Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976. 23 Sjónvarp i Útvarp Utvarp Föstudagur 3. september 12.25 Veðurfregr.ir og fréttir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tðnleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir í fjörunni" eftir Jón Óskar. Höfundurles (7). 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmunds- son fiskifræðing. Óskar Ingimarsson les úr bókinni „Um láð og lög“ (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 20.00 Sinfónískir tónleikar frá svissneska útvaroinu. 20.40 Félög bókagerðarmanna og konur í þeirra hópi. Þórunn Magnúsdóttir flyt- ur fyrra erindi sitt. 21.05 Hljómskálatónlist frá útvarpinu í Stuttgart. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „Öxin" eftir Mihail Sadoveneu. Dagur Þorleifsson les þýð- ingu sina (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar á Balaskarði. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur les (5). 22.40 Áfangar. Tónlistarþáttur I umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir.Dagskrárlok. Sjónvarp i kvöld kl. 21,30: R’itsljóri ó í hðggi við mcrfíuforíngja Síðustu forvöð nefnist bíómyndin sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.30. Þetta er bandarísk mynd fra árinu 1952 og fara Humphrey Bogart, Kim Hunter, Ethel Barrymore og Ed Begley með aðalhlutverkin. í kvikmyndabiblíunni okkar fær þessi mynd þrjar stjörnur og þar segir að þetta sé átaka- mikil mynd sem gerist á dag- blaði. Humphrey Bogart fer vel með hlutverk ritstjórans, sem á í höggi við harðsvíraða mafíu- foringja, sem svífast einskis. Hann þarf einnig að reyna að koma i veg fyrir að eigandi blaðsins, sem er einnig vel leikinn af Ethel Barrymore, gefi allt upp á bátinn. Lokið er sérstöku lofsorði á samleik Humphreys og Barrymore og þess getið að illa sé farið með hæfileika Kim Hunter að „eyða“ henni í hlutverk fyrr- verandi eiginkonu Humphrey Bogarts. Þýðandi myndarinnar er Jón Skaptason og sýningartími er ein klukkustund og tuttugu og fimm minútur. -A.Bj. Jim Backus og Humphrey Bogart í hlutverkum sínum í bíómynd kvöldslns. Sjónvarp kl. 20,40: Fjallagóríllan Fjallagórillan er seintekin „Adrien Deschryver var bóndi og veiðimaður í Zaire áður en borgarastyrjöldin brauzt út,“ sagði Björn Baldurs- son sem er þýðandi og þulur heimildarmyndarinnar um fjallagórilluna sem sýnd verður í sjónvarpinu í kvöld. Deschryver var af belgískum ættum. Er friður komst á árið 1965 gerðist hann þjóðgarðsvörður við þjóðgarð í Zaire sem heitir Kahuzi-Biega. Deschryver hefur lengi haft sérstakt dálæti á fjallagórillum. Hann og menn hans gæta þjóðgarðsisns mjög vel en þarna er mikið um veiði- þjófa og bændurnir umhverfis garðinn stelast til að höggva skóginn til að stækka land sitt. Deschryver vinnur að því að fá þjóðgarðinn stækkaðan. Og eitt af þeim verkefnum sem hann hefur með höndum er að rann- saka skógana, en þarna eru víð- áttumiklir skógar sem eru að miklu leyti ókannaðir. Einnig vinnur hann að því að telja apana. Deschryver gerði mjög at- hyglisverða tilraun með munaðarlausan apaunga. Hann reyndi að koma honum í fóstur hjá apafjölskyldu. Tilraunin sjálf mistókst og kennir hann um að þá gengu í garð mestu rign- ingar og kuldar I manna minnum á þessum slóðum og apaunginn dó úr kulda og vos- búð. Ef eðlilegt árferði hefði verið telur Deschryver að þetta hefði tekizt. Hann hefur komizt í mjög náin kynni við apafjölskyldu eina. Það tók hann fjögur ár að komast í samband við hana. Hann getur verið hjá henni meðan hún matast. Hann notar sína aðferð við það. Hann þykist borða laufblöð og annað góðgæti og vita dýrin þá að hann fer með friði. — KL 4 Fjallagórillan er stórt og stæði- legt dýr, en þrátt fyrir ófrýni- legt útlit er hún ekki hættuleg nema á hana sé ráðizt. Sjónvarp Föstudagur 3. september 20.00 Fréttir og veflur. 20.30 Auglýsingar og dagskrái . 20.40 Fjallagóríllan. Hátt uppi í fjöllum Zaíre-ríkis í Mið-Afríku er apategund, sem hætt er við að deyi bráðlega út af manna völdum. Einn maður, Adrien Deschryver, berst þó fyrir þvi, að gór- illunni verði sköpuð fullnægjandi lífs- skilyrði. í þessari bresku heimilda- mynd er lýst lifnaðarháttum górill- unnar og vinsamlegum samskiptum manns og apa. Þýðandi og þulur Björn Baldursson. 21.30 SíAustu forvöfl. (Deadline l’.S.A.) Bandarisk bíómynd frá árinu 1952. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Kim Hunter, Ethel Barrymore og Ed Begley. Eigendur dagblaðs nokkurs selja það keppinautum sinum. Rit- stjórinn reynir að koma í veg fyrir sölu og gefur blaðið út, meðan málið fer fyrir rétt. Samtímis þessum erfið- leikum er ritstjórinn að fletta ofan af ferli mafíuforingja, sem leikið hefur einn blaðamanninn illa. Þýðandi Jón Skaptason. 22.55 Dagskráriok. nýtt í hverri Viku - Sagt fró brúðkaupi ó ótjóndu öld. — Ástkona Paul Gettys segir fró IVlummi króna, framhaldssaga fyrir börn. — Ég hef verið nógu lengi stjarna ildhúsi Vikunnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.