Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.08.1976, Qupperneq 12

Dagblaðið - 27.08.1976, Qupperneq 12
Um 60 milljónir varið i Laugardai Ársþing ÍBR var haldið um síðustu helgi i húsi Slysavarna- félags íslands. Formaður ÍBR, Úlfar Þórðarson, var einróma endurkjörinn. Á þinginu kom fram að mikið var qnnið við hina ýmsu íþróttavelli Reykjavíkurborgar á siðasta ári. Þar ber fyrstan að telja íþróttavöll- inn í Laugardal. Miklar endurbætur voru unnar á leikvanginum en á undanförnum árum haföi hann fariö mjög illa vegna slæmrar tíðar, fjölda leikja og eins hve völlurinn sjálfur er slæmur. Fyrsti leikurinn fór síðan fram á hinum endurbætta veili þann 28. júní og áttust þá við Valur og Víkingur. Þegar eru hafnar ýmsar aðrar framkvæmdir, til að mynda er byrjað að mála leikvanginn. Nýr grasvöllur var einnig tekinn í notkun og hefur fjöldi leikja farið fram á honum í sumar. Á árunum 1974 og ’75 hefur verið varið um 60 milljónum til framkvæmda í Laugardal. Á síðastliðnu ári var tekinn í notkun malarvöllur í Fellahverfi í Breiðholti — svokallaður Fellavöll- ur. Unnið var að framkvæmdum við Valsvöllinn og lagði borgin þar fram 5 milljónir. Borgin lagði fram tæpar 7 milljónir til framkvæmda við hinn nýja grasvöll Víkings. Til framkvæmda við KR-völlinn hefur borgin lagt fram 13 milljónir. Á þinginu sæmdi formaður ÍBR Gunnar Eggertsson formann Ármanns gullstjörnu bandalagsins fyrir langt og giftudrjúgt starf að íþróttamálum Reykjavíkur. Unglingakeppni FRÍ á Selfossi Unglingakeppni FRÍ fór fram á Selfossi um siðustu helgi og var cins og að líkum lætur hart barizt. Stigahæstu einstaklingar voru: Stúlkur: stig Ingibjörg ívarsdóttir, HSK 20 Sigríður Kjartansdóttir, KA 12 María Guðnadóttir, HSH 12 Sveinar: stig Vésteinn Hafsteinsson, HSK 26 Guðmundur Nikulásson, HSK 12 Óskar Reykdalsson, HSK 12 Drengir: stig Ásgeir Þ. Eiríksson, ÍR 20 Guðmundur Guðmundsson, FH 13 Jakob Sigurólason, HSÞ 13 Sigríður Kjartansdóttir sigraði bæði í 100 metra hlaupi og eins 200 metra með yfirburðum. Hún vann einnig 400 metrana. 100 metra grindahlaup vann Ingibjörg Ívars- dóttir, HSK á 17.1 en þar var hún sjónarmun á undan Rögnu Erlings- dóttur HSÞ, sem einnig hlaut timann 17.1. Þriðja varð Laufey Skúladóttir á 17.2 og Þórdís Gísla- dóttir fékk einnig tímann 7.2. Hann lézt við kirtlatöku Geraldo Cleophas — þekktur brazilískur knattspyrnumaóur — lézt í Rio de Janeiro í gær þegar verið var að taka úr honum kirtl- ana en mitt í aðgeröinni fékk Geraldo, sem aðeins var 22 ára, hjartaáfall og lézt skömmu síðar. Geraldu Cleophas var meðal þekktustu knattspyrnumanna Brazilíu og voru miklar vonir bundnar við hann en hann lék með Flamengo — einu af stór- liðum Rio de Janeiro. Flamengo hefur ávallt verið meðal sterk- ustu knattspyrnuliða Braziliu og S-Ameríku. Cleophas er annar knatt- spyrnumaðurinn i Brazilíu sem deyr á skömmum tima. Einn þekktasti leikmaður i knatt- spyrnu Brazilíu. Roberto Batata. hinn 26 ára gamli leikmaður Cruzeiro, lézt fyrir skömmu í bil- slysi. Cruzeiro er meðal stórliða Braziiíu. Sþróttir DAGBLAÐIÐ. FÖSTljDAGUR 27. ÁGÚST 1976. íþróttir Sannfœrandi sigur Bfíkanna gegn KR — Nú var enginn heppnisstimpill yfir Blikunum þegar þeir sigruðu KR 3-1 Breiðablik er komið í undanúr- slit bikarkcppninnar í knatt- spyrnu. Sannarlega gott sumar hjá hinu unga knattsp.vrnuliði þeirra Kópavogsbúa, sem safnað hefur 18 stigum í deiidinni og er nú meðal þriggja liða, sem eftir eru í bikarnum. Sigurinn gcgn KR á Laugardalsvelli i gær var sannfærandi, þar fór betra liðið með sigur af hólmi. Þó er það svo að Blikarnir máttu heita heppnir að KR skoraði ekki meira í seinni liálf- leik. Blikarnir drógu lið sitt aftur, þegar staðan var orðin 3-0 þeim í vil og hugðust verja hinn dýr- mæta markafeng sinn. Það tókst að mestu. Þó fengu KR-ingar nokkur tækifæri, sem fengu hárin til að rísa á áhangendum þeirra. Þó fór það svo að aðeins það tækifæranna, sem sízt var til Það hefur komið á daginn að þrír verðlaunahafar frá Olympiu- leikunum í Montreal hafa notað hormónalyf sem eru bönnuð af Álþjóða olympíunefndinni. Allir verðlaunahafarnir voru lyftingamenn en auk þeirra höfðu einnig Bandaríkjamaður og Svíi notað lyfin. Þeir sem notað höfðu lyf voru gullhafinn i þungavigt, Búlgarinn Valentin Khristov, guilhafinn í léttvigt, Pólverjinn Zbigniew Kac- zmarek og silfurhafinn í létt- þungavigt Búlgarinn Blagoi Blagojev. Einnig höfðu tveir aðrir notað hormónalyf en þeir hlutu ekki verðiaun. Þeir eru Arne Norbak frá Svíþjóð og Mark Cameron frá Bandaríkjunum. Nær víst er að Alþjóða olympíu- nefndin mun krefjast þess að þre- menningarnir skili aftur verð- þess fallið að gefa mark, lenti í netmöskvunum. Breiðablik sótti grimmt allan fyrri hálfleikinn og mark lá svo að segja í loftinu. Og það kom eftir laglegan samleik Blikanna, knötturinn gekk yfir til vinstri og þar var Gísli Sigurðsson útherji ekki seinn á sér og skaut föstu skoti með jörðu í hornið nær. Magnús Guðmundsson í marki KR var höndum seinni og varð að horfa á eftir knettinum þar sem hann fló yfir marklínuna. í seinni hálfleik virtust KR- ingar mæta til leiks gráir fyrir járnum. Eitt mark er ekki neitt til að hafa of miklar áhyggjur af þegar 45 mínútur eru eftir. Þeir virtust ætla að nota sér gjólu í bakið til að þjarma að Kópavogs- mönnum. En dæmið snerist við. Blikarnir sóttu á 10. mín. og komu unp launapeningum og einnig að þeir verði settir í keppnisbann um lengri eða skemmri tíma. Eins er nokkuð víst að bæði Búlgaría og Pólland munu mótmæla niðurstöðum þessara rannsókna, sem framkvæmdar voru í London. Hormónalyf hafa á undan- förnum árum verið mikið notuð af ýmsum íþróttamönnum, sér- staklega þó lyftingamönnum og kösturum. Hórmónalyfin auka mjög vöðva viðkomandi, en hafa slæm áhrif þegar frá liður. Senni- lega er Ricky Brunch frá Sviþjóð þekktastur þeirra er notað hafa hormónalyf en hann hefur lýst því yfir að enginn ætti að nota slíkt, það komi niður á hinum sama þó síðar verði. íþróttamenn geta náð góðum vinstra megin. Áður en varði var Hinrik á fríum sjó með sundur- tætta KR-vörnina að baki og skoraði 2-0. Og nú líða'rúmar 5 mínútur. Og enn er KR-vörnin tætt í sundur. Falleg stunga frá Heiðari tl Hinriks er allt sem til þarf, staðan er 3-0. Þetta nægði að sjálfsögðu, það gaf auga leið. Hitt er annað mál, að Blikarnir hefðu átt að halda áfram að sækja, enda er sóknin bezta vörnin. En þeir leyfðu KR og austankaldanum að sækja og koma sér í margfaldan bobba. Oft bjargaði Ólafur Hákonarson, markvörður Breiðabliks, skemmtilega, — utan einu sinni. Það var á 27. mínútu seinni hálfleiks að Sigurður Indriðason, bezti maður KR-liðsins, reyndi markskot af allt að 20—25 metra færi. Boltinn lenti á miðju mark- inu og Ólafur virtist eiga auðvelt með að verja, — en þá var það að boltinn boraði sig gegnum klof hans og í mark. Breiðabliksliðið bar af KR í öllum leik sínum. í liðinu eru margir einstaklingar, flestallir mjög ungir að árum. En hvílíkt lið mætti ekki skapa með slíkum ein- staklingum. KR virðist i hálf- gerðum öldudal, og mér virtist að leikmenn liðsins væru þar að auki ekki í allt of góðu skapi, sínöldr- andi við allt og alla. Dómari var Guðjón Finnboga- son frá Akranesi, en línuverðir Grétar Norðfjörð og Þorvarður Björnsson. Því miður get ég ekki sagt að ég hafi hrifizt af dómum Guðjóns eins og þegar hann var að sýna áhorfendum listir sínar sem knattspyrnumaður forðum. Vægast sagt dæmdi hann illa. Til dæmis fannst mér Sigurður Indriðason hafður fyrir rangri sök, þegar dómarinn sýndi honum gula viðvörunarspjaldið. Þessi leikur KR og Breiðabliks var annar leikur aðilanna í bikar- keppninni. Fyrri leiknum lauk 1-1 i Kópavogi og skoruðu KR-ingar þá bæði mörkin. Næstu mótherjar Breiðabliks eru sjálfir íslands- meistararnir, Valur. árangri um ákveðinn tíma noti þeir þessi lyf en lenda fyrr eða síðar í sjálfhéldu því ómögulega geta þeir bætt meiru við sig. Þá verður lyfjagjöfin þeim fjötur um fót. Ýmsir hafa ásakað austan- tjaldslöndin um að nota þetta meira en aðrir, sérstaklega kven- keppendur þeirra. I viðtali við dagblasð hér á landi sagði íslenzka frjálsíþróttakonan Lilja Guðmundsdóttir að lítið væri gaman að æfa með keppendum austantjaldsþjóðanna, því þær væru dimmraddaðar og þeim yxi skegg. Þær ætu hormónalyf rétt eins og aðrir mat. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og þegar svo er komið þá þjóna íþróttir ekki þeim tilgangi sínum. sem auðvitað er að rækta heilbrigða sál i hraustum líkama. Ein af meginorsökum velgengni I;' Þarna á Pétur í höggi við Ómar Kai — sigruð Skagamenn hafa tryggt sér rétt í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ þriðja árið í röð. í gærkvöld sigraði Akranes lið FH 3:2 í Kaplakrika í Hafnarfirði. Sigur Skagamanna var sanngjarn — liðið var gæðaflokki betra en FH, sem í sumar hefur alls ekki náð fram því sem í liðinu býr. Já, Skagamenn eru í úrslitum Bikarkeppni KSt þriðja árið í röð. Fyrst töpuðu þeir fyrir Val 4-1 árið 1974, en ' urðu íslands- meistarar sama ár. Arið 1975 — eða í fyrrasumar — léku Skagamenn til úrslita við Keflavík og enn töpuðu Skaga- menn 0-1. Tekst þeim að knýja fram sigur í þriðju tilraun? Þeir hefðu getuna til þess, svo mikið er víst. Þó Skagamenn séu nú í úr- slitum þriðja árið í röð þá höfðu þeir þar á undan tapað fimm úr- slitaleikjum. Ótrúlegt eins og Skagamenn haf? átt á að skipa góðu liði í gegn um árin — en aldrei unnið Bikarinn. Það hefur hins vegar ekki verið fyrr en fj.ögur siðustu árin að Bikarkeppnin hefur skipað þann sess sem henni vissulega ber — hápunktur keppnistímabilsins. En snúum okkur að leiknum. Skagamenn náðu undirtökunum þegar frá byrjun mest vegna mjög knrt inum efst t— Magnús Guðmundsson, markvörður KR, liggur eftir — Gísli Sigurðs- son hefur skorað fram hjá honum. DB-mynd Bjarnleifur. • JBP Verða þrir lyftingamenn sviptir verðlaunum sínum vegna neyzlu hormónalyfja? Þrír verðlaunahafar hafa neytt hormónalyfja samkvœmt niðurstöðum lœkna í London

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.