Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.09.1976, Qupperneq 3

Dagblaðið - 01.09.1976, Qupperneq 3
DACBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTF.MBKK 197H. N W #• W ifiora Lcsandi úr Grundarfirði sendi DB eftirfarandi: Vegna skrifa undanfarið um slakan árangur frjálsíþrótta- fólks okkar langar mig aó koma eftirfarandi á framfæri. Fyrir skömmu var haldið meistaramót íslands í frjálsum Raddir lesenda hluta íþróttum í drengjaflokki á Akranesi. Þar var meðal annars keppt í 4x100 metra boðhlaupi drengja. Önnur verðlaun í þess- ari keppni var skjal nokkurt. Það var rifið í fjóra hluta og fékk hver keppandi sinn part. Drengirnir fóru því til síns heima með sitt pappaspjaldið hver!! Það er ekki furða þó áhuginn dofni dálitið, þegar viðurkenningarnar eru af þessu tagi. Mér finnst þetta alveg for- kastanlegt og það ætti svei mér að verðlauna þann, sem datt þetta snjallræði í hug. Hugsið ykkur: fjórði partur úr pappa- „spjaldi!!! Hjá íþróttafélagi úti á landi var haldið innanfélagsmót í frjálsum íþróttum fyrir skömmu. Keppt var i öllum aldursflokkum í hlaupum, stökkum og köstum. Veittir voru verðlaunapeningar fyrir fvrsta sætið'í öllum flokkum, nema í hástökki 16 ára og yngri. Þarnasparaðifélagið sér 6 verð- launapeninga og gerði upp á milli keppenda, þrátt fyrir sár vonbrigði þeirra sem af verð- laununum misstu. Ef svona er staðið að íþrótta- málum víða á landinu er ekki furða, þó minnkandi áhugi sé fyrir frjálsum íþróttum og lé- legur árangur náist í þeim. Þetta er fjórðiparturinn úr pappaspjaldinu sem drengirnir fengu i verðlaun á meistaramótinu á Akranesi. Faliegur verölaunagripur eða hitt þó heldur. ✓ VITIÐ ÞIÐ að nýja prjónavélin okkar Brother KH 820 með sniðreiknara og kambi kostar aðeins kr. 68.640.00 og að sama vél kostar yfir kr. 100.000.00 i Danmörku? Ný sending komin Ef viðauglýstum að BROTHER KH820 hefði útbúnað fyrir brugðið prjón fram yfir aðrar prjónavélar, værum við að segja ósatt og auglýsa fáfræði okkar um prjónavélar, þviallar prjónavélar hafa nú slíkan útbúnað. Hinsvegar hefir nýjasta gerð BROTHER KH 820 þetta fram yfir allar aðrar prjónavélar, sem hér eru boðnar: 1. sjálfvirkur nálaveljari i sleða. 2. mynsturkort gengúr í hring, þannig að ekki þarf að setja það i aö nýju. 3. 24ra nála breidd á mynstri og prjónar þvi helmingi stærra mynstur en aðrar vélar. 4. stærð á sniðreiknarafilmu er 63x104 cm. KH 820 hefur einnig aita bestu kosti annara prjónavéla: brother hefir einnig sleöa fyrir sjálfvirkt knipplingaprjón. brother skilar einnig ofnu munstri. Með bíöther KH 820 getið þér fengið sniðreiknara. Þér þurfið aðeins að teikna stykkið inn á filmuna. Reiknarinn segir siðan til um hvenær á að fella af eða auka í. brother kh 820 er langfullkomnasta heimilisprjóna- vélin á markaðinum. brother KH820 prjónar 2 liti i einu sjálfvirkt. ÖTOther KH 820 prjónar allt mynstur sjálfvirkt eftir tölvukorti. brother KH 820 prjónar auóvitaó bœði slétt og brugðið. Komið, sjáið, sannfærist BORGARFELL P Skólavörðustig 23 sími 11372 Dað er leikur að læra Á BROTHER PRJÓNAVÉL, SEM ER SÚ FULLKOMNASTA i brother prjónabókinni eru 1000 munstur. Auk þess getiö þér prjónaó á vélina hvaöa munstur sem yöur dettur i hug. Hafa auglýsingar óhrif 6 val þitt ó vörum? Ólöf Jónsdóttir, atvinnulaus: Já, að nokkru leyti. Ég held að sjónvarpsauglýsingar hafi mest áhrif á fólk. 1 I Birgir Scheving trésmiður: Nei, þær fara fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég held að ég hafi aldrei staðið mig að verki við að kaupa eftir einhverri auglýsingu. Spurning dagsins Guðjón Baldursson, nemi i vél- virkjun: Nei, ekki held ég það, svona yfirleitt. Annars hefur það komið fyrir mig að ég kaupi eftir auglýsingu, það kemur fyrir flesta. Baldur Baldursson: Já, ég held að þær hafi einhver áhrif á alla. Blaðaauglýsingarnar eru áhrifa- meiri að mínu mati, ef þær eru sniðugar, heldur en sjónvarpsaug- lýsingarnar. Helgi Loftsson bakari: Já, ég er viss um það að þær hafa mikil áhrif, sérstaklega ef þær eru endurteknar nógu oft. Fanney Halldórsdóttir húsmóðir: Nei, þær hafa engin áhrif á mitt vöruval. Ég kaupi þær vörur sem reynast mér vel. Það selst engin vara á auglýsingunni einni saman ef hún er ekki góð.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.