Dagblaðið - 01.09.1976, Síða 10

Dagblaðið - 01.09.1976, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976. HMBIAÐW Iifálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaöiðhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigarðsson, Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir. Ölafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir Arni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson Gjáídkeri: Þráinn Þorleifsson. DreifingarstjÓri: Már E.M. nalidórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Samningar brotnir Þjóðverjar hafa getað komizt undan ákvæðum samninganna. Þeir hafa greinilega sótt á þau mið, sem helzt gefa þorsk, þótt samningurinn hafi ætlað þeim að veiða aðal- lega karfa og ufsa. Þeir eru skuldbundnir til að gefa upp aflann daglega, en í reyndinni hafa þeir gefið upp að hafa veitt karfa eða ufsa, þar sem íslenzkir sjómenn vita af eigin reynslu, að Þjóðverjarnir voru að veiða þorsk. Þetta hefur til dæmis gerzt á Halamiðum. Þar hafa verið f jölmargir íslenzkir togarar, sem ekki fá karfa, en þýzku togararnir við hlið þeirra eru sagðir fá karfa en ekki þorsk. Þjóðverjar hafa aðrar leiðir til að margfalda þann þorskafla, sem samningarnir heimila þeim. Þeir geta komið við á öðrum miðum en íslandsmiðum í sömu veiðiferð og látið sem svo, að þeir hafi fengið þorskinn, sem þeir koma með til Vestur-Þýzkalands, á hinum miðunum. Þetta er stórt gat í samningunum. Aldrei átti að leyfa Vestur-Þjóðverjum að fara á önnur mið ,,í leiðinni“. Afleiðing þessa er augljós. Engin leið er að fylgjast með, hvað vestur-þýzku togararn- ir hafa fengið á íslandsmiðum og hvað annars staðar. Tilgangurinn með samningunum við Vestur- Þjóðverja í fyrra var að halda þeim við karfa- og ufsaveiði. Þeir mega á ári veiða 55 þúsund tonn af þessum fisktegundum. Svo var þeim leyft að veiða fimm þúsund tonn af þorski, aðallega til þess að þeir þyrftu ekki að fleygja, ef einhver þorskur slæddist með. íslenzk stjórnvöld hafa verið lengi að átta sig á þessum samningsrofum Vestur-Þjóðverja. 1 ljós er komið, að Landhelgisgæzlan hefur, að sögn forstjóra Gæzlunnar, ekki talið sitt hlut- verk að fylgjast með afla og aflasamsetningu í vestur-þýzku togurunum. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur beðið Landhelgisgæzluna að gera þetta og nú látið að því liggja, að þjálfa mætti sjómenn Gæzlunnar til að gera þá hæfa til að annast þetta eftirlit. Þá hefur konsúlum í Vestur-Þýzkalandi, sem að vísu eru Þjóðverjar, verið falið að fylgjast betur en ella með löndunum togaranna þar. Þessar aðgerðir eru góðra gjalda verðar, en í rauninni er hætt við, að þær dugi skammt. Gat er á samningunum sjálfum, sem slíkar aðgerðir megna ekki að bæta. Hætt er við, að eftirlit landhelgisgæzlunnar með aflasamsetningunni verði af skornum skammti og enn sem fyrr verður ekki með eftirliti þýzkra konsúla úr því skorið, hvaðan þorskurinn kemur, sem landað er. Þýzku samningarnir voru frá upphafi mis- tök. Úr þeim verður ekki bætt með öðrum hætti en að losa okkur algerlega úr viðjum þeirra. Fréttir Dagblaðsins síðustu daga hafa enn varpað ljósi á þessar staðreyndir. Nú er ljóst orðið, að Vestur- Þjóðverjar brjóta samningana um fiskveiðar innan 200 mílnanna. ís- lenzkir sjómenn telja, að Þjóð- verjarnir kunni að hafa veitt „nokkrum sinnum“ þau fimm þús- und tonn af þorski, sem samning- arnir leyfðu. Vestri Nýja Gínea: AF HINNI FURÐULEGU DANI-ÞJÓÐ ER LÆTUR r •• KYNLIF L0ND 0G LEIÐ Karlmcnn af Dani-ættbálki meö hólkana merkilegu, sem eru aðeins teknir af til að hafa þvaglát og samfarir. Þeir hafa ekki kynferðismök fyrstu tvö árin í hjónabandi og þeir láta þau alveg eiga sig í fjögur — sex ár eftir barns- burð. Kynlíf fyrirog utan hjóna bands þekkist ekki og engin merki finnast um kynvillu eða, aðra kynferðislega útrás. Og það sem meira er: enginn virðist sýna á nokkurn hátt að hann/hún sé óhamingjusamur eða haldinn streitu. Ofurmannlegir? Ömann- legir? Lygi vísindaskáldsagna- höfundar? Nei. Þessi ættbálkur er kallaður Dani og þeir lifa við hestaheilsu í Stóradai í Vestur Irian (sem fyrrúm hét Vestri Nýja Gínea), þar sem bandaríski mannfræðingurinn Karl Heider frá fylkisháskólan- um í Suður-Karólínu fylgdist með þeim og rannsakaði í hálft þriðja ár. Heider, sem hefur kennt við engu óvirðulegri skóla en Harvard, Brown og Stanford, lýsir kynlífi Dani- þjóðarinnar — sem er fimm þúsund manns — í nýjasta hefti Man, riti Konunglegu brezku mannfræðistofnunar- Fullir kistlar af limahólkum Áhugi Heiders á Dani- þjóðinni var vakinn þegar hann sá furðulega hólka, sem karl- arnir bera á getnaðarlim sínum og taka ekki af nema til að hafa þvaglát eða samfarir. Stærð og lögun þessara hólka er mjög mismunandi og lét Heider sér því detta i hug í upphafi að með nánari athugun á þessu atriði gæti hann komizt að persónu- leika karlanna. í ljós kom að hver og einn karl átti fullan kistil af þessum limahólkum og datt aldrei í hug að nota þá til kynferðislegrar tjáningar sem er hvergi í heiminum minni en meðal Dani-þjóðarinnar. I frásögn Heiders af rann- sóknum sínum kemur fram að engin sérstök boð eða bönn gilda um kynlíf. Engin skýring er til á því hvers vegna kynhvöt þeirra er í lágmarki. Þeir segja sjálfjr að ef þeir hefji samfarir fyrr en venjan er eftir barns- burð verði andarnir reiðir. En jafnframt er samband þeirra við andana áberandi vingjarn- legt og Heider kemst að þeirri niðurstöðu að öndunum sé ekki sagt allt. Öll drift í lógmarki Dani-þjóðin virðist einfaldlega ekki vera drífandi, hvorki i kynferðismálumné öðr- um málum. Geðbrigði eru fá, listrænir tilburðir litlir og fáir bardagar. í stað þess að láta í ljós reiði gæta Dani-menn þess að hverfa á brott frá ástandi eða aðstöðu sem annars staðar væri talin til þess fallin að brýna raustina. Stríð — þegar þau loks brjótast út við ná- grannana — eru svipuð og villi- dýraveiðar í Bandaríkjunum, segir Heider. Stríðsmennirnir byrja á þvi að ræða málin fram og til baka, síðan berjast þeir í klukkustund eða svo og ræða málin á nýjan leik. Hefnigirni og reiði skiptir yfirleitt aldrei máli. Dani-menn vilja miklu frekar hafa andana góða og ljúka bardögum af eins fljótt og auðið er. Það eina, sem þeir virðast hafa einhvern áhuga á, er að ala grisi og rækta jarð- ávexti. Þurfa hugmyndir Freuds endurskoðunar með? Heider segist ekki hafa hugmynd um hvers vegna orka Dani-þjóðarinnar er svo lítil sem raun ber vitni. Barnadauði er í lágmarki, mataræði heil- brigt og alvarlegir sjúkdómar óþekktir. Heider útilokar ekki að duldar erfðafræðilegar eða líffræðilegar skýringar kunni að vera fyrir hendi en hann telur þó líklegra að „orkuskort- urinn“ sé menningarlegs eðlis. Reynist það rétt kann að fara svo að hugmyndir Vesturlanda- búa um kynhvötina — sem aðallega eru fengnar frá Freud — þurfi endurskoðunar með.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.