Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976.. Dagur í lífi Gœzlunnar — að þorskastríði loknu Hver er Bert Lindström? Bert Lindström, bankastjóri norræna fjárfestingarbankans, sem nú gistir Island, tók við stöðunni 1. ágúst. Hann er Svíi, fæddur árið 1922. Lindström hafði áður verið aðstoðarfor- stjóri stofnunar Sameinuðu þjóöanna í New York, sem fjall- aði um þróunarmál. Hann kveðst líta á starf sitt við bank- ann sem framhald af starfinu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hann hafði áður fyrr verið í stjórnum margra sænskra iðn- fyrirtækja og fjármálastofn- ana, meðal annars sænska fjár- festingarbankans. Einnig hafði liann verið framkvæmdastjóri sænsku blaðanna Dagens Nvheter og Expressen. —HH ,,Það er enginn sem siglir á okkur núna og það er róandi tilhugsun," sagði varðskipsmaður einn, aðspurður. Hvað hefur Gæzlan nú fyrir stafn'i þegar þorskastríðinu er lokið? Heldur hijótt er nú um hana, hin daglegu störf vekja ekki sama áhuga og stríðsfréttirn- ar. Varðskipunum okkar er ætlað meira en að verja landhelgina. Þeim er ætlað að sinna flutningum til þeirra staða sem ekki er auðveldur aðgangur að á landi t.d. við endurnýjun gas- birgða vita og matarbirgða vita- varða á afskekktum stöðum, einnig er þeim ætlað að aðstoða skip sem eigá í einhverjum vand- ræðum. Nú hefur hún meiri tima til að sinna þessu hlutverki sínu. -KL. Einn daginn barst Óðni beiðni um aðstoð frá skuttogaranum Bjarna Ásmundar ÞH-320. Hann hafði fengið gilsvír í skrúfuna. Það var ákveðið að kafa og reyna að ná vírnum úr skrúfunni. Skipverjar sjást hér búa sig undir að leggja upp i siglinguna milli skipanna. Þá var siglt að Ingólfshöfða þar sem þyrlan TF GRÓ kom um borð. Við höfðum verið beðnir að fara inn í Loðmundarfjörð tii að ná þar í ævafornt kirkjuorgel sem flytja átti til Seyðisfjarðar. Orgelið átti að fara á byggðasafnið þar. Þegar við komum inn í Loðmundarfjöð í þessum tilgangi kom beiðni um að fara í leitarflug inn á háiendið. Sænski fiugmálastjórinn, sem var þar á ferð, hafði ekki komið fram á réttum tíma. Þyrlan var þvi send til að grennslast fyrir um hann. Flugmálastjórinn kom fram án hjáipar eins eða neins, hann hafði tafizt eitthvað. Síðan var farið í að flytja orgelið. Þetta minnir á ránfugi með bráð sína. TF GRÓ gerir þarna hlutverkil sínu góð skil. Þegar orgelið var komið um borð í Óðin voru hljómgæði gripsins könnuð. Einn hásetinn spilaði „Allt í grænum sjó“ með miklum ágætum. Varðskipsmenn nálgast Bjarna Ásmundar. Þeir fá hið blíðasta veður til viðgerðanna. Þegar til kom reyndist ekki unnt að ná vírnum úr skrúfunni, hann var svo fast undinn um skrúfuöxul- inn. Togarinn var dreginn til Akureyrar þar sem hann var tekinn í slipp. Að loknu vel heppnuðu verki fær þyrlan sína hvíld og hér er verið að ýta henni inn í þyrluskýlið. Rœðis- maður varar við veskja- þjófum Ræðismaður tslands í Genova á Ítalíu sýnir okkur talsverða umhyggju. Nýlega sendi hann sendi- ráði okkar í Kaupmanna- höfn bréf. Þar var hann meðal annars að vekja athygli sendiráðsins á sífellt fleiri veskjaþjófnuð- um og stuldum af ferða- mönnum. Ræðismaðurinn bendir á að það sé mjög algengt að þjófarnir sitji fyrir ferða- mönnum, sérstaklega kon- um, hrifsi af þeim hand- töskur og hverfi síðan í fjöldann þeir fari oft inn í hliðargötur, sem þeir þekki eins og lófann á sér, og eiga því mjög auðvelda undankomuleið. Stundum kemur fyrir að konur séu slegnar niður og særðar af þessum þjófum. Konsúllinn álítur að ferðamenn ættu að vita um þessa miður góðu þróun á Ítalíu og vera sérstaklega áminntir um að passa veski sín og skilja farangur sinn ekki eftir á glámbekk. —KL Kynning á íslenzkum iðnaði — árs áœtlun „Iðnkynning mun standa yfir í heilt ár en hún hefst 3. september næstkomandi“, sagði Pétur Svein- bjarnarson sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hennar. Það er Félag íslenzkra iðnrek- anda sem stendur að Iðnkynn- ingu. „Ætlunin er að reyna að kynna sem flestar iðngreinar á þessu ári. í þeim tilgangi munu verða efnt til Dags iðnaðarins. Honum er ætlað að þjóna þeim tilgangi að kynna iðnfyrirtæki og iðnað á þeim stöðum þar sem dagurinn er haldinn. Ætlunin er að fara til Akureyrar í byrjun október og síðan til Egilsstaða, Borgarness og Kópavogs. Eftir áramót verður farið á fíeiri staði. Iðnfyrirtæki verða kynnt, efnt verður til funda með starfsfólki og iðnrekendum á viðkomandi stöðum og rætt sérstaklega um iðnað þar. Verið er að .setja upp farandsýningu af þessu tilefni og jafnvel verður efnt til lítillar sýn- ingar á iðnaðarvörum sem fram- leiddar eru á stöðunum. Skóla- nemendum verður boðið á sýning- arnar. —KL f*........ NATO-f/flugslysið" í gœr: ALLIR TOKU Slösuðum farþega komið fyrir á sjúkrabörum. Lagt á brattann með einn sjúklinginn, aðilar úr mörgum áttum lögðu hönd á plóginn. Foringjar vmissa aðila samankomnir á vettvangi. (DB-mvndir: EMM). ..— .......... ............. (jiræni risinn Varnarliösins lendir við Kleifarvatn og menn koma út úr vélinni á haróahlaupum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.