Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 197<5. N NY STUÐMANNAPLATA KYNNT — Tívolí skal hún heita Stuðmenn kynntu nýju plötuna sína, Tívolí, fyrir blaðamönnum og Myndina af Stuðmönnum tók Árni Páll á fundinum. Með hljómsveit- fleiri gestum í hófi á miðvikudagskvöldið. Útgefandi plötunnar er inni eru á myndinni blaðamenn og gestir hófsins. Stuðmönnum fannst Steinar hf. það sanngjarnt að blaðamenn fengju einu sinni mynd af sér í blöðin og Að loknum ræðuhöldum Stuðmanns var platan leikin. Um hana er gerðu það að skilyrði f.vrir myndatöku að allir gestir hófsins yrðu fátl að segja eftir að hafa heyrt hana aðeins tvisvar, en í fljótu bragði festir á filmu. virðist hún Spilverkslegri en fyrri plata hijómsveitarinnar, Sumar á — ÁT/ DB-mynd Arni Páli. Sýrlandi. Trommuleikari Cabarets hœttulega slasaður — Ari Jónsson kemur í hans stað til bráðabirgða Trommuleikari hljómsveitar- innar Cabarets, Ingólfur Sigurðsson, varð fyrir því hörmulega slysi aðfaranótt síðasta sunnudags að lenda fyrir bifreið fyrir utan húsið heima hjá sér. Hann slasaðist lífshættulega og hefur legið á gjörgæzludeild síðan og verður þar væntanlega út vikuna. Ingólfur er þó úr allri lífshættu núna en verður sennilega frá vinnu sinni í langan tíma. Þetta slys er mjög bagalegt f.vrir Cabaret. Til stóð að hefja plötuupptöku á næstunni, en sú áætlun verður aö bíða. Þá standa fyrir d.vrum tónleikar í Laugardalshöll þar sem Cabar- et átti einmitt að skemmta. Hljómsveitin kemur þó fram með varamanni, Ara Jónssyni, sem er lesendum eflaust að góðu kunnur sem trommu- ieikari og söngvari. Hljómsveitin æfir nú af full- um krafti með Ara og vonast meðlimir hennar til þess að allt verði orðið klappað og klárt fyrir næsta miðvikudag. — Ari Jónsson hefur ekkert leikið opinberlega síðan í vor er liljómsveitin Sheriff lagði upp laupana. Hann er þó gamal- reyndur í poppinu og vanur að gripa inn í lítt undirbúinn svo að lítil hætta er á að áheyrend- ur í Laugardalshöllinni þurfi að verða óánægðir með leik hans og Cabarets. — ÁT — INGÓLFUR SIGÚRÐSSON ARI JÓNSSON LÓNLÍ BLÚ BOIS AÐ VERÐA TILBÚNIR Þá er tæp vika þangað til merkishljómsveitin Lónll Blú Bois kemur fram á dansleikjum á Norðurlandi. í tilefni af því buðu þeir félagar blaðamönn- um á fund í vikunni til að kynna dagskrána. Dansleikir verða á eftirtöldum stöðum: 2. sept. Sjálfstæðishúsið Akureyri. 3. sept. Félagsheimilið Húsa- vík. 4. sept. Miðgarður i Skagafirði. 5. sept. Dalabúð, Búðardal. 7. sept. Tönabær. 9. sept. Sigtún. 10. sept. Stapi Keflavik. 11. sept. Aratunga. Þá verður einnig dansleikur 12. september en ekki var enn búið að ákveða honum stað er fundurinn var haldinn. Lónlí Blú Bois verða með fritt föruneyti með sér um landið. Alls verða um 20 manns f hóp þeirra. Auk hljómsveitar- innar, sem í eru sex manns, þar á meðal Þórir Baldursson, skemmta Halli, Laddi og Gísli Rúnar. Tæknimenn verða fjór- ir, Tómas Tómasson, bassa- leikari Stuðmanna, verður einnjg með í förinni að ógleymdum Baldvini Jónssyni sem sér um að allt gangi fyrir sig eins og það á að vera. Meðal annarra ferðalanga verður Ómar Valdimarsson blaðamaður Dagblaðsins. Hann mun sjá lesendum blaðsins fyrir sem nákvæmastri frásögn af þessum merkasta viðburði ársins i íslenzku popptónlist- inni. — Lónli Blú Bois á ferð. — ÁT — „Rock Festival 76": Siónvarpið tekur upp — Tony Cook annast hljóðstjórn Samningaviðræður standa nú yfir milli sjónvarpsins og Óttars Haukssonar um að rokk- hátíðin í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn verði tekin upp til sýningar í sjónvarpinu. Ef samningar nást, sem Óttar taldi líklegt þegar poppsíðan hafði tal af honum í vikunni, verða allir hljómleikarnir festir á myndband og síðan unnið úr i einn þátt — eða jafnvel fleiri. Þá hefur brezki hljóðupp- tökumaðurinn Tony Cook tekið að sér að annast hljóðstjórn á þessum tónleikum og jafnframt að hljóðrita þá. „Við notum þá upptöku kannski til að gefa út á plötu og/eða til gerðar útvarps- þáttar," sagði Óttar popp- siðunni. ,,Eg er hress með aðfá' Tony í þetta, það tryggir almennilegan hljóm- burð.“ Miðasala á rokkhátíðina hefur gengið vel að sögn Óttars og er útlitið nokkuð bjart. — ÓV. Tony Cook: hljóðstjórn og upp- taka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.