Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 24
Frekari heitavotns- boronir ó Reykhólum ó nœstunni: Þörungavinnsian þarf fullt votnsmagn þrátt fyrír hátf afköst — votnið of og til vonýtt og hleypt út ollt oð 60 stigo heitt „Þörungavinnslan krefur okkur um frekari boranir eftir heitu vatni, enda er Orkustofn- un ætlað að sjá verksmðjunni fyrir heitu vatni, og mun vænt- anlega verða borað þar f rekar á fyrirfram ákveðnum stað á næstunni," sagði Karl Ragnars, deildarstjóri vinnslutækni- deildar Orkustofnunar í viðtali við DB í gær. Hann sagði að verksmiðjan hefði upphaflega farið fram á 45 sekúndulítra vatnsmagn miðað við full afköst, og hefðu tvær fyrstu holurnar að Reyk- hólum í upphafi skilað um það bil því magni. Síðan hefur maghi úr holunum dvínað niður í 30 sekúndulítra, sem Karl sagði ekki óalgengt á hita- svæðum utan gosbeltisins. Þá var það tekið til bragðs nú í sumar að koma fyrir dælu í annarri holunni og safna vatni úr hverum til að bæta skilyrði verksmiðjunnar. Karl var spurður hvernig vera mætti að verksmiðjan þyrfti fullt vatnsmagn en fyrir- séð væri að hún myndi ekki framleiða nema í mesta lagi helming afkastagetunnar í ár, m.a. vegna erfiðleika við hrá- efnisöflun og einnig vatnsöfl- un, sem forráðamenn verk- smiðjunnar bera vió þótt vatn- inu sé veitt í sjóinn allt að 60 stiga heitu. Hann benti á að það væri matsatriði hversu heitu ætti að veita vatninu út, með því að veita því heitara út, gengi þang- þurrkunin hraðar. en á móti eyddist meira vatn. Væri það verksmiðjustjórnarinnar að svara til um það. Þá benti hann á að um væri að ræða tilrauna- vinnslu enn sem komið væri og því ekki hægt aó tala um stöðugleika f vinnslu verk- smiðjunnar. Þannig er stundum öllu sjálfrennandi vatni frá holunum hent, þegar ekki er unnið að þurrkun, en svo kæmu dagar þegar núver- andi vatnsmagn dygði ekki. Hann vísaði enn til verksmíðju- stjórnarinnar er hann var spurður hvort ekki mætti jafna þurrkunina svo ekki væri vatnsskortur einn daginn og vatninu hent hinn daginn. Blaðið reyndi án árangurs að ná í Vilhjálm Lúðvíksson, stjórnarformann Þörunga- vinnslunnar, í gær. — G.S. Friðrik og Timman tef Idu ekki 6 tvœr hœttur — Timman nú hœstur eftir jafntefli þeirra Timman og Friðrik tefldu ekki á tvær hættur í skák sinni á Reykjavikurmótinu í gær og lauk henni því að vonum með jafntefli, þótt sumir teldu að Friðrik hefði hugsanlega ívið betri stöðu. Hann hætti þó ekki á að tefla skákina til sigurs. Biðu margir með eftir- væntingu eftir þessari skák mótsins, eins og menn kölluðu hana fyrir, enda voru þar á ferðinni hæstu mennirnir. Onnur úrslit urðu að Najdorf og Björn Þorsteinsson gerðu jafntefli. Jafntefli varð hjá Tukmakov og Antoshsin, sömuleiðis hjá Hauki Angantýssyni og Guðmundi Sigurjónssyni, og Vukcevich vann Margeir Pétursson. Eftirtaldir gerðu jafhtefli: Helgi Ölafsson og Matera, Gunnar Gunnarsson og Keene og Ingi R. Jðhannsson og Westerinen. Athygli vakti hversu Rússarnir Tukmakov og Antoshin voru fljótir að semja um jafntefli átakalaust og sýndist sumum sem þaðhefðiverið fyrirfram ákveðið. Timman er nú efstur með sex vinninga og biðskák, Friðrik næstur með sex vinninga og Tukmakov þriðji með fimm og hálfan vinning. Af skákum, sem tefldar verða kl. 2 á morgun má nefna að Guðmundur og Friðrik tefla, Antoshin og Helgi og Timman og Naidorf. Þessi umferð var langf jölsóttust hingað til. -G.S. Hér svífur Herbert vængjum þöndum hátt yfir vinnubúðunum í Kröflu. Farartæki hans vekur óhemju forvitni hvar sem hann fer. Fljúgondi verktoki við Kröf lu — svífur í svifdreko yfir svœðið Það fljúga fleiri eftir heyrninni en leðurblökurnar og þannig segist t.d. Herbert Hansen, einn verktakanna við Kröflu, fljúga dreka sínum að verulegu leyti eftir heyrninni, en með því að hlusta stöðugt á slátt dúksins í drekanum segist hann átta sig á hvernig svif- hornið sé. Herbert sagðist, í viðtali við DB í gær, vera búinn að vinna við Kröflu síðan '74 og hefði honum endilega fundizt sig vanta einhverja tilbreytingu þegar á leið. Fékk hann þá hugmynd að fá sér svifdreka og keypti hann frá Hálfdáni Ingólfssyni á ísafirði, en hann er brautryðjandi í svifdreka- flugi hér og flytur þess háttar tæki inn. Eftir að hafa lært lítillega hjá Hálfdáni fór Herbert með drekann að Kröflu og með aðstoð tímarita um drekaflug hefur hann nú þreifað sig áfram og flýgur hvað eftir annað þegar rétt viðrar til þess. Hann hefur mest náð 115 metra hæð yfir jörðu, hefur flogið 24 sinnum og flugtíminn samanlagður um hálftími, enda eru drekaflug yfirleitt stutt hjá byrjendum. I þess konar flugi er talað um fjögur stig eftir getu og taldi Herbert sig vera kominn í annað stig. Hann sagði að nú væri talið að um 64 þúsund manns stund- uðu þessa íþrótt í heiminum, en hún er upprunnin í Flórída. Sagði hann slys fátið, þau yrðu helzt hjá byrjendum, sem gerðu einhver grundvallarmistök eða hjá ofurhugum, sem ætluðu sér of mikið og breyttu jafnvel drekunum og riðluðu flugeigin- leikum þeirra um leið. Undirstöðuna að þessu flugi sagði hann vera lærdóm á uppstreymi og hegðun vinda á láglendi Einnig að gera sér sem gleggsta grein fyrir öllum aðstæðum og haga fluginu eftir því. Tryggvi Hansen, bróðir Herberts, tók þessar mynd af flugi hans fyrr í vikunni. -G.S. fifálst, áháð dagblað 3. SEPTEMBER 1976. Strákor orgast i fugli við Árbœjarstrfluno Um hádegisbilið f gær þurfti lögreglan í Árbæjar- hverfi að hafa afskipti af nokkrum unglingsstrákum sem voru í leyfisleysi á báti við Árbæjarstífluna. Strák- arnir voru að djöflast í fugl- unum, eins og lögreglan í Arbæ tók til orða, en þarna eru bæði álftir og endur með unga. Lögreglan vill beina þeim eindregnu tilmælum til foreldra, að þeir brýni fyrir börnum sínum að hætta þessari iðju, sem tekið er mjög hart á. —A.Bj. Bilvelto í Hvalfirði Betur fór en á horfðist er bíl hvolfdi í Hvalfjarðar- botni um hádegisbilið í gær- dag. Tveir karlmenn voru í bílnum, sem var japanskur Lancer, og sakaði hvorugan. Bíllinn skemmdist þó mikið og varð að draga hann í bæinn. —EVI Engin skýring á Tjalds-slysinu Sjópróf fóru fram hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum á miðviku- dag. Var þar fjallað um at- burð þann, er Tjaldur EA 175 sökk á siglingu á leið frá Keflavík til Vestmannaeyja s.l. sunnudag. Engar nýjar staðreyndir eða skýringar á þvi af hverju báturinn sökk komu fram í sjóprófunum, að sögn Allans Magnússonar full- trúa bæjarfógetans. Skip- verjar urðu um kl. 10 á sunnudagsmorgun varir við að sjór var kominn i vélar- rúm bátsins óg hækkaði sjórinn þar jafnt og þétt. Um kl. eitt fóru þeir í gúmbát og skömmu síðar sökk Tjaldur. Það var Siglingamála- stofnunin sem óskaði eftir sjóprófi. Hún hafði veitt bátnum siglinga- og veiði- leyfi til bráðabirgða. Fulltrúi hennar var við réttarhöldin. Allan Magnússon sagði að það sem athyglisverðast hefði komið fram væri að bæði vélstjóri og stýrimaður gegndu þeim störfum sam- kvæmt undanþágum. Skip- stjóri hefði hins vegar verið reyndur og öllum hnútum kunnugur. —ASt. RUSSAR SELJA OKKUR SMOKK í BEITU fjölmargar rússneskar skipakomur hingað í sumar Þrjú rússnesku skipanna í Reykjavíkurhöfn i morgun. DB-mynd Sveinn Þormóðss. Tveir stórir rússneskir verk- smiðjutogarar og tvö rússnesk rannsóknaskip liggja nú i Reykja- víkurhöfn og að sögn hafnsögu- manns telst þessi fjöldi rúss- n<'skra skipa nér í einu vart til tíðinda. miðað við komur þeirra hingað í sumar sem hafa verið f jölmargar. Að vanda eru Rússarnir ekki margorðir um ferðir sínar, en þó var hafnsögumónnum kunnugt um að togararnir væru að selja .hér smokk til beitu. . Eins og vant er, mátti í gær og í morgun sjá litla hópa rússneskra skipverja á ferð um bæinn, en einhverra hluta vegna fara þeir alltaf um í fjögurra til fimm manna hópum og virðist það ganga jafnt yfir áhafnir af olíuskipum, hafrannsóknaskipum og togurum. —G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.