Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 197g. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ: Þann 10. september hefjast miklar æfingar á vegum Atlantshafs- bandalagsins við Noreg, á Ermarsundi og víðar. Samkvæmt Helsinkisáttmálanum er nú herforingjum Varsjárbandaiagsins leyfilegt að fylgjast með æfingum NATO og síðan gagnkvæmt. Síðasta þriðjudag var a-evrópskum hernaðarsérfræðingum formlega boðið að fylgjast með NATO- æfingunum. Við það tækifæri var þessi mynd tekin. Þar má meðal annars sjá pólskan ofursta, sovezkan freigátukaptein og flotaforingja, samlanda hans. ENGLAND: 25 ára gamail sýningamaður, Joe Long, setti í vikunni heimsmet í göngu á stuitum. Metið setti „Langi- Jói“ á Óiympíuleikunum i skripaíþróttum, sem haldnir voru í Lingfield. Jói varð að ganga rúmlega níu metra til að slá heimsmetið og það tókst honum. Og hvað skyldu stult- urnar hafa verið langar? — Jú, þær voru um sjö og hálfur metri að lengd. BANDARÍKIN: Nábúar Annette Brooks eru lítt hrifnir af því tiltæki hennar að nota gamalt koffort sem rúm. Annette stillir koffortinu upp á dyrapallinum a heimili sínu í Cleveland í Ohio- ríki og sefur síðan þar úti á nóttunni. Atta af nágrönnum Annette fóru í mótmælagöngu fyrir skömmu og stilltu sér upp fyrir framan heimili hennar, þar sem þeir tilkynntu henni, að þeir vildu ekki hafa það að hún notaði þetta óvenjulega „rúm“ í þeirra hverfi. SOVÉTRÍKIN: í Moskvu fara nú fram réttarhöld yfir þremur Bandaríkjamönnum, sem hugðust smygla 28 kílóum af heróíni í gegnum Sovétríkin. Eitrinu veittu þeir viðtöku í Kuala Lumpur og ætluðu með það til Frakklands. Þeir voru handteknir á sovézkum flugvelli með heróínið í fölskum töskubotni. Erlend myndsjá ÁSGEIR TÓMASSON ENGLAND: Hér sprauta slökkviliðsmenn á flak Starlifter flutning- vélarinnar bandarísku, scm fórst í Thorney í Englandi síðasta laugardag. Með vélinni fórust 17 manns. Flugvélin hrapaði niður á s.vkurrófnaakur, nokkrar milur frá Iendingarstað. Skömmu siðar fórst önnur flutningavél frá bandaríska flughernum. Hún hrapaði á Grænlandi og þar létu 22 lífið. Báðar voru þessar flugvélar frá sama herflugvellinum í New Jersey. Þær voru í venjulegu flutningaflugi. Sérfræðingar bandaríska hersins segja að útilokað sé að skemmdarverk hafi verið unnin á flugvélunum. Slysin voru mjög lík og urðu með aðeins fárra klukkustunda millibili. SVISS: Henry Kissinger og Vorster forseti S-Afríku hittast i Zurieh i Sviss á morgun. Þar ræðasl þeir við um Namibiu og kynþátta- tefnu S-Afríkustjórnar. Kissinger virðist enginn negrahatari eftir þessari m.vnd að dæma, svo að einhver ágreiningur kann að rísa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.