Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 31.08.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1976,- A LABBIISTORA LJOSINU í hitanum sló í brýnu milli þessara borgara um stjórnmáialegar lifsskoðanir og víst er að neistann vantaði hjá sumum. Þessir tveir ætluðu upphaflega að slást út af einhverju deilumáli á Austurvellinum, en er til átti að taka vildu þeir heldur faðmast og kyssast, sem þeir og gerðu við mikinn fögnuð áhorfenda. „Því miður vinur, — sólskin eða ekki sólskin, — hér fær maður bara Eins og kunnugt er, er lítið um útiveitingahús í Reykjavík, en sumir ekki að skilja bílinn sinn eftir...“ eru hugmyndaríkari en aðrir... „t)ff, — á maður að láta sig hafa það að fara úr frakkanum og setjast hérna niður hjá krökkun- um??“ Ljósmyndir: Árni Páll Stóra ljósið, sem gjarna lýsir upp fyrir norðan og utan á aug- lýsingabæklingum frá suður- löndum og kallað er sól á bókum, lýsti skyndilega upp höfuðborgina i gær og skein allan guðslangan daginn. Fór fljótlega að bera á því, að borgarbúar fóru að tínast út úr húsum sínum og mændu þeir flestir furðu lostnir í kring um sig. Síðan tóku menn á rás og EINI KVENFANGINN HEFUR EKKI KVENFANGAVÖRD Sex kvenfangaverðir starfa við hin fangelsin tvö Stétt fangavarða á íslandi er ekki mjög fjölmenn, og í henni eru aðeins 6 fastráðnar konur. Þar af eru tvær í Hegningar- húsinu við Skólavörðusttg og fjórar í fangageymslum lögregl- unnar við Hverfisgötu. Fyrsti kvenfangavörðurinn var ráðinn fyrir u.þ.b. þremur árum og siðan hafa 5 bætzt við. Er þessum konum eingöngu ætlað að annast kvenfanga, en þó munu þær gegna almennum fangavarðarstörfum ef önnur verkefni eru ekki fyrir hendi. í fangelsinu við Síðumúla er engin sérgæzla fyrir kven- fanga. Vegna þessa og eins vegna hins breytta hlutverks sem fangelsið hefur fengið, þ.e. einangrun fyrir . gæzluvarð- haldsfanga, hafa verið ákveðnar breytingar í því sam- bandi og er kvenföngum nú ætlað að dvelja í Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg. Á það bæði við um kvenkyns refsi- og gæzluvarðhaldsfanga. Aðeins einn kvenfangi situr nú inni, en það er Erla Bolla- dóttir, sem er í gæzluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins. Svo undarlegt sem það kann að virðast, er hún einmitt látin dveljast í fangelsinu við Síðu- múla, þar sem, eins og áður segir, kvenföngum er raun- verulega ekki ætlað að vera. Mörg dæmi eru um það að einkar illa getur komið sér að hafa karlkyns fangaverði yfir kvenföngum og því var kven- fólk ráðið til þeirra starfa. Að sögn Jóns Thors, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu. er það hlutverk dómara í viðkomandi sakamáli að sjá um að slík þjónusta sé veitt. Geti dómar- inn farið fram á að kvenfanga- vörður sé fenginn við Síðu- múlafangelsið eða fanginn fluttur í Hegningarhúsið- vió Skólavörðustíg. í máli Erlu er það Örn Höskuldsson sem fer með völd- in og á að sinna hagsmunum hennar í þessu sambandi. Ekki náðist í Örn vegna þessa máls, en eins og sjá má af framan- greindu eru það mörg atriði sem falla undir hann og er hann eflaust upptekinn við að sinna þeim. — JB Okurviðskipti verzlunarmanns á Akranesi og „leigubílstjóra" í Reykjavík? — Hœstaréttarlögmaðurinn gerir grein fyrir sinni hlið málsins „Eftir stendur sú ískalda staðreynd, að greiða af þessu tagi eiga menn aldrei að gera,“ sagði hæstaréttarlögmaður sá, er Halldór Halldórsson fjallar um í kjallara Dagblaðsins í gær, en hann ræddi við fréttamann DB eftir útkomu blaðsins. Hæstaréttarlögmaðurinn kvaðst fús til að segja söguna af viðskiptum þeim sem átt er við i kjallaragreininni. Taldi hann ekki rétt að greina frá nöfnum frekar en þar er gert. Fer frá- sögn hans hér á eftir í megin- dráttum. < „Snemma á sl. ári, þ.e. 1975, kom að máli við mig leigubíl- stjóri, sem kvaðst eiga þess kost að fá lánaða peninga hjá verzl- unarmanni á Akranesi. Kvaðst hann eiga von á fyrirgreiðslu í tilteknum banka alveg á næst- unni. Þar sem á miklu reið f.vrir hann að fá peninga strax, lét ég til leiðast að skrifa út 3 ávísanir að fjárhæð kr. 600 þús- und hverja.Voru þær dagsettar mánuð frarn í tímann og áttu að liggja sem trygging hjá lánveit- anda, unz bankafyrirgreiðslan fengist. Var þessi tilhögun á höfð samkvæmt ósk lánveitanda. Nú fór það svo, aö hin umtal- aða bankafyrirgreiðsla dróst langt fram yfir það sem mér hafði verið sagt. Varð sá drátt- ur til þess að ég gaf út nýjar ávísanir. Fór leigubílstjórinn með þær upp á Akranes og fékk þar peninga að sömu fjár- hæðum. Lagði hann þá inn á ávísanareikning minn, en lán- veitandinn seldi hinar fyrri í sínum banka á Akranesi. Þannig" gekk þetta mánuð eftir mánuð en ekki kom bankafyrirgreiðslan. Fór svo að lokum að lánveitandinn þurfti á peningum sínum að halda. Þar sem leigubilstjórinn greiddi aldrei lánið, seldi lán- veitandinn eina þessara .600 þúsund króna ávísana í banka. Ég hafði ekki gert ráð fyrir þessu. Reyndist ekki næg inn- stæða vera fyrir henni á reikn- ingi mínum. Innleysti ég ávís- unina. Þar sem ég vissi að sjálf- sögðu um hinar ávísanirnar tvær, lokaði ég ávísanareikn- ingi mínum í samráði við bankastjóra reikningsbanka míns, enda skýrði ég honum frá því hvernig málin stæðu. Eftir að ég hafði lokað þess- um ávísanareikningi, seldi lán- veitandinn þær tvær 600 þús- und króna ávisanir sem hann hafði undir höndum. Fékk hann tiíkynningu um að reikn- ingnum hefði verið lokað og varð hann að innleysa þær aftur. Þegar hér var komið sögu kom lánveitandinn að máli við mig. Bauðst hann til að skila aftur þóknun, sem hann kvaðst hafa tekið, ef hægt væri að semja einhvern veginn um málið. Ég vísaði til hins upphaflega samkomulags um viðskipti hans og leigubílstjórans. Sagði ég honum að mér væri alveg ókunnugt um þóknun eða annað um þessi viðskipti utan það sem leigubílstjórinn hefði sagt mér, enda hefðu þau ekki verð gerð við mig. Sagði ég honum þó, að leigubílstjórinn hefði sagt mér að hann hefði greitt þóknun í hvert skipti sem viðskiptin voru framlengd i 1 mánuð í senn, og þeim þannig viðhaldið. Ég gekk nú hart eftir því við leigubilstjórann að hann gengi frá málinu. Ræddust þeir við, leigubílstjórinn og lánveitand- inn, og lofaði leigubílstjórinn að ganga frá málinu. Næst gerist það, að ég fæ kröfubréf frá lögmanni lánveit- anda. Varð það að samkomulagi okkar í milli, að ég gerði fyrir dómi sátt um greiðslur, sem leigubílstjórinn kvaðst ráða við. Samkvæmt dómsáttinni skyldi ég greiða kr. 200 þúsund á mánuði í fyrsta sinn hinn 15. marz sl. Leigubílstjórinn stóð enn ekki við loforð sín þrátt fyrir að ég reyndi að knýja hann til að greiða samkvæmt sáttinni sem ég hafði gert. Þrátt fyrir hana var mér alveg þvert um geð að taka þessar greiðslur á mig. Fór svo, að lögmaður lánveitanda gerði fjárnám hjá mér.Benti ég ekki á eignir og var þar með fenginn. grundvöllur fyrir beiðni um gjaldþrot mitt. Lögmaður lánveitanda valdi þá leið að kæra málið til Saka- dóms Reykjavíkur. Eftir að málið kom þangað sömdu þeir enn, lánveitandi og leigubíl- stjórinn, og lofaði lánveitand- inn að afturkalla kæruna. Þannig stendur málið í dag, og standa nú allar vonir til að úr- slit málsins verði þau, að leigu- bílstjórinn greiði skuldina ein- hvern næstu daga. Áður en til þess kæmi að lögmaður lánveitanda kærði málið til sakadóms, ræddi hann tvisvar við konu mína. Sagði hún sem var, að um þetta mál vissi hún ekkert. Bauðst hún til að koma skilaboðum til mín, enda hæg heimatökin. Átti hún aldrei aðild að málinu umfram þetta. Svona er málið vaxið, en eftir stendur sú ískalda staðreynd, að greiða af þessu tagi eiga menn aldrei að gera.“ Með þessu lýkur frásögn hæstaréttarlögmannsins. Er ljóst af henni, aö hann hefur sýnt fullkomlega óverðskuldað traust er hann léði nafn sitt og stofnaði til ábyrgðar, með því að lána „leigubílstjóranum“ ávísanir sem nema miklum fjárhæðum eftir venjulegu mati vinnandi fólks. Ber hæsta- réttarlögmaðurinn hryggilega skarðan hlut frá borði út af þessari gálausu greiðvikni. Ábyrgð leigubílstjórans í þessu máli er naumast finnanleg. Hæstaréttarlögmaður sá, sem hér um ræðir, er aðeins einn margra manna sem svip- aða sögu hafa að segja um sam- skipti sín við þann mann. Augljóst er, að ekki ber saman i öllum atriðum, frásögn hæstaréttarlögmannsins og kjallaragreinarinnar í gær, en Dagblaðið telur rétt og skylt að frásögn lögmannsins og viðhorf hans komi fram. B.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.