur umboð fyrir þau hér á landi, og kvað hann þetta nýja efni heita Bensol PEP. Er hér um að ræða blöndu af hinum tveimur efn- unum. Þetta efni bæði hreinsar og smyr vélina. Eykur það kraftinn og kemur í veg fyrir sótmyndun, svo þjöppunin verður í hámarki. Við notkun efnisins sparast bensínnotkun mjög, sérstaklega í innanbæjar- akstri, og hefur það verið allt upp í 15—16% sparnaður. Raddir lesenda Hringið í síma 83322 milli kl. 13 og 15 i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.