Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 24
Verðið byggl á röngum forsendum Sjómenn í Stykkishólmi álíta aö Verðlagsnefnd sjávarút- vegsins hafi setzt niður og samið um nýtt verð á skelfiski á alröngum forsendum, — 1.50 dollara fyrir kg til Bandaríkj- anna í stað 1.80—2.00 dollara. Þetta kemur fram í bréfi sem sjómenn vestra hafa sent Sjó- mannasambandinu, LlÚ og fulltrúa Þjóðhagsstofnunar. I Stykkishólmi hafa 160—170 manns atvinnu af skelinni, eða allt að þriðjungur vinnufærs fólks. Nú telja sjómenn úti- lokað að stunda veiðarnar áfram. „Launin okkar hafa verið lækkuð um 25.17%,“ segja þeir. I bréfinu sem fyrr greinirsegir: „Sjómenn benda á að þetta er ein mesta launa- lækkun sem framkvæmd hefur verið á tslandi fyrr og síðar, og forsendur fyrir skelveiðum sem atvinnu eru brostnar með þess- ari síðustu ákvörðun." 1 bréfinu kemur fram að á 7 manna báti hafi hásetahlutur miðað við 35 krónur verið 147.200 krónur miðað við 80 tonna mánaðarafla, en 163.280 á báti með 6 mönnum. Eftir að verðið lækkar í 26 krónur á kíló verða sambæri- legar tölur 109.360 og 121.360. Benda þeir á að með haustinu fækki róðrum í að meðaltali 4 á viku og hlutatölurnar verði 87.488 á bátum með sjö manna áhöfn og 97.088 á bát sem hefur 6 skipverja. Telja sjómennirnir sig hafa órækar sannanir fyrir því að miðað hafi verið við of lágt markaðsverð i Bandaríkjunum, þegar samið var, fulltrúarnir hafi haft rangar tölur einhvers staðar frá til að miða við. Sjómenn neituðu að róa sl. þriðjudag, eða strax og kunn- gert var um nýja verðið á skel- — segja skelveíði- menn í Stykkis- hólmi, og telja kauplœkkunina 25,17% inni. Hafa þeir lýst yfir megnri gremju sinni yfir því að ofan á allt saman hefur verðið v.erið látið gilda afturfyrirsig, eða til 12. ágúst. Þá benda sjómennirnir á í bréfi sínu að kvóti hafi verið lækkaður úr 5 tonnum í 4 til 4,5 tonn á bát á dag vegna örðug- leika á vinnslu í landi. Einnig hefur orðið að binda stærð skeljarinnar við 7 sentimetra og stærri, en í verðlagsgrund- vellinum er reiknað með 6 sentimetra hörpudiski. Hefur kaupandinn sett það sem skil- yrði að skelin nái þeirri stærð. — JBP — Það kom reyndar smá þurrviðriskafli í Reykjavík um miðjan dag í gær. Þá notuðu þessar tvær konur tækifærið og tylltu sér niður við gamla vatnstankinn skammt frá Sjómannaskólanum. Grasið var nú samt hálfvott við rótina, svo að varla hafa konurnar setið þarna lengi. —DB-mynd: Arni Páll. Rignir greinilega ekki jaf nt — Sól og blíða fyrir austan ' t'M. r. og norðan — rigning a ranglata og rettlata annors stoðor Reykvíkingar og nágrannar þeirra vöknuðu í morgun við sunnan hvassviðri og rigningu. Reyndar var regnið ekkert ný- næmi, en þegar við bættist hvassviðri var engu líkara en haustið væri nú komið beint á eftir rigningunum í sumar, sem hafa gert Sunnlendingum lífið leitt undanfarna mánuði. Dagblaðið hafði samband við nokkra fréttaritara í morgun til að grennslast fyrir um veðrið hjá þeim. Fyrstur varð fyrir svörum Bárður Jensson í Ólafsvík. „Við erum hér í suðaustan hvassviðri og rigningu,“ sagði Bárður. Undanfarinn hálfan mánuð hefur verið hér sunnan og suðvestanátt með rigningu af og til. Ég get eiginlega full- yrt að við höfum ekki fengið almennilegt veður í allt sumar nema hálfan mánuð um mán- aðamótin júni-júlí.“ „Hér er dj... rigning og rok, eins og að undanförnu," sagði Halldór Traustason á Flateyri, er við spurðum hann um veðr- ið. „Annars fengum við smá- vegis af góðviðri í gær, svo að það sá jafnvel til sólar öðru hvoru. Að öðru leyti hefur veðrið verið hálf nöturlegt hérna á Vestfjörðunum." „Blessaður vertu, ég hef ekki þurft að skrúfa frá ofni í húsinu mínu í allt sumar og við látum útidyrnar standa opnar til að hleypa sólinni og blíðunni inn,“ sagði Bjarni Artúrsson á Egilsstöðum. „Við Aust- firðingar höfum haft mjög gott veður í allt sumar, en þrír síðustu dagar hafa þó slegið allt út. Til dæmis komst hitinn hérna í 24 stig þegar bezt lét í gær. Ég held að þið ættuð að flýva ykkur hingað austur í góða veðrið heldur en að kúldr- ast í rigningu og hvassviðri þarna fyrir sunnan. Hér er nú nokkuð margt aðkomumanna, sem njóta lífsins í Suðurlanda- blíðunni." Samtalið við Bjarna Artúrs- son varð ekki lengra. Það þýðir ekkert að útskýra fyrir Norð- lendingum og Austfirðingum, hvaða sálaráþján íbúar hinna landshlutanna hafa orðið að búa við í sumar. Þeir vita varla lengur hvað vont veður er. ÁT fijólst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976. Hreyfing á oliumálum Ríkisstjórnin virðist nú hugsa til hreyfings í olíumál- um. Beiðnir fjölda erlendra aðila um leyfi til olíuleitar hér við land hafa árum saman legið „í salti“. „Það verður að vanda vel til þeirra skilyrða, sem hinum er- lendu aðilum verða sett“, sagði Guxinar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra í viðtali við blaðið. Um afstöðu ríkisstjórnar- innar sagði ráíherrann, að málið hefði verið talsvert rætt og þeim umræðum væri ekki lokið. Fjallað væri um, hvernig að þessum málum skyldi staðið. —HH Góð tíðindi úr umferðinni: HRAÐINN HEFUR MINNKAÐ „Við radarmælingar sem við höfum gert undanfarið hefur komið í ljós að hraðinn hefur ekki verið eins mikill nú og undanfarin ár“, sagði Óskar Ölafsson yfirlögregluþjónn f samtali við DB. Það hafa færri ökumenn gerzt brotlegir um of hraðan akstur á götum Reykja- víkur. Sektir eru á bilinu 3.000 til 8.000 krónur. Ef um víta- vert gáleysi er að ræða þá er beitt ökuleyfissviptingum. „Við skulum vona, að þessi þróun haldist og ökumenn fari varlega nú þegar skólarnir eru að byrja og skyggni versnar",. sagði Óskar. _KP Fódœma póstsamgöngur Bréf er 6 daga á leiðinni úr Borgartúni niður í Austur- stræti.ef marka má póststimpil bréfs, sem Ragnari Aðalsteins- syni barst í gær. Bréf þetta var svar yfirsakadómara við tveimur bréfum Ragnars. I þessum bréfum hafðilögmaður- inn óskað eftir skýrslum eða, skýringum á frelsissviptingu ljósmyndara og blaðamanns DB. Bréf þetta hefur Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari póstlagt að morgni 20. ágúst en það var föstudagurinn í síðustu viku. Bréf þetta barst í pósthólf Ragnars laust fyrir hádegi I gærmorgun. Þetta þýðir í reynd að bréf eru orðin mun lengur á leið innanbæjar en milli landa. BÁ Tveir graðhestar í óskilum hjó Árbœjarlögreglunni Tveggja og þriggja vetra mósóttir graðhestar eru nú í vörzlu ÁrDæjarlögreglunnar. Að sögn varðstjórans voru þeir teknir í Gufunesi þar sem þeir voru að þvælast innan um verðlaunahesta Þorgeirs í Gufunesi. Hestarnir, sem eru ómark- aðir, hafa verið i vörzlu lög- reglunnar í tvo daga. Haldið hefur verið uppi spurnum í hestamannafélögum í Reykja- vík og nágrenni en enginn kannast við gripina. — BÁ Timman ef stur ó Reykja n | W ■ r -• Friðrik vann vikurskokmotmu ssr Stal ytri fatnaði og spókaði sig i miðbœnum Starfsmaður Þjóðleikhússins kom i gær til lögreglunnar í miðborginni. Kvartaði hann yfir því, að ytri fatnaði hans hefði verö stolið. Hafði maðurinn hengt fötin upp og farið i vinnugalla sinn. Þegar hann síðan ætlaði að skipta um aftur voru fötin horfin. Þegar maðurinn var á leið að kæra stuldinn þóttist hann þekkja föt sín á manni er var á rölti í miðbænum. Með aðstoð lögreglunnar tókst að ná manninum. Reyndist það rétt vera hjá Þjóð- leikhúsmanninum, að þetta væru föt lians. Þegar þjófurinn var færður úr fötunum, kom í ljós, að hann var í öðrum al- klæðnaði innan undir. — BÁ Friðrik Ólafsson vann West- erinnen í 3. umferð Reykja- víkurskákmótsins í gær. Timman vann Matera, jafntefli varð hjá Najdorf og Vukcevich. Timman hefur því tekið foryst- una með allar skákir sinar unnar eftir þrjár umferðir. Úrslit skákanna í 3. umferð voru annars þessi: Gunnar — Haukur: 0—1 Ingi R. — Helgi: ‘A—‘A Margeir — Tukmakov: 0—1 Vukcevich — Najdorf: 'A—'A Westerinnen — Friðrik: 0—1 Keene — Guðmundyr: 'A—'A Matera — Timman: 0—1 Antoshin — Björn: biðskák Staðan eftir 3. umferðir: 1. Timman : 3 vinningar 2. Najdorf: 2'A vinningur 3. Tukmakov: 2 vinningar og biðskák 4. Friðrik: 2 vinningar 5. —7. Helgi, Antoshin, Haukur: l'A vinningur 8.—9. Guðmundur, Vukcevich: 1 vinningur og biðskák. 10.—12. Matera, Keene, Ingi R.: 'A vinningur og biðskák. 13.—15. Margeir, Gunnar, Westerinnen: 'A vinningur 16. Björn: 3 biðskákir. Biðskákir verða tefldar í dag, en 4. umferðin verður tefld í Hagaskóla á morgun, laugar- dag, og hefst kl. 14. —BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.