Dagblaðið - 28.08.1976, Side 14

Dagblaðið - 28.08.1976, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976. •d Brjóstmyndin er af Tryggva Gunnarssyni sem skipuiagði garðinn á bak við Aiþingishúsið þar sem hann er grafinn. „Það eru ótrúlega mörg lista- verk sem sett hafa verið upp víðsvegar um borgarlandið," sagði Hafliði. „Á bak við mörg þeirra liggur löng og merkileg saga.“ — Hvað geturðu sagt okkur um Sæmund á selnum? „Sæmundur á selnum er eftir Ásmund Sveinsson en fyrir hann fékk hann verðlaun í París. Pétur heitinn Benedikts- son barðist fyrir því í mörg ár að fá styttuna reista. í rauninni átti að vera allt öðruvísi tilhög- un í kringum hana. Það átti til að mynda að vera gosbrunnur í kringum styttuna. Hún var sett upp í kringum 1970.“ — Björninn, sem stendur þar sem ishúsið stóð áður, við syðri enda Tjarnarinnar? „Það er hinn frægi Berlínar- björn, borgarmerki Vestur- Berlínar. Þjóðverjar vilja gjarnan koma þessum verð- launabirni sínum upp í sem flestum löndum heims. Þeir eiga raunverulega styttuna, hún var sett upp á þeirra Skúli fógeti, faðir Reykjavikur, er myndarlegur á velli. Það er kunnara en frá þurfi að segja að það hefur eiginlega ekki stytt upp í höfuðborginni í allt sumar. Það gerðist þó einn daginn í vikunni og þegar sólin skín vita borgarbúar varla hvernig þeir eiga að haga sér. Blm. DB og Bjarnleifur ljós- myndari lögðu þann dag land undir fót og festu á filmur nokkur af þeim listaverkum sem prýða höfuðborgina. Nú kom nokkuð athyglisvert í ljós. Flest af þeim listaverkum, sem við náðum að skoða áður en úrhellið byrjaði aftur, voru ómerkt. Á þeim stóð hvorki nafn listamannsins né heldur af hverju listaverkin voru. Það væri e.t.v. ekki úr vegi að ein- hver nefndin tæki sig til og léti setja nafnplötu á listaverkin. Til þess að afla uppiýsinga hringdum við í Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra Reykjavíkur- borgar og leiddi hann okkur í allan sannleikann. Hestarnir, sem standa við Hringbrautina, skammt frá Einarsgarði, eru eftir Ragnar Kjartansson. Einn af hestunum hefur misst undan sér einn fótinn og helming af öðrum. Hafliði garðyrkjustjóri sagði að listamenn væru alitaf að leita að cinhverju varanlegu efni og margir hefðu þá trú að ebucin, sem hestarnir eru einmitt gerðir úr væri ótortímanlegt. Nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Sr. Bjarni Jónsson, vígsiu- biskup og dómkirkjuprestur, var heiðursborgari Reykja- víkur. Listamaðurinn er Sigur- jón Ólafsson en þess er ekki getið á verkinu sjálfu. kostnað, en borgin þáði betta listaverk á sínum tíma“. — Hvað er að segja um Pómónu? „Pómóna, ávaxtagyðjan, stendur í Einarsgarði, sem nefndur er eftir Einari Helga- syni sem var einn af fyrstu skrúðgarðyrkjumönnum borg- arinnar. Hann rak lengst af Gróðrarstöðina við Laufásveg. Listamaðurinn, sem skóp þessa fögru styttu, hét Johannes C. Bjeg og var danskur. Það skil- yrði var sett, þegar borginni var gefin þessi stytta, að hún yrði reist á stað þar sem sól skini jafnan á hana. Og þegar sólin skín baðar hún Pómónu með geislum sinum.“ Gamalt máltæki segir að það sé fallegt í verstöðinni þegar vel veiðist. Líkt má segja um höfuðborgina. Hún er falleg borg þegar vel viðrar. Þar eru margir kyrrlátir staðir þar sem hægt er að setjast niður og njóta náttúrunnar í friði fyrir umferðarskarkala. Einn af þeim stöðum er garðurinn á bak við Alþingis- húsið. Hann er einn af fegurstu stöðum bórgarinnar og þar er oftast fátt af fólki. Það er eins og vegfarendur viti ekki að þarna má ganga um og tylla sér á bekk. Þarna er myndarleg brjóst- mynd af Tryggva Gunnarssyni, þeim mikla athafnamanni. „Brjóstmyndin er eftir Einar Jónsson gerð af Tryggva þegar hann var áttræður. Tryggvi Gunnarsson skipulagði garðinn með Einari Helgasyni í Gróðrarstöðinni. Tryggvi er jarðsettur undir brjóstmynd- inni en það eru víst ekki margir sem hafa vitneskju um það.“ Verðiaunabjörninn frá Berlín er eign Þjóðverja. Sjálfstæðismenn gáfu þennan minnisvarða Ólafs Thors. Ekki er getið um iistamanninn, sem skóp verkið, en það var 'Sigur- jón Óiafsson. DB-myndir Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.