Dagblaðið - 01.09.1976, Page 1

Dagblaðið - 01.09.1976, Page 1
2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 — 193. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMl 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMJ 27022 * Miklubrautarmorðið: r Osœttanlegt misrœmi í framburði vitno og gœzluvarðhaldsfangans — lögregluvörður um sorphougana í nótt. Leit hófst ó ný í morgun Fjórtán manna lið rannsóknarlögreglunnar og lögreglunnar í Reykjavík skoðaði í gær töluvert mikið af fatnaði og öðru á sorphaugum Reykjavíkurborgar vegna rann- sóknar morðsins á Lovisu Krist- jánsdóttur fyrir helgina. Sorptunnur í grennd við morðstaðinn voru tæmdar siðdegis á fimmtudag og er ekki taiið loku fyrir það skotið, að morðinginn hafi komið morðvopninu — og ef til vill blóðugum fötum sínum— i ein- hverja tunnuna. Leitað var rækilega í þeim haugum, sem mynduðust á fimmtudaginn, og er sá fatnaður og annað dót nú til nánari athugunar hjá saka- dómi Reykjavíkur. Leit var haldið áfram á sorphaugunum í morgun, en lögregluvörður var um þá í nótt. Rannsókn ódæðisins verður stöðugt umfangsmeiri og er unnið sleitulaust að henni með öllum tiltækum ráðum. Rann- sóknarlögreglan hefur undan- farna sólarhringa yfirheyrt fjöida manna vegna þessa máls, og hefur komið fram ósættan- legt misræmi í framburði vitna annars vegar og gæzlu- varðhaldsfangans og aðstand- enda hans hins vegar. Varðhaldsfanginn neitar stöðugt allri aðild að málinu. Eftir því sem næst verður komizt hefur ekkert komið fram sl. sólarhring, sem skýrir þetta óhugnanlega mál. -ÓV. Haukur Bjarnason og Njörður Snæhólm, tveir af reyndustu rannsóknarlögreglumönnum okkar, starfa að iausn morð- málsins. Hér rabba þeir saman í gærdag við öskuhaugana í Gufunesi, en þar fór fram mikil leit að morðvopninu í gær. (DB-mynd Arni Páll). : m i K < Ökumanninum bjargað úr bíl sínum á slysstað. Hjálpfúsir áhorfendur aðstoða eftir megni (DB-mynd Sveinn Þormóðsson). Utafkeyrsla í Mosfellssveit: BÍLL LENTI í RÆSI SKAMMT FRÁ SKÁLATÚNI Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt laust fyrir klukkan níu í gærkvöld um að bíll hefði lent út af veginum skammt frá Skálatúni í Mosfellssveit. Hann hafði verið á Ieið til Reykja- víkur og lent ofan í ræsi. Að sögn sjónarvotta, sem komu á slysstaðinn, gekk illa að ná ökumanninum út úr bílnum. Hann var fastur í öryggisbelt- um og fatlaður þar að auki, svo að hann gat ekki hjálpað sjálf- ur til við að losa sig, eins og ef um heilbrigðan mann hefði verið að ræða. Bíllinn er lítið skemmdur miðað við að hann fell ofan í steinsteypt ræsi. Litil ferð var á bílnum er hann ók út af og hefur það bjargað miklu. Engin bremsuför voru á veginum, þannig að slysið hefur gerzt snögglega. Ökumaðurinn var fluttur í slysadeild. Er unnið var við að ná bilnum upp úr ræsinu, datt stúlka, sem var meðal áhorfenda, um vir. Hún var sömuleiðis flutt í slysadeild. -At- Laxórvirkjun fullgerð: Mannvirkin eru eign upp ó 2,1 milljarð — sjá bls. 4 Tjaldur EA var ótryggður frá áramótum þar til hann sökk — sjá bls. 8 Popphátíðin mikla '69 rifjuð upp á poppsíðu - bls. 14-15 Hnísan lét ginnast af silungatittum — sjá bls. 9

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.