Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976. ARGENTINA: Syni rit- sfjoro rœnt — skœruliðar að verki Tveggja ára syni ritstjóra i Argentínu hefur verið rænt og telja foreldrar hans þaó ekki útilokaó, að skæru- liðar hafi verið þar að verki. Að sögn heimildarmanna Reuters var barnið tekið frá heimili sínu i La Plata, skammt frá Buenos Aires. Barnið, sem heitir David, er sonur Raul Kraiserlburd, ritstjóra við dagblaðið El Dia. Afi barnsins, sem einnig hét David og var stofnandi blaðsins, lét lífið er lögregl- an réðist að „fangelsi þ.jóðar- innar", þar sem hann var hafóur í haldi eftir að skæruliðar rændu honum árið 1974. . Miklar stjórnmálaóeirðir hafa verið í Argentínu að undanförnu og fyrir skömmu var lögreglumaður skotinn til bana af mönnum, sem óku framhjá honum í bifreið á fullri ferð. Skæruliðasamtök, sem nefna sig Þjóðfrelsisherinn, hafa að undanförnu haft sig mikið í frammi og segja stefnu herforingjastjórnar- innar þar í landi vera „hungur, mannrán, pynt- ingar og dauða". Boða þeir, að baráttunni verði haldið áfram af fullum krafti og segja alla vopnfæra menn og konur vera vel- komin i samtökin. Óeirðimar í S-Afríku fœrasf i/i/iiijíi i - tveir létu lífið Tveir blökkumenn létu lífið í gærkvöldi, er lögreglan hóf skothríð á hópa blökkumanna í úthverfum Höfðaborgar í S- Afriku. Áður hafði lögreglan barizt með táragasi og kylfum gegn hópum blökkumanna sem voru með óeirðir í miðborg Höfða- borgar. Um þrjú þúsund blökku- menn og kynblendingar sem eru við nám í háskóla borgar- innar létu til sín taka í óeirðun- um. Er þetta í fyrsta sinn sem bardagarnir berast inn í borgarmörkin síðan kynþátta- óeirðirnar í landinu hófust fyrir ellefu vikum. Starfsmenn skrifstofa lokuðu sig inni á vinnustöðum sínum er táragasið dreifðist um borgina og margir saklausir áhorfendur urðu fyrir barðinu á kylfum lögreglumanna, sem réðust að þeim er stóðu að mót- mælum. Koma óeirðir þessar sér illa fyrir Vorster forsætisráðherra landsins, sem fer til fundar við Kissinger utanríkisráðherra Bandarikjanna um næstu helgi. * ', . : ¦¦ ' •'"" ' '"*• ,,,' '"¦.'* ' .'.'.-¦" * . , " -jc- '' '**W?5' ."%* . * J\ ^ * , , . ^_ *¦' ¦ t:. :;.. ,-: -¦>,, - ___'..' *W"*4>. .•'..'"¦*" .,'..','.* -' • , . Lögreglan beitti táragasi og kylfum gegn hópum blökkumanna og kynbienainga en er peir sottu í sig veðrið var hafin skothríð. Tveir menn létu lífið. VBÐMAUÐ ENDAÐI MÍD MORDI Veðmál tveggja ungra pilta í Vancouver í Kanada kostaði tíu ára gamla stúlku lífið. — Pilt- arnir veðjuðu um, hvort annar þeirra þyrði að myrða hana. Stúlkan, sem hét Kerry McClain, fannst skömmu síðar látin í baðkeri með 47 hnífs- stungur á likamanum. Þegar veðmálið reis voru piltarnir og Kerry í feluleik. Morðinginn er 16 ára gamall. Lögreglan í Vancouver hefur enn ekki birt nafn hans Hussein kom á óvœntan fund með Assad í gœr Hussein, konungur Jórdaníu Hussein Jórdaníukonungur kom í óvænta heimsókn til Sýr- lands í gær til þess að ræða vandamál Líbanon við Hafez Assad forseta. I tilkynningu, sem gefin var út eftir fund þeirra, segir að báðar þjóðirnar vilji að eðli- legur gangur komist á líf manna í Líbanon og vilja báðir þjóðhöfðingjarnir auka sam- stöðu Arabaþjóða. Þeir ræddu saman í fimm klukkustundir um það sem segir i tilkynningunni að hafi verið „áframhaldandi stuðning- ur Sýrlendinga við Líbanon." Sýrlendingar hafa nú um 13 þúsund manna herlið i Líbanon og talið er, að þeir ráði um 60% landsins. Forsetinn og konungurinn voru þeirrar skoðunar, að Ar,abaþjóðirnar myndu sigrast á erfiðleikum sínum, sagði enn- fremur í tilkynningunni. Hussein fór frá Amrnan seint í gærkvöldi. Þyrlur dœla vatni á skóga í Noregi Miklir skógareldar hafa geisað í Noregl að undanfórnu og hafa þúsundir ferkílómetra af skógi brunnið til ösku. Miklir þurrkar hafa verið þar í landi. eins og víðasl hvar í V-Evrópu og slökkviiið hcfur átl annríkt. Hér má s.já þyrlu l'ra flughernum norska með nýtt slókkvitæki. sem l'iindið hefur verið upp á vegum hans. Tekur það um þúsund lílra af valni. sem hægl er að losa á nokkrum sekúndum. Svipað la'ki hefur verið fundið upp í Bandaríkjunum.en það er miklu dvrara i liamlciðslu og er langur afgreiðslufrestur á því. ( BIAÐIÐ ÞAÐ UFI! j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.