Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976. 9 Eftir flugferð frá Hólmavik er hún nú aðdráttarafl í Sœdýrasafninu Hnísan lét ginnast af 2 silungstittum „Hnísan, sem við fluttum frá Hólmavík, var mjög góóur far- þegi“, sagði Hilmar Baldursson, starfsmaður Flugstöðvarinnar, í viðtali við Dagblaðið. „Hún gerði engar sérstakar kröfur og þurfti ekki einu sinni ælupok- ann en þó var hún flutt sem V.I.P — farþegi", sagði Hilmar. V.I.P. er skammstöfum fyrir „very important person" og út- leggst: mjög mikilvægur far- þegi. Þessi farþegi er nú kom- inn heilu og höldnu í Sædýra- safnið í Hafnarfirði en Einar Hansen, hótelhaldari á Hólma- vík, fékk hnísuna í silunganet sem hann lagði úti við Hólmann þar. „Ég var búinn að sjá hnísuna að heiman frá mér við netin sem liggja í aðeins um 100 metra fjarlægð frá höfninni hérna“, sagði Einar Hansen er fréttamaður talaði við hann. „Hún kom upp alltaf öðru hvoru til að anda“, sa'gði Einar. „og datt mér í hug að hún kynni að vera föst i netinu sem er mjög létt“. Einar Hansen hafði nú sam- band við Jón Gunnarsson for- stjóra Sædvrasafnsins og spurði hvort hann hefði áhuga á að fá hnísu í safnið. Jón fékk strax flugvél hjá Flugstöðinni hf. í Reykjavík til þess að fara norður á Hólmavík til að sækja þennan óvenjulega farþega. Einar Hansen útbjó nú grind með hengikoju í báti sín- um og tókst að koma hnísunni fyrir í henni þegar flugvélin var lent. Slðan fór hann með hnísuna á jeppakerru frá höfn- V inni til flugvallarins. A þessu ferðalagi smurði Einar hnísuna vel í parafínolíu til þess að hún þornaði ekki, auk þess sem hann breiddi yfir hana renn- blaut baðhandklæði. Tókst vel að koma hnísunni fyrir í flugvélinni í körfu og í bíl frá flugvellinum í Sædýra- safnið. Allt þetta ferðalag, á sjó, landi og í lofti, er að þakka eða kenna tveim silungstittum sem voru í neti Einars Hansens á Hólmavik. Hefur hnísan ugglaust ætlað að fá sér þá í morgunverð en festist síðan sjálf í netinu. Þetta er ekki fyrsta sædýrið sem Einar Hansen hefur náð. Fyrir um það bil 12 árum fann hann risaskjaldböku á Húna- flóa. Var hún dauð en talin hafa borizt með hafstraumum alla leið sunnan úr Karabiska hafinu. Vó hún um 300 kiló. Var hún stoppuð upp og prýðir nú Náttúrugripasafnið í Reykjavík. —BS Hnisan glöð og ánægð á ákvörðunarstað í Sædýrasafninu. DB-mynd Arni Páli. Bílslys við Krðflu Laust fyrir hádegi í gær ók jeppabíll út af veginum við Kröflu og valt. Þrír menn voru í bílnum og kastaðist einn þeirra út og varð að einhverju leyti undir bílnum. Slasaðist hann eitthvað en ekki lífs- hættulega. Hinir tveir menn- irnir tolldu inni í bílnum og sluppu ómeiddir. Maðurinn, sem slasaðist, heitir Hallgrím- ur Pálsson og hefur umsjón með starfsmannabúðunum við Kröflu. Bíllinn er bílaleigubíll frá Akureyri. Nýkomnir kajakar 0U€SIB« — Buxur fró kr. 2000.- (gallabuxur, flauelsbuxur, i terylenebuxur), blússur, l mussur, bolir. Leðurjakkar \ frakkar, skór o.ffl. ATH. Útsalan stendur aðeins fram að helgi Bergstaðastræti 4, sími 14350

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.