Dagblaðið - 01.09.1976, Side 24

Dagblaðið - 01.09.1976, Side 24
Gengissigið: Komið til móts við kaupmenn Gengissig krónunnar getur oft leitt til þess, að tap verði á sölu vara, sem fluttar eru inn með erlendum gjaldfresti, þegar innkaup vörunnar eru gerð upp á hærra verði á hirium erlenda gjaldeyri en verðlagn- ingin hér er miðuð við. Reynt hefur verið að bæta úr þessu með því að leyfa að jafna verð- inu milli sendinga vegna gengissigs á sumum vörum. Verðlagsnefnd samþykkti hina nýju skipan á fundi 25. ágúst. Var þó ekki farið að til- lögum kaupmanna nema að nokkru leyti. Verzlunarráðið hafði lagt meiri áherzlu á önnur úrræði. Til dæmis nefndu þau, að komið yrði á fót „framvirkum gjaldeyrismarkaði", sem yrði þannig, að inn- og útflytjendur gætu keypt og selt erlenda mynt á ákveðnu gengi miðað við afhendingu á ákveðnum degi í framtíðinni. Stjórnvöld treystu sér ekki til að verða við þeim óskum. í öðru lagi lagði Verzlunarráðið til, að inn- flytjendur mættu verðleggja vörur sínar á daggengi að við- bættri þeirri hækkun á verði erlendrar myntar, sem yrði á jafnlöngu tímabili og sam- svaraði hinum erlenda gjald- fresti. Einnig þessu var hafnað. —HH Hætt er við að garðávextir og ber hafi látið á siá við fyrsta næturfrostið i nótt. (DB-mvnd JR) — en sundstaðir loka sem um vetur vœri Glaðasólskin er um allt land, meira að segja hérna á suð- vesturhorninu. Veðurstofan upplýsti að hitastigið yrði svona þokkalegt í dag en víðá var næturfrost i nótt. Frostið komst í 3 gráður í tveggja metra hæð í Reykjavík. Niðri við jörð geta þvi jafnvel hafa verið 5-6 gráður. Þetta hefur Vitanlega áhrif á kartöflugrös, svo að ekki er allt fengið þótt við Sunnlendingar loks sjáum til sólar. Sumartíma er lokið á sund- stöðum Reykjavíkur og er þar nú opið sem að vetri til. Það er því ekki um annað að ræða fyrir fólk, ef það vill njóta sólbaða og annarra baða, en að fara í bað heima hjá sér, og striplast svo úti á svölum eða úti í garði eftir lokunartíma þeirra. Ráðlega væri sennilega að koma sér upp einhverju skjóli. Enginn efast um að sólin haldi áfram að verma okkur, eða er það? -EVI. 'Bíleigendur þurftu að skafa hrímið af rúðum sínum þegar þeir komu út i morgun. (DB- mynd AP) Af Kloppinni í Stykkishólm „Þessi tankur er á leiðinni af Klöppinni vestur í Stykkis- hólm,“ sagði Svan Friðgeirsson, stöðvarstjóri BP í Laugarnesi í viðtali við Dagblaðið, við flutning siðasta tanksins af staðnum nú í gær. „Við von- umst til að hann verði tekinn á land þar í nótt og á að nota hann undir olíu, eins og hiná tankana þrjá sem á Klöpp voru upphaflega.“ Sagði Svan að tankarnir hefðu verið smíðaðir árið 1928 en sama ár voru einnig reistir tankar í Skerjafirði. „Aður fyrr var öll olía og bensin flutt inri í tunnumj" sagði hann. Klöppin sjálf mun vera „lent í skipulaginu" og verður tekin undir breikkun Skúlagötunnar. „Ekki veit ég hvenær af því verður, það er langt síðan við áttum að fara að fara og okkur var úthlutað lóð fyrir neðan Hafnarbíó," sagði Svan. Eins og sjá má, voru þetta miklir flutningar, en Bjarn- leifur smellti þessari mynd af þeim í gær. -HP. Laxór- virkjunarstjórn í berjamó Stjórn Laxárvirkjunar brá sér í berjamó á föstudaginn var og tók Friðgeir Axfjörð þessa mynd af því. Meðal stjórnar- mannanna slæðast nokkrir blaðamenn, en á föstudaginn bauð stjórnin þeim til sýningar- ferðar um athafnasvæði sín þar sem frágangi þar telst nú lokið. Sjá nánar á bls. 4. Rorgarráð tekur af skarið í mjólkursölumálunum — óska eftir viðrœðum við Mjólkursamsöluna og kaupmenn Tillaga Björgvins Guðmunds- sonar í mjólkursölumálunum var efnislega samþykkt í borgarráði í gær. Tillagan er þess efnis, að Reykjavíkurborg taki upp við- ræður við Mjólkursamsöluna og Kaupmannasamtökin um þau nýju viðhorf sem skapazt hafa í mjólkursölumálum í Reykjavík. Tilgangurinn meu pessum við- ræðum skal vera sá, aó koma í veg fyrir að neytendur í borginni verði fyrir óþægindum, er hið nýja fyrirkomulag í mjólkursölu- málum kemur til framkvæmda hinn 1. febrúar næstkomandi. Meðal annars er gert ráð fyrir því, að með viðræðunum takist að fá samkomulag við Mjólkursamsöl- una um að reka áfram mjólkur- búðir í hverfum þar, sem mat- vörukaupmenn hafa ekki aðstöðu til mjólkursölu. Heilbrigðismálaráði Reykjavik- ur var falin meðferð málsins. BS. frýálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 1. SEgT.' 1976.) Timman tekur enn forystu i Reykjavikurskákmótinu — Skák kvöldsins í 7. umferð: Timman-Guðmundur Timman hefur nú tekið forystu í Reykjavíkurskákmótinu með 4‘A vinning og biðskák eftir 6 um- ferðir. Staðan eftir 6. umferðina, sem tefld var í gærkvöldi, er þessi: 1. Tímman: 4 Va vinningur og biöekák 2. -3. Fríörik, Najdorf: 4 ’/z vinningur. 4. Tukmakov: 4 vinningar 5. -6. Guömundur, ingi R.: 3 Va vinningur og biöskák 7. Antoshin: 3 vinningar og biöskák 8. Helgi: 2 V* vinningur og biöskák 9. -10. Koene, Haukur: 2 Vz vinningur 11. Matera: 2 vinningar 12. -13. Westerínen, Vukcevich: 1 V2 vinningur 14. Margeir: 1 vinningurog biðskák 15. -16. Gunnar, Bjöm: Vz vinningur og biöskák. Úrslit skákanna í 6. umferð urðu þessi: Friörík—Antoshin: Va — Va Guömundur—Bjöm: 1—0 Ingi—Margeir, Helgi—Westerinen, Gunnar—Vukcevich: Biöskák Tukmakov—Keeno: Va — Va Najdorf—Matera: 1—0 Haukur—Timman: 0—1 í 7. umferðinni í kvöld eigast þessir við: Margeir—Haukur, Vukce- vich—Ingi R., Westerin- en—Gunnar, Keene—Helgi, Mat- era—Tukmakov, Antoshin—Naj- dorf, Björn—Friðrik, Timman og Guðmundur. Gkepaaldan vex: Nœturvörðum fjölgað viða Næturvarzla hefur veuð stóraukin á höfuðborgar- svæðinu á undanförnum mánuðum. Vitað er um fyrirtæki þar sem áður var einn maður við vörzlu en nú eru þeir orðnir þrír þannig að aldrei þarf næturvörður að vera einn. Hin tíðu og hrikalegu af- brot undanfarinna ára, sem mörg eru ennþá ekki upp- lýst, hafa valdið þessu. Þessu til viðbótar koma svo tímabundnir innbrotafar- aldrar. Næturvörzlustarfið krefst aukinnar árvekni og fylgir því spenna og álag, þegar afbrot eins og líkams- meiðingar og morð vaxa réttargæzlunni yfir höfuð. — BS — Árekstur i Vestmannaeyjum: Mótorhjól og bill skullu saman Umferðarslys varð a gatnamótum Skólavegar og Hásteinsvegar í Vestmanna- eyjum í gærdag. Þar ók piltur á mótorhjóli inn i hlið- ina á bíl. Hann var fluttur í sjúkrahús til rannsóknar en var ekki talinn beinbrot- inn. Að sögn lögreglunnar i Vestmannaeyjum virðist pilturinn á mótorhjólinu hafa ætlað að aka fram úr bílrtum á gatnamótunum. Billinn tók þá vinstri beygju og ók mótorhjólið í hliðina á honum. — AT —

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.