Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 197P- Rock 'n' RoH festival 76: Þar verður fjörið í kvöld Þá fer senn stóra stundin að renna upp fyrir þá, sem aldrei hafa verið á stórhljómleikum. Rock 'n' Roll hljómleikar Óttars Felix Haukssonar hefjast klukkan hálfniu í kvöld. Það þarf varla að kynna það lesendum poppsiðunnar, hvaða hljómsveitir koma fram á hljðmleikunum. Ef það skyldi samt haf a f arið f ram hjá einhverjum unnanda popptón- listar, þá er þar saman kominn rjóminn af íslenzkum rokk- hljómsveitum. Það eru Paradís, Celsius, Cabaret, Fresh og Eik. Reyndar hefði verið skemmtilegt að sjá nokkrar fleiri hljómsveitir sviðinu i Laugardalshöll i kvöld. Þar má nefna Hauka sem enn hafa ekki leikið fyrir Reykvlkinga. Þá hefðu Galdra- karlar einnig mátt láta sjá sig, en það verður ekki við öllu séð. Sjónvarpið er búið að fá leyfi til að taka tðnleikana upp á myndsegulband. Deila FlH, Óttars og Sjónvarpsins, sem reyndist engin deila, heldur smá misskilningur. er farsæl- lega leyst. Tony Cook hinn brezki verður a hljóðupptðku ekjunum. Aldrei stðð nein deila um hans hlut í tónleikunum. Hann undir- ritaði strax samninga um að fá greiðslu í íslenzkum þúsund- köilum og skozkri viskíflösku, svo að hann verður vonandi ánægður með sinn hlut. 1 salnum verður staddur í kvöld bandarískur umboðs- maður, Kramer að nafni. Ef hann sér og heyrir eitthvað, sem honum f innst brúklegt, þá er hann tilbúinn að gera þann hinn sama að stjörnu í Banda- rikjunum. Kramer er annars' einkaumboðsmaður söngkon- unnar áströlsku, Oliviu Newt- on-John og fleiri bandariskra skemmtikrafta. Þá er ekkert eftir nema að tryggja sér miða og skella sér siðan í Höllina með tónleika skap i maganum. Siðast voru haldnir stórir íslenzkir popptónleikar fyrir sjö árum og óvíst er að nokkur nenni að standa i slikum framkvæmd- um næstu sjö árin. Ef allt tekst vel á Óttar Felix Hauksson nnklar þakkir skildar. Ef mis- tök verða, sem vonandi verðui þó ekki — nu þá gera áheyrendur bara skammazt í lesendadálkum Dagblaðsins. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.