Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 — 195. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Nú verður crf lasamsetning þýzku togaranrm loks könnuð — sérstakir menn fara vœntanlega með Landhelgisgœzluskipunúm til þessa eftirfits MÆTTIRI Það voru ekki bara hinir fræknu pabbar, sem mættu til ieiks, — hér eru börn Marteins Geirssonar komin heim til islands, og hjálpa til að passa töskurnar með iþróttabúningnum, þar á meðal knattspyrnuskónum sem eiga að duga vel gegn Belgum um helgina. Sjá nánar íþróttir á bls. 12—13. Mættir í slaginn gegn Beig- um og Hollendingum. Atvinnu- mennirnir okkar i Belgíu, þeir Marteinn Geirsson, Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir Lei"s- son. Lengst til hægri er móðir Asgeirs, Vilborg Andrésdóttir en hún hefur dvalið ytra með syni sínum. Ljósmyndarinn okkar, hann Bjarnleifur Bjarnleifsson, var að sjálfsögðu mættur þegar þau komu til Keflavíkurflugvallar í gær og smellti af. Eins og kunnugt er þá mætir ísland stórþjóðum á knatt- spyrnusviðinu, Belgum og Hol- Iendingum i undankeppni HM Landsieikurinn við Belga verður á sunnudag og við Hol- lendinga á miðvikudag. Hvað er að gerast i hinni lokuðu undraverðld bankanna? RÁÐHERRA FÆR 5,7 MILLJÓN w w KRONA LAN - Sjá grein Vilmundar Gylfasonar á bls. 10-11 „Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur skrifað okkur bréf og farið þess á Ieit að við förum um borð í þýzku togarana til að kanna aflasamsetningu og afla- magn þeirra," sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar í viðtali við DB í morgun. Hann sagði að siðan hafi verið lítið á afla hjá þýzkum togara, en ekki gerð nein úttekt, enda hafi hann þegar óskað eftir þvi við ráðu- neytið að það legði til mann eða menn, reynda togarasjómenn, til að framkvæma úttektir af þessu tagi af fyllstu kunnáttu. Gerði hann ráð fyrir að það fyrirkomulag kæmist á innan tiðar, og eins og Pétur sagði: „Þeir eru velkomnir um borð hjá okkur í dag eins og aðra daga og við höfum aðstöðu fyrir þá um borð hjá okkur." Þetta fyrirkomulag mun þýða stór- aukið aðhald að v-þýzku togurunum, en íslenzkir sjó- menn hafa bcnt á að þeir hafa átt bægt um vik með að hagræða tölum um aflasam- setningu af Islandsmiðum. —G.S. Frjálsari verðlagning tekin upp í áföngum Frjáísari verðlagsgjöf verður tekin upp i þrepum næstu árin. Miðað verður við fyrirmyndir frá iiðrum Norðurlöndum, einkum Danmörku og Noregi. Þar er verð- lagning að mestu frjáls, en verðlagseftirlit getur gripið í laumana, éf þörf þykir og samkeppni er ekki talin virk. Þetta kom fram í viðtali við Björgvin Guðmundsson, skrif- stofustjóra í viðskiptaráðuneyt- inu, i morgun. Hann var formaður í þriggja manna nefnd, sem nú hefur lokið samningu draga að frumvarpi um nýja verðlagslög- SJöf. Björgvin sagði, að ekki hefði þótt unnt að koma hinni nýju skipan á í einum áfanga, heldur yrði það gert smátt og smátt. í frumvarpsdrögunum eru ákvæði um, hvernig eyða skuli samkeppnishömlum. Drögin hafa enn ekki verið lögð fyrir ríkisstjórnina í heild. Þau munu verða sýnd hagsmunasam- tökum, sem í hlut eiga, í verzlun 'og iðnaði og samtökum laun- bega. Ekki er hægt að segja fyrir um, hvenær unnt verður að leggja frumvarp um þetta efni fyrir Alþingi. Með Björgvin i nefndinni, sem drögin samdi, voru Georg Ölafs- son verðlagsstjóri og Gylfi Knud- sen í viðskiptaráðunevtinu. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.