Dagblaðið - 01.09.1976, Síða 6

Dagblaðið - 01.09.1976, Síða 6
fi DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976,- Ford gagnrýnir „uppgjöf" Carters Ford, forseti Bandaríkjanna veittist óbeint harðlega að frambjóðanda demókrata til forsetakjörs, er hann gagn- rýndi þær raddir, sem uppi hafa verið um samdrátt í víg- búnaði Bandaríkjanna erlend- is. Skammt er síðan Jimmy Jimmv Carter vill kalla heim herlið Bandaríkjamanna í S- Kóreu, en Ford kallar það „uppgjafarhjal". Carter hvatti til, að herlið Bandaríkjamanna í S-Kóreu yrði kallað heim. „Til eru þeir sem vilja kalla herlið okkar heim frá stöðvum erlendis.Uppgjafarraddir þess- ar tala um samdrátt með hæg- um skrefum,“ sagði forsetinn í ávarpi er hann flutti á þingi þjóðvarðliða. „Þeir hinir sömu tala um það, að varnir okkar verði ekki veikari, bara ef við leggjum niður vopnin hægum skrefum. Það er alrangt. Viðbúnaðurinn ver friðinn, — veikleiki býður hættunni heim,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn bættu við herlið sitt í Koreu, eftir átökin, sem urðu þar í síðast liðinni viku, er þeir sendu sveitir her- flugvéla og herskip að landinu. „Við höfum og verðum að hafa styrkleika og diplómatískan hæfileika til þess að viðhalda heimsfriði og gæta hagsmuna þjóðar okkar," sagði Ford ennfremur í ræðu sinni. SÍMI í MÍMI ER 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám. Tannlœknar óskast til starfa við skólatann- lækningar Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefa yfirtannlæknar. Heiisuverndarstöð Reykjavíkur íbúð óskast Lítil íbúð eða gott forstofuherbergi með húsgögnum óskast til leigu uin 2ja mánaða skeið frá 1. sept. nk. fyrir danskan tæknimann, helst sem næst Ártúnshöfða í Re.vkjavík. Upplýsingar i sima 83400 SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Rikisendurskoðunin óskar eftir aö ráða starfsfólk: Tvær stöður í tolladeild. Launaflokkur B—6 Tvær stöður við almenna endur- skoðun. Launaflokkur B—14. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar ríkisendurskoðun, Laugavegi 105. Valhúsaskóli Valhúsaskóli, Seltjarnarnesi, verður settur mánudaginn 6. september kl. 14:00 (2:00 e.h.) í Félagsheimili Seltjarnarness. Skólastjóri. Mólaskólinn Mímir I.iiuudi tuugumálakennsla. Mikið um nýjungar. Kvöld- námskeið — siðdegisnámskeið. Samtalsflokkar hjá Eng- lendingum. I.éftari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga. Franska. spánska. ítalska. Norðurlandamálin. Hin vinsadu enskunámskeið barnanna. Unglingum hjálpað fyrir prói'. Innritun í sinia 10(104 og 11109 kl. 1-7 e.h. Haft er eftir diplomötum í Astralíu að Mao formaður sé fluttur frá Peking. Hér sést hann með einum síðasta þjóðhöfðingja, er hann tók á móti, Kukrit Pramoj. Tékkóslóvakía: POPPRmARHOLDIN HEFJAST 27. StPT. Kvöldblaðið Sun í Sydney í Ástralíu hefur í dag eftir vest- rænum og austurlenzkum diplómötum í Canberra, að Mao Tse-tung, formaður kínverska kommúnistaflokksins, hafi verið fluttur frá Peking. Sé það merki um „endanlegt fall" hans frá völdum. Blaðið segir að fréttirnar af búferlaflutningum formannsins, sem orðinn er 83 ára, hafi borizt til Canberra í diplómataskeytum frá Peking. Að sögn diplómatanna, sem blaðið vitnar í, var helztu sendi- herrum í Peking tilkynnt um brottflutning Maos ,,af ásettu ráði, en ekki opinberlega þó“.' Blaðið segir ekki hvar Mao sé nú niðurkominn. „Diplómatar segja að valda- menn í Kína, undir stjórn Huas forsætisráðherra, virðist vera að gefa í skyn, að þeir hafi ekki lengur þörf fyrir táknræna nær- veru Maos, föður kínversku byltingarinnar, til að tryggja valdastöðu sína,“ sagði Sun. I frétt blaðsins var einnig vikið að því, að kínverskir embættis- menn hefðu látið að því liggja, að brottflutningur Maos frá höfuð- borginni væri i engum tengslum við nýlega jarðskjálfta þar eða sumarhitana. Heilsa Maos er sögð hafa hrakað mjög á undanförnum mánuðum. I júní var frá því skýrt í Peking, að hann myndi af elli- og heilsufars- ástæðum ekki lengur taka á móti erlendum gestum. Réttarhöldin yfir fjórtán tékkneskum popptónlistar- mönnum og listamönnum, sem frestað var fyrr í vikunni, verða sennilega í endaðan þennan mán- uð, að sögn Amnesty Inter- national-samtakanna. Talsmaður austurrísku sam- takanna hefur sagt við frétta- menn að öll líkindi séu til, að réttarhöldin verði haldin annað- hvort 27. eða 29. september. Yfirvöld í Tékkóslóvakíu frestuðu réttarhöldunum, sem áttu að hefjast sl. mánudag. Flestir hinna ákærðu, sem sakað- ir eru um að hafa brotið reglur um almennt velsæmi, eru félagar í rokkhljómsveitum þar í landi. Mao farínn frá Peking? - nœrvera hans segir blaðið Sun í Ástralíu ekki lengur nauðsynleg, Harris-hiónin dœmd í 11 ára fangelsi: „K0MIÐ MEÐ LODDARA OG DANSANDIBIRNI" sagði Bill Harris, þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og konu hans „Komið með loddarana og dansandi birnina, við skulum ljúka þessari vitleysu af!“ hrópaði William Harris þegar hann var dæmdur í ellefu ára fangelsisvist í Los Angeles í gærkvöld ásamt konu sinni. Eiginkona hans hlaut sama dóm, en þau hjónin voru lengst af félagar milljónaerfingjans Patriciu Hearst, sem þau rændu og gerðu síðar að sam- starfsmanni sínum í Symbíón- esíska frelsishernum (SLA). Þau hjónin létu svívirðing- arnar ganga á dómaranum þegar dómurinn var upp kveðinn, og var hann nefndur öllum illuin nöfnum. William og Emily voru fundin sek um fimm ákæruatriði, mannrán og vopnað rán. Patty Hearst var þátttakandi í að minnsta kosti einu þeirra rána. Samkvæmt fylkislögum í Kaliforniu er mögulegt að Harrishjónin verði náðuð eða látin laus til reynslu eftir fjögur ár, þegar þau hafa af- plánað þriðjung refsingar sinnar. Yfirvöldum er þó í lófa lagið að loka þau inni það sem eftir er ævinnar þótt það væri óvenjulegt. Áður en langt um líður munu Harris-hjónin koma fyrir rétt í Oakland þar sem þau hafa verið ákærð fyrir ránið á Patty Hearst sjálfri. Verði þau fund- in sek eiga þau yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.