Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 197<3, Utvarp Sjónvarp Útvarp í dag kl. 13,30: Nú verður það „út og austur" Utvarpsþáttur Ástu Jóhannesdóttur og Hjalta Jóns Sveinssonar. Út og suður, sem hefur verið á dag- skrá útvarpsins kl. 13.30 á laugardögum í sumar, nýtur mikilla vinsælda meðal hlust- enda. Þau hafa rætt við fjóld.a fólks og hafa heimsótt Vest- firði og Akureyri. í dag verða þau á Neskaup- stað og fara eitthvað um [ heimsortir J Austurland, ræða við fólk og leika létt lög á milli. —A.Bj. Útvarp kl. 20,40 í kvöld: ÞAnUR I LÉTTUM DÚR Sumri hallar nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarpsins 1 kvöld kl. 20.40 og er hann í umsjá Bessí Jöhannsdóttur kennara og borgarf ulltrúa. „Þetta á að vera þáttur í léttum dúr," sagði Bessí i viðtali við DB. „Ég verð með smávegis um víkingaferðina til Ameríku i tilefni af 200 ára afmæli Banda- ríkjanna. Þá lés ég upp stuttan kafla sem heitir Ættu konur að stjórna heiminum? Þá verður rabbað um ýmislegt skemmti- legt sem gerzt hefur á fyrri árum. Inn á milli verða leikin létt lög af hljómplötum. Þetta er nú ekki nema hálftíma þáttur, svo það er takmarkað efni sem hægt er að komast að með," sagði Bessí. — Verðurðu með einhverja svipaða þætti á næstunni? „Það er nú eitthvað laust í reipunum en það getur verið að maður verði framtíðinni." með eitthvað -A.Bj. Bessí Jóhannsdóttir er meö þáttinn Sumri hallar i kvöld. Kauptúnið Bakkaf jörður í N-Múlasýslu er ekki ýkja stórt en þar una íbúarnir glaðir við sitt. Ljósm. Ó.R. Sjónvarp i kvöld kl. 21,00: Endursýnd mynd frá heimsókn á Bakkafjörð Undanfarið hefur sjónvarpið gert nokkuð mikið af því að endursýna ferðaþætti sem sjón- varpsmenn hafa tekið upp á ferðum sínum um landið. I kvöld kl. 21.00 verður endur- sýndur þáttur er nefnist Blíðu- dagar á Bakkafir.ði. Umsjónar- maður er Ómar Ragnarsson, stjórn upptöku annaðist Þrándur Thoroddsen. Þessi upptaka var áður á dagskrá sjónvarpsins 10. nóvember 1974. Sjónvarpsmenn heimsóttu Bakkafjörð í Norður-Múlasýslu haustið 1974. Þá var að sjálf- sögðu blíðviðri á Bakkafirði, eins og endranær. Sýndar eru svipmyndir frá þorpinu og ná- grenninu og spjallað við staðar- menn. —A.Bj. Sjónvarp i kvðld kl. 22,10: Um œvintýrakvinnur í stórborginni Hvernig krækja á i milljóna- mæring heitir myndin sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 22.10. Þetta er bandarísk bíó- mynd frá árinu 1953 og í henni Ieika hvorki meira né minna en þrjár stjörnur, vel þekktar, Marilyn Monroe, Betty Grable og Lauren Bacall. Einnig leika þeir William Powell og Rory Calhoun í myndinni. Þýðandi er Dóra Haf steinsdóttir. Myndin fjallar um þrjár ævintýrakvinnur og ævintýri sem þær lenda í i stórborginni. Þær virðast eiga sér eitt tak- mark og það er að krækja í milljónamæring. Lauren Bacall virðist vera sú eina sem hefur eitthvert vit í kollinum, Marilyn leggur snörur sínar fyrir alla karlmenn sem koma í nálægð hennar og tekur niður gleraugun þegar karlmaður nálgast, jafnvel þótt hún sé næstum blind án þeirra. Engu er líkara en Betty Grable hafi svona rétt fengið að vera með í myndinni upp á punt. Þessar upplýsingar eru í kvikmyndabiblíunni okkar og þar fær myndin þrjár stjörnur svo þetta ætti að geta orðið sæmileg dægrastytting. Sýningartími myndarinnar er ein og hálf klukkustund. —A.Bj. Betty Grable og Rory Calhoun i hlutverkum sínum. í síðari heimsstyrjöldinni héngu svokallaðar „pin-up" myndir í öllum hermannaskápum af Betty Grable og hún var víðfræg fyrir hina fögru fótleggi sína. « ^Sjónvarp Laugardagur 28. ágúst 18.00 iþróttir. Umsjónarrriaour Bjarni Felixson. 20.00 Fróttir og veöur. 20.2.5 Auglýsingar og dagskré. 20.35 MaSur til tak». Breskur gaman- myndaflokkur. Hundar .< hrakhólum. Þýðand Stefán Jökulsson. 21.00 Heimsókn. Blí6udagur á Bakkafiroi. Þessi þáttur var kvikmyndaður, þegar sjOnvarpsmenn fóru í stutta heimsókn til Bakkafjaroar í Norður-Múlasýslu einn |>oovidrisdae, haustið 1974, svip- uðust um i nrenndinni ou fylgdust með störfum fólksins i þessu íriðsæla og f'ámenna byggðarlagi. Umsjönar- maður Ömar Ragnarsson. Stjórn upptöku Þrándur Thoroddsen. Áður á dagskrá 10. növember 1974. 21.35 Skemmtibáttur Karels Gotts. Söngvarinn Karel Gott og fleiri tókkneskir listamenn flytja létt lög. Þýðandi JOhanna Þrainsdðttir. 22.10 Hvemig krækja i i milljónamæring. (How To Marry A Millionaire). Bandarísk bíðmynd frí árinu 1953. Aðalhlutverk Marilyn Monroe, Betty (Irable og Lauren Bacall. Þrjár ungar og glæsilegar fyrirsæíur hafa einsett ser að giltast auðmhnnum. Þær taka á leigu iburrtarmikla íbúð i þvi skyni að leggja snörur sínar fyrir milljðna- mæringa á lausum kili. Þýðandi Dðra Hafsteinsdóttir. 23.40 Oagskrárlok. % Útvarp Laugardagur 28. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 ofí 10.10. Fróttirkl. 7.30. 8.15 (0« foruMURr. daKbl.). 9.00 o% 10.00. Morgunbssn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. BalutM í'ulniu.^on lcs söKiina ..Sumar- (JajííÉ í Viillum" t tlir (iuðrúnu Sveins- dóttur (tií. I'iikynninsar kl. 9.30. Létt I(í.í; milli aliioa. Óskalög sjúklinga kt. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskrain. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Út og suour. Asta R. Jóhannes- dóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um síödegisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fróttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Tveir fyrir Horn og Bangsi moö. Höskuldur Skagf.iórð flytur siðari hluta frásógu sinnar at flornstranda- ferð. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskró kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 FjaÖrafok. Þáttur i umsja Siginars B. HaukssoLiai-. 20.00Óperutónlist: bættir úr „Keisara og smið" eftir Lortzing. Söngfólk: Hilde GQden, Eberhard Wáchter, Oskar Czerwenka, Valdemar Kmett og Fritz Muliar. Kór Vinaróperunnar syngur með hljómsveit Alþýðuóperunnar f Vfn . Stjórnandi: Peter Ronnefeld. 20.40 Sumrí hall&r. Bessi Jóhannesdóttir tekur saman þátt með blönduðu efni. 21.10 Slavneskir dansar op. 72 eftir Dvorók. Útvarpshljómsveitin í Miinchen leikur; Rafael Kubelik stjórnar. 21.40 „Tynda bráfifi", smásaga eftir Karel Capek. Hallfreður örn Eirfksson islenzkaði. Karl Guðmundsson leikari les. 22.00 Frettir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Frettir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.