Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976,- frjálst, úháð dagblað l.'iiiffamli Dai’blaóiA hf. Framkvæimlastjóri: Sveinn H. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birjiir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. lþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Ásyrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. As«eir Tómasson. Berjilind A.sgeii'sdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V Ingölfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir- Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson CIjalclkeri: Práinn Þorleifsson. Dreifingarstj<^ri: MárE.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 3U kr. eintakið. Ritstjórn Siðumúla 12. simi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf.. Slðumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Allt eða ekkert? Fróólegt væri að vita, hvort mjólkursöluhnúturinn í Reykja- vík er orðinn til fyrir klaufaskap málsaðila eða bragðvísi þeirra, sem aldrei vildu, að Mjólkursam- salan sleppti neinum hluta smá- sölu sinnar í hendur kaupmanna. Lokun mjólkurbúðanna er alténd alls ekki það mark, sem stefnt var að í upphafi, þegar Ellert B. Schram alþingismaður og fleiri hófu baráttu fyrir afnámi einokunar Mjólkursamsöl- unnar á smásölu mjólkur. Þá var aðeins farið fram á, að þeir kaupmenn, sem vildu og gátu, mættu selja mjólk. Þess var aldrei krafizt að Mjólkursamsalan lokaði búðum sínum. Margir kaupmenn hafa áhuga á að fá að selja mjólk og mjólkurvörur, ekki vegna álagningar- innar, heldur vegna aðdráttaraflsins á neytend- ur. Mjólk er ein þeirra vara, sem menn þurfa oftast að kaupa. Þegar menn kaupa mjólk, er oft hentugt að kaupa aðrar vörur í leiðinni. Aðrir kaupmenn hafa engan áhuga á að selja mjólk, þar sem þeir telja sig hvorki hafa pláss né peninga til að búa verzlanir sínar á þann hátt, að þær standist kröfur um meðferð mjólkur. Margir neytendur hafa áhuga á að geta fengið mjólk í kjörbúðinni. Þeim finnst hvim- leitt og tímafrekt að þurfa að gera sér ómak í mjólkurbúð eins og aðrar sérverzlanir, svo sem bakarí, fiskbúð og kjötbúð. Þeir vilja fá allar sínar heimilisvörur á einum og sama stað og jafnvel fá þær heimsendar. Aðrir neytendur vilja heldur verzla í sér- verzlunum og hjá „kaupmanninum á horninu“, þar sem þeim finnst of mikill spretthlaups- bragur ríkja í hinum tiltölulega ópersónulegu, stóru kjörbúðum. Sjónarmið þessara neytenda, smákaupmann- anna og hagsmunir starfsstúlknanna, sem missa atvinnu sína, þegar mjólkurbúóunum verður lokað, hafa sameinazt í víðtækri undir- skriftasöfnun gegn lokun mjólkurbúða. Bæði sjónarmiðin, með mjólkurbúðum og meó mjólkursölu í matvöruverzlunum, eru góó og gild. Mjólk á að vera til sölu á báðum þessum stöðum. Engin ástæða er til að fara úr öðrum öfgunum yfir í hinar. Stefna Mjólkursamsölunnar virðist vera: Allt eða ekkert. Ef til vill telur hún, að mjólkurbúðareksturinn verði erfióari, þegar öðrum mjólkursölustöðum fjölgar. En hún virðist ekki hafa athugað neitt þann möguleika, að starfsstúlkurnar vildu ef til vill sjálfar reka mjólkurbúðirnar fyrir eigin reikning, fremur en að missa gamalgróna atvinnu sína. Slæmur hnútur er nú kominn á málið, er þúsundir manna vilja viðhalda mjólkurbúð- unum. Löggjafinn og málsaðilar hljótaað verða aó taka tillit til þessa sjónarmiðs, án þess þó aó hverfa frá þeirri stefnu, að mjólk megi vera til sölu í öllum þeim matvöruverzlunum, þar sem naifðsýiíleg aóstaða éF.' Skammur tími er til stefnu. Samt ætti aó vera unnt að leysa málið fyrir áramót, ef menn hafa góðan vilja. Kaupmannahaf nar bíða sðmu ðrlðg og Feneyja HÚN SEKKUR Sjóndeildarhringurinn í Kaupmannahöfn með turnspír- um og síkin sem mynda þétt net í gegnum borgina, minna óneitanlega á aðra fræga borg í Evrópu, sem eins og Amster- dam og Bruges í Belgíu, er eins i sveit sett, — Feneyjar, — enda hefur Kaupmannahöfn oft verið nefnd „Feneyjar norðursins". Og byggingarverkfræðingar segja, að þessi samlíking sé í samræmi við raunveruleikann: Gamla Kaupmannahöfn er einnig að sökkva. Allar gömlu byggingarnar í borginni, sem staðið hafa af sér stríð, elds- voða og aðra eyðileggingu, síga nú hægt niður í forina undir borginni, er trjáviðarundir- stöðurnar rotna og eyðast. Nýjar undirstöður hafa verið settar undir Konunglega leik- húsið, sem m.a. hýsir hinn fræga danska ballett, en skammt þar frá er Amalien- borg, heimili konungs- fjölskyldunnar. Skipta þarf alveg um undirstöðurnar, ef höllin á ekki að verða þéttriðnu sprunguneti að bráð um leið og undirstöðurnar eyðileggjast. Á listanum yfir þær byggingar, sem í hættu eru, má sjá flestar af frægustu og elztu byggingum borgarinnar, sem eru í miðhluta hennar. Kostnaðurinn við að skipta um undirstöður þeirra skiptir hundruðum þúsundum milljóna, að sögn Leifs Ege- skjold byggingarverkfræðings, sem stjórnar björgunaraðgerð- um. Vandamál Kaupmannahafn- ar varð fyrst ljóst sér- fræðingum eftir heims- styrjöldina síðari. Síðan hefur verið breytt um byggingar- aðferðir og nú er þess krafizt, að grafnir séu mun dýpri grunnar fyrir hús í miðborg- inni en áður var gert. Þetta leiddi hins vegar til þess, að vatnsborðið í síkjunum og jarð- veginum lækkaði og um leið þornuðu tréundirstöður undir eldri byggingum. Þá hefur vandamálið margfaldazt eftir að leyfðar voru byggingar kjallara og bíla- geymslna undir stórhýsum i borginni til þess að nýta hvern rúmmetra af landi. Þá hafa skolpræsi verið grafin mun dýpra ofan í jörðina, en það hefur aftur haft í för með sér lækkun yfirborósins í síkjunum. Nýtízku malbikaðar götur, sem nú hafa komið í stað stein- lagðra gatna, valda því, að vatn getur ekki sigið undir yfirborðið heldur fer beint í skolpræsakerfið. Og allt verður þetta til þess, að undirstöðurnar þorna og um leið fúna þær. Egeskjold segir: „Vanda- málið er ekki eins aðkallandi og í Feneyjum og í Amsterdam, þar sem byggingar hafa I raun og veru hrunið. En aðgerða er þörf, — kostnaðarsamra aðgerða, — ef bjarga á hinni gömlu, góðu Kaupmannahöfn frá sömu öriögum". Mikið er af sikjum í Kaupmannahöfn. Mvndin er úr Tívolígarðinum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.