Dagblaðið - 01.09.1976, Síða 15

Dagblaðið - 01.09.1976, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGIJR 1. SEPTEMBER 1976. Popphátíð '69: ÞANNIG SKíMMTUM VIÐ OKKUR í GAMIA DAGA 15 N Mikill troöningur bítilóöra ungmenna haföi myndazt fyrir framan sviðið. Hann steig upp á stól sem brotnaði strax undan þunga hans og hinna tveggja sem stóðu fyrir á honum. Þá var bara stokkið upp á annan stól sem brotnaði einnig. Þá voru ekki fleiri stólar heilir í fremstu röðunum, — þeir voru allir orðnir að ónýtu spýtna- braki. Uppi við sviðið dansaði stór svoli í gulri úlpu og öskraði: Trúbrot, Trúbrot, þeir eru beztir. Smástelpur í kringum hann skríktu Bjöggi, Ævýitýri, Bjööööögggi! Og svo létu þær Ííða yfir sig. Á sviðinu var Trú- brot og reyndi að koma lögum sínum út í salinn í gegnum bilað söngkerfi. Þessar eru endurminningar manns, sem var 15 ára þegar popphátíð ’69 var haldin,' — popphátíðin, þegar Björgvin Halldórsson var kjörinn popp- stjarna íslands og Ævintýri var kosin vinsælasta hljómsveitin. Tíu hljómsveitir það kvöldið Það voru hvorki meira né minna en tíu hljómsveitir, sem léku á Popphátíðinni ’69. Þær voru Arfi, Dúmbó, Pops, Tárið, Ævintýri, Öð- menn, Náttúra, Júdas, Roof Tops og Trúbrot. Hátfðin átti að hefjast klukkan átta um kvöld- ið en tafðist í klukkutíma þar eð hljóðfæraleikararnir kröfð- ust þess að fá hluta af kaupinu sínu greiddan áður en fjörið byrjaði. Það hafðist í gegn, en seinni hluti kaupsins kom ekki fyrr en í fyrra, er þrotabú hátíðahaldarans var gert upp. Arfi var fyrsta hljómsveitin sem kom fram. Hún vakti fremur litla athygli, nema hvað þar voru tveir góðir menn. Þeir hétu Ásgeir Óskarsson trommu- leikari og Tómas Tómasson bassaleikari. Síðan kom hver hljómsveitin af annarri fram. Pops léku lög af dansleikja- prógrammi sínu og nauðguðu sýningardúkku á sviðinu. Samtímalýsing úr táningablað- inu Jónínu segir eftirfarandi: „...Öttar fékk inn á sviðið út- stillingarbrúðu í fullri líkams- stærð. Tók hann síðan að þreifa á henni og klæddi hana síðan úr buxunum. Kjass og kossa- flens fylgdi, en síðan þeytti hann kvendinu í gólfið svo fast, að höfuðið losnaði af búknum og stórskaddaðist að auki. Eftir það greip hann gítarinn sinn aftur og tók til við spila- mennskuna á nýjan leik, en stakk öðrum fæti sínum milli fóta hinnar höfuðlausu brúðu og hreyfði fram og aftur við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.” (Jónína 2. tbl., 1. árg. 1969). Þegar næstsíðasta hljómsveitin, Roof Tops, kom fram trylltust áhorfendur og ruddust að sviðinu. Roof- Topsmenn sögðu eftir á að þeir hefðu orðið steinhissa, því að þeir héldu að þeir væru ekki svo vinsælir. Lætin héldust síðan á meðan Trúbrot Iék. Skrítnar vinsœldakosningar Mörgum þótti furðulega staðið að vinsældakosningum sem fram fóru á meðan á hátiðinni stóð. Kjósendur urðu að skila seðlum sínum áður en allar hljómsveitirnar höfðu lokið leik sínum og þótti það all furðulegt. Svo skrýtnar þóttu kosningarnar að engar slíkar fóru fram í iangan tíma á eftir. Annars féllu atkvæði þannig að poppstjarna ársins var kjörinn Björgvin Halldórss. í öðru sæti varð Rúnar Júlíusson. Aðrir fengu minna. Björgvin hafði mikla yfirburði yfir aðra. Tilkynnt var á popphátlðinni að atkvæði hans hefðu nægt til að fylla heilan kassa. Margir veltu síðar fyrir sér stærð kassans. Vinsælasta hljómsveitin var Ævintýri en þar var Björgvin söngvari. Hljómsveitin fékk 726 atkvæði. Næsta hljómsveit á eftir Ævintýri, Trúbrot, hlaut 700 atkvæði. Eftir að úrslitin höfðu verið birt lék Ævintýri við mikil fagnaðarlæti og píkuskræki. Einars þóttur Sveinssonar Maðurinn að baki popphátíðinni var Einar nokkur Sveinsson. Hann hvarf úr landi skömmu eftir hátiðina og fréttist af honum á E1 Salva- dor þar sem hann mun vera búsettur enn þann dag í dag. Gróði popphátíðarinnar hefur vonandi nægt honum til að koma fótunum fyrir sig þar ytra. Alls voru þetta um 4000 manns sem skemmtu sér í Laugardalshöllinni þetta septemberkvöld fyrir sjö árum, og hefur það sem kom í kassann væntanlega verið sæmilega feitt. -ÁT POPPSTJARNA ’69. Björgvin Halldórsson fórnar höndum í fögnuði. ÚTSTILLINGARBRÚÐAN sví- virt: Hljómsveitin Pops sló á léttari strengi er hún afkiæddi gínu og hausbraut hana. Á myndinni eru þeir Ólafur Sig- urðsson, Pétur Kristjánsson og Óttar Felix Hauksson. Hann stendur einmitt fyrir hátiðinni í kvöld.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.