Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976. Erlendar fréttir REUTER Stalin fœr minna pláss en áður — í njrrí útgáfu sovézku of- frœðibókarínnar Tuttugu og þremur árum eftir dauða Stalins hefur plássið sem honum var ætlað í „Hinni miklu sovézku alfræðiorðabók", verið skorið niður um helming. En í 24. bindi safnritsins um bókmenntir, sem nýlega hefur verið gefið út i Sovét- ríkjunum, er hann ekki gagn- rýndur eins harðlega og áður hefur verið siður þar í landi, eða frá árinu 1957. Þar var áður grein um Stalín, fjórum árum eftir að hann lézt og einu ári eftir að honum var hafnað sem harðstjóra af eftirmanni hans, Nikita Khrushchev. Tólf ár eru -liðin frá því að Khrushchev féll í ónáð og alla tíð síðan hefur verið reynt að draga úr spennunni vegna gagnrýninnar á hendur Stalín. Kemur þetta berlega fram í nýju útgáfunni af safn- ritinu. Þar er ekki minnzt beint á ofsóknir Stalíns fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina, þar sem álitið er að fjöldi fólks, sumir telja allt að einni milljón, hafi látið lífið. Segir ennfremur í greininni, að „persónudýrkun", eins og Stalínstímabilinu er gjarnan lýst, „varð til þess að brjóta harðlega gegn hugmyndum sósíalismans og braut mjög í bága við.starfsemi flokksins og stefnuna um uppbyggingu kommúnismans. 1 útgáfunni, sem birt var árið 1957, var Stalín sakaður um „fjöldaofsóknir" og segir þar ennfremur að yfirmenn íeynilögreglu hans, þeir Yagoda, Yezhov og Lavernty Beria hafi „myrt og útrýmt fjölda heiðarlegra manna, sem undirgefnir hafi verið flokkn- um". n Kiss'mger varar hvíta Afríkumenn við: Sljórn blökkumanna er óumfíýjanleg!" Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað harða afstöðu til kynþáttamisréttisins Ródesíu og Namibíu fyrir fund sinn með Vorster. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Henry Kissinger, sem nú undirbýr fund sinn með for- sætisráðherra Suður-Afríku, John Vorster, hefur sagt að hvítir menn í Ródesíu og Nami- bíu verði að viðurkenna að stjórn blakka meirihlutans í landinu verði að veruleika fyrr eða síðar. Hann sagði á fundi með áhugamönnum um málefni Afríkuríkja í Philadelfíu i gær, að „hvítir menn 1 Ródesíu og Namibíu hljóta að sjá að stjórn meirihlutans er óumflýjanleg. Eina vandamálið er hvernig sú stjórn á að vera og hvernig henni verður komið á". Sagði hann ennfremur að stjórnvöld í S-Afríku hefðu stigið jákvæð skref i þessa átt með því að lýsa yfir stuðningi við stjórn meirihlutans í Ródesíu og með því'að fastsetja dag fyrir sjálfstæði Namibíu. „Ölíkt því sem gerist 1 Ródesíu og Namibíu er ekki hægt að segja að stjórnvöld • í SrAfríku séu ólögleg eða utan- aðkomandi nýlendustjórn. Flestir blökkumannaleiðtogar viðurkenndu að hvítir menn, sem biiið hefðu í landinu öldum saman, væru hluti þjóðar'- innar," sagði hann ennfremur. Réðst Rissinger gegn aðskiln- aðarstefnunni, sem hann sagði ósamræmanlega mannlegri virðingu, — en það er talið vera útspil til þess að verja ferð hans til Zurich, þar sem hann hittir John Vorster, sem hefur verið gagnrýnt í Bandaríkjun- um. Guadeloupe: BRÍNNISTEINSFJALL GÆTI ÍNNSPRUNGIÐ frmðingur segir franskur [arðeðlis- Franskur eðlisfræðingur varaði í gærkvöld við aukinni hættu frá eldfjallinu Soufriere á frönsku eynni Guadeloupe í Karíbahafi, þrátt fyrir eldgosið sem hófst þar í fyrradag og talið er að hafi leyst úr læðingi töluvert af þeirri orku sem býr í iðrum fjallsins. Prófessorinn Allegre, frá eðlis- fræðistofnuninni í París, sagði að óvenjumikið gler hefði borizt upp úr fjallinu í gær og gæti það bent til, að Soufriere væri að búa sig undir kröftugra sprengigos. „Við skulum ekki taka of djúpt í árinni, en okkur ber að fara að með fyllstu gát," sagði Allegre prófessor við fréttamenn í Point- á-Pitre, höfuðborg Guadeloupe. Soufriere (Brennisteinsfjall) er 1484 metra hátt og hóf að gjósa ösku og hrauni í fyrrakvöld. Sjötíu þusund manns hafa verið fluttir á brott frá svæðunum um- hverfis fjallið, sem visindamenn töldu að myndi springa í loft upp af krafti sem væri á við nokkrar kjarnorkusprengjur. Hafréttarráðstefnan: Viðrœðurnar í baklás Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mun halda til New York til þess að athuga hvort hann megi verða að liði við að koma umræðum á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í gang á ný. Búizt er'við að hann verði í New York þar til síðdegis á morg- un. Helmingur af þeim tíma sem ætlaður var til ráðstefnuhaldsins er nú liðinn en ráðstefnuna sækja fulltrúar 150Ianda. Hafa viðræðurnar siglt í strand vegna þess, hversu fulltrúar eru ósammála um ákvæði um nýtingu hafsbotnsins. Þróunarlöndin hafa krafizt þess að yfirráðin yfir nýtingu auð- linda hafsbotnsins verði falin al- þjóðlegri nefnd en Bandaríkja- menn vilja að komið verði á fót annarri nefnd sem gæti réttar einkafyrirtækja í því sambandi. Hafa þeir hótað því að þeir muni hefja málm- og olíuleit á hafsbotni innan skamms, enda þótt ekki verði búið að ná sam- komulagi um þessi atriði. Gúmmihúðaðir leðurfótboltar Verð aðeins kr. 3.750. Markmanns- hanzkar Quick og Stylo Fótboltaskór Hagstœtt verð UTÍJLIV fyrírtæki 76-77 komin út Bókin (slensk fyrirtæki veitir aögengilegustu og viðtækustu upplýsingar um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir, sem eru fáanlegar í einni og sömu bókinni. islensk fyrirtæki Skiptist niöur í: Fyrirtækjaskrá, Viðskipta- og þjónustuskrá, Umboðaskrá og lceland today. Viðskiptalegar upplýsingar á ensku um ísland fdag. íslensk fyrirtæki kostar kr. 4.500.—. Sláiö upp í "ÍSLENSK FYRIRTÆKI" og finnió svariö. FÆST HJÁ ÚTGÉFANDA. Útgefendi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 - Símar: 82300 82302

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.