Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976. Hollandsprins játar og afsalar sér öllum völdum: „Opinn fyrír óheiðaríegum greiðum og tilboðum" sagði Joop Uyl forsœtisráðherra um Bernharð prins Hollands í rœðu sinni á þingi í gœr Stjórnmálaflokkar og al- menningur í Hollandi er furðu lostinn yfir þeim skuggalegu upplýsingum og gagnrýni, sem stjórn landsins hefur birt um Bernharð prins og þátttöku hans í Lockheed-hneykslinu. Jolp den Uyl forsætisráð- herra skýrði frá því á þing- fundi í gær — sem sjónvarpað og útvarpað var beint — að eiginmaður drottningar hefði skaðað hagsmuni ríkisins og sýnt sig vera „opinn fyrir óheiðarlegum greiðum og til- boðum“. Víturnar á prinsinn fylgja í kjölfar rannsóknar þriggja manna nefndar um ásakanir Lockheed-fyrirtækisins þess efnis, að háttsettur hollenzkur embættismaður hefði þegið miklar mútur frá fyrirtækinu til að greiða fyrir frekari sölu á flugvélum i Hollandi. 1 yfirlýsingu um ásakanirnar um að hann hefði þegið nærri tvö hundruð milljón íslenzkar krónur í mútur frá Loekheed viðurkenndi prinsinn í gær, að hann hefði brugðizt skyldu sinni sem prins og myndi i framhaldi af því afsala sér öllum opinberum stöðum og embættum. Hann neitaði því að hafa þegið umræddar mútur en féllst á gagnrýni stjórnarinnar og sagðist hér með segja af sér embætti yfirmanns alls herafla landsins — sem hann hefur verið i 30 ár — og sliti jafn- framt öllu sambandi sínu við herinn og hergagnaiðnaðinn. ,,Ég hef skrifað bréf sem ég hefði ekki átt að senda. Ég tek á mig fulla ábyrgð vegna þessa og viðurkenni þannig þá gagnrýni, sem kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar," sagði prinsinn í yfirlýsingu sinni. Hann kvaðst vonast til að geta á nýjan leik þjónað þjóðinni og endurheimt traust hennar. Joop den Uyl: Prinsinn er óheiðarlegur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Haag féllst Júlíana drottning á gagnrýnina, sem beindist að manni hennar vegna hlutdeildar hans í mál- inu og mikilla viðskiptasam- banda hans, enda ekki um aðra leið að ræða til að forðast stjórnlagakreppu, sem hefði að öðrum kosti krafizt tafar- lausrar afsagnar hennar. Beatrix krónprinsessa, sem er 38 ára, hafði áður gert ljóst, að hún væri ekki reiðubúin að taka við konungdæminu undir skugga hneykslisins. Þaðhefði þýtt að níu ára gamall sonur hennar, Willem-Alexander, hefði verið útnefndur kon- ungur og staðgengill hans skip- aður þar til hann næði aldri. Öldum saman hafa Hollendingar litið á konung- dæmið sem vöggu þjóðarein- ingar og tákn stöðugleika stjórnarfarsins. Talið er að fæstir landsmanna hefðu verið reiðubúnir að fallast á fyrir- komulag af þessu tagi. » Júlíana drottning og Bcrnharð prins komu þrisvar úr sumar- leyfi vegna mútumálsins. Hér sjást þau á tröppum hallar sinnar. Frakkland: Ráðherralisti Barres verður birtur í kvöld Einn Bandaríkjamannanna þriggja. sem voru handteknir nýlega fyrir að smygla heróíni í gegnum Sovétríkin. sagði fyrir rétti í gær að Kínverjar hefðu hótað sér lífláti ef hann yrði ekki að óskum þeirra og smyglaði heróíninu. Banda- rikjamaðurinn, Gerald Amster, gaf þessa óvæntu yfirlýsingu skiimmu áður en rétturinn heimilaði að sovézkur læknir kannaði skýrslur, sent banda- rískúr geðlæknir tók af Amster, er hann var í meðferð hjá honum. Réttarliiild yfir Amster- og félögum hans tveimur, Paul Brawler og Dennis Burn, hófust í Moskvu á þriðjudag- inn. Þeir voru handteknir á Sheremetyevoflugvelli í síðasta mánuði fyrir að hafa undir höndum 28 kíló af heróíni. Eitrið höfðu þeir falið í föískuni botnum í ferðatöskum S'iiiuni. Aður hefur komið fram í réttarhöldunum, að Banda- ríkjamennirnir hafi veitt heró- íninu viðtöku i Kuala Lumpur og hafi átt að smygla því í gegnum Sovétríkin og til Parísar. Ráðherralisti Raymonds Barre, nýkjörins forsætisráðherra Frakklands, verður að öllu for- fallalausu birtur í kvöld. Barre eyddi gærdeginum í að ræða við menn, sem líklegir eru taldir til að skipa ríkisstjórn hans, sem á að sitja við völd til ársins 1978. I París er helzta breytingin frá fyrri skipan ríkisstjórnar talin vera sú, að Mið-Gaullistanum Oliver Guichard verði bætt inn í stjórnina. Það er gert til að þóknast reiðum Gaullistum sem töldu sig órétti beitta, er Jacques Chirac var vísað úr embætti for- sætisráðherra. Talið er að Oliver Guichart verði skipaður utanríkisráðherra. Hann mun þá ásamt Michel Poniatowski innanríkisráðherra og Jean Lecanuet dómsmálaráð- herra verða helzti ráðgjafi Ray- monds Barre, sem er hagfræðing- ur að mennt. Franskir fréttamenn telja að tvær aðrar veigamiklar breyt- ingar verði gerðar á ríkisstjórn- inni, það er að utanríkisráðherr- ann Jean Sauvagnargues og Jean- Pierre Fourcade fjármálaráð- herra verið látnir hætta. Liklegur eftirmaður Sauvagnargues 1 er Jean-Francois Deniau sendiherra Frakka á Spáni og fyrrum hátt- settur embættismaður Efnahags- bandalagsins. Einn af mörgum líklegum eftirmönnum Fourcades er Bernard Clappier forseti Frakklandsbanka. I embættistíð Fourcades hefur franski frankinn fallið um 10% gagnvart dollar og verið tekinn út úr sameiginlegu fljótandi kerfi evrópskra gjaldmiðla. Fari svo að Clappier verði skipaður fiármála- ráðherra bíður hans það verkefni að framfylgja efnahagsráðstöfun- um Frakka til að draga úr vax- andi verðbólgu. Fourcade kom því hins vegar aldrei t verk að framfylgja þeim ráðstöfunum. Umkringdir öryggisvörðum sitja Bandaríkjamennirnir þrir i réttarsalnum i Moskvu. Frá vinstri eru Dennis Burn, Paul Brawer og Gerald Amster, sem stendur. ff Kínverjar hótuðu að drepa okkur" — segir einn sakborninga í heróínmáli í Moskvu Vitnaleiðslur gœtu leitt til sakfellingar FBI-manna Vitnaleiðslur hófust í Washington i gær í máli, sem gæti leitt til sakfellingar og ákæru á hendur yfirmönnum og óbreyttum starfsmönnum bandarísku alríkislögreglunnar FBl. Vitnaleiðslurnar eru leyni- ■ legar. Talið er að þær fjalli aðeins um innbrot, sem starfs- menn FBI eru sagðir hafa framið, án þess að hafa húsleit- arheimildir eða réttarheimildir til að safna upplýsingum um samtök vinstrimanna. Clarence Kelley, yfirmaður FBI, viðurkenndi nýlega að undirmenn hans hefðu logið þegar þeir sögðu honum að innbrotum til að stela upp- lýsingum hefði verið hætt 1966. W. Mark Felt, sem var næstæðsti maður FBl þar til hann lét af störfum fyrir þrem- ur árum, hefur skýrt frá því i blaðaviðtölum að FBI hafi hafið leynileg innbrot á nýjan leik samkvæmd heimild L. Patricks Gray, sem var settur yfirmaður FBI eftir að for- stjórinn J. Edgar Hoover lézt 1972. Gray fór frá alríkis- lögreglunni meó skömrn 1973, eftir að ljóst varð að hann hafði brennt sönnunargögn i Water- gatemálinu. Talið er að hann verði kvaddur fyrir réttinn. Felt er talinn vera í hópi fyrstu vitnanna, sem kvödd eru fvrir alrikisdómstólinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.