Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976. MMBIABIB fijálst, úháð dagblað ÚtKíífandi DaKblaðiðhf. Framkvæmdastjðri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: AHi Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhajines Reykdal. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn. Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: hráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargiald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Daghlaðið hf. og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Tvennir tímar Þjóðin hefur síðasta hálfan annan áratug lifað tvenna tíma í efnahagsmálum. Skollið hafa yfir tvö meiriháttar samdráttarskeið eða kreppur. Við erum enn ekki komin upp úr hinni seinni. En í stjórn efnahagsmála má einnig greina tvö gerólík skeið. Hið fyrra var skeið viðreisnarstjórnarinnar, hið seinna er skeið samfellds stjórnleysis tveggja síðustu ríkis- stjórna. Svo ólíkar sem ætla mætti, að vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974 og núverandi hægri stjórn væru, þá hafa þær staðið með nokkuð sama hætti að efnahags- málunum. Megin„stefnan“ í efnahagsmálum hefur hjá þessum ríkisstjórnum báðum verið að hafa enga stefnu, láta reka á reiðanum. Munurinn á hinum tveimur tímabilum í stjórn efnahagsmála kemur vel fram, ef at- hugaðar eru tölur um verðbólguna þessi ár. Munurinn kemur einnig fram í því, hve lengi við höfum verið að komast úr síðustu krepp- unni. Kreppan eða samdráttarskeiðið 1967—68 var þungbært, en menn sjá nú betur en þeir sáu þá, að við komumst furðu vel út úr því. Þetta var fyrst og fremst vegna þess, að efna- hagsmálunum var stjórnað í þann tíð, gagnstætt því sem nú hefur verið. Verðbólgan var ekki nema 11.5 prósent að meðaltali á ári þau ár, sem viðreisnarstjórnin sat. Gerbreyting verður, jafnskjótt og vinstri stjórnin tók við. Sú stjórn hóf, eins og kunnugt er, meiriháttar veizluhald, sem setti efnahag- inn á höfuðið. Stjórnin veitti á báðar hendur og lofaði meiru. Hún hirti að öðru leyti ekki um efnahagsstjórn. Verðbólgan var að meðaltali 34,2 prósent þau ár, sem vinstri stjórnin var við lýði, tuttugu og tveimur komma sjö prósentum meiri en í tíð fyrirrennara hennar. Hún var komin upp í 53,5 prósent árið 1974, síðasta ár stjórnarinnar. 1 tíð núverandi stjórnar hafa ekki orðið nein grundvallarumskipti í þessum efnum. Verð- bólgan hefur hægt á ferðinni frá því sem verst var. En hún var í fyrra meiri en að meðaltali í tíð vinstri stjórnarinnar og verður líklega í ár litlu minni. Miklu skiptir að ljóst varð í lok tímabils vinstri stjórnarinnar, að ekki varð lengur stætt á veizluhöldunum, heldur varð að greiða reikninginn að veizlulokum. Þetta hefur sett núverandi stjórn skorður, en hún hefur í engu sinnt stjórn efnahagsmála betur en Ólafía. Benda má á nokkur atriði, sem draga úr sök þessara ríkisstjórna á verðbólgunni. Verðbólga hefur verið meiri en áður í viðskiptalöndum okkar. Olíuverðhækkanir komu þungt niöur. En allir sjá, að verðbólgan hefur verið hér miklu meiri en nemur áhrifum hinna erlendu verðhækkana. Hún er að langmestu leyti heimatilbúin. Munurinn á stjórn og stjórnleysi ríkis- stjórna, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu í, skýrist, þegar athugað er hvílík mannaskipti hafa orðið í forystuliði flokksins á þessu tímabili. Þar hefur ekki komið maður í manns stað. / — Myndirðu viljo vinna í þessari verksmiðju: Þeir f ramleiða beinagrindur Smiðir setja beinin saman: „Þetta var dáiítið skrýtið í byrj- un, aiit saman..." Brezkir verkamenn hafa oft verið taldir hafa nokkuð lúin bein. En verkamenn við a.m.k. eitt fyrirtæki í Suður-Englandi hafa heldur betur brugðið undir sig betri fætinum. Verk- smiðjan sem álitin er vera sú fyrsta í heiminum, framleiðir beinagrindur úr plasti og beinagrindarhluta fyrir við- skiptavini sína um allan heim. En kennslu- og vísindaplast- verksmiðjan í borginni Redhill selur ekki eingöngu beina- grindur. Hún selur og flytur út eftirlíkingar af heilum manna, eyrum, nýrum og lung- um. Sérstaklega er fyrirtækið ánægt með Beina gamla þar sem öllum líffærum mannsins hefur verið komið fyrir innan beinagrindar og er hún seld þannig að auðvelt er að hluta hana niður lið fyrir lið. Fyrirtækið hefur framleitt þessar kennsluvörur síðan á sjötta tugnum. Stofnandi fyrir- tækisins var T.W. Fazakerly, sérfræðingur f gúmmi- og plast- vörum, sem komst að þeirri niðurstöðu að lítið yrði um beinagrindur eftir stríðið. Ekkja hans er nú forstjóri og dóttir hans, Christance, er að vinna sig upp í fyrirtækinu. Smiðurinn Joseph Coburn, sem unnið hefur við fyrirtækið frá stofnun, segir: „í byrjun var svolítið undarlegt að vinna hérna en öllu má nú venjast.“ Og þeir, sem yngri eru hjá fyrirtækinu, virðast ekki hafa neinar áhyggjur. Caroline Scully; vinnur við að setja fót- leggi við lærleggi og lærleggi við mjaðmir, segir: „Þetta er stórfínt, ég hef lært mikið siðan ég kom hingað.“ En þrátt fyrir allt er dálítið óhugnanlegt andrúmsloft I vörugeymslu verksmiðjunnar. „Það kemur fyrir að einhver stofnun vill fá einhvern ákveð- inn hluta beinagrindarinnar,“ segir E. Tauber, einn llf- fræðinganna, sem vinnur við verksmiðjuna. „Við getum af- greitt þá eins og skot.“ Og hvað kostar ein beina- grind? Tæpar þrjátíu þúsund krónur með hringli og öllu saman. Mjólkursölumál Undanfarið hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum þjóðarinnar um mjólk og mjólkursölu og þær breytingar sem fyrir dyrum standa á sölu mjólkur i smásölu. Engan þarf að furða á þessu þar sem mjólkin er sú vara sem kemur inn á hvert heimili svo til dag- lega. Það gefur því auga leið að allan almenning varðar miklu hvernig þessi viðkvæma vara er meðhöndluð. Mörg undanfarin ár hefur eitt af baráttumálum Kaupmannasamtakanna verið frjálsmjólkursala.áégþá við að allir, sem vilja og hafa til þess viðurkenndan útbúnað, fái að selja mjólk og mjólkurvörur, jafnt úti á landsbyggðinni sem hér í Reykjavík. Verzlanir úti á landi hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á einokuninni. Þær urðu að kaupa mjólkina og mjólkurvörurnar, margar hverjar, hjá kaupfélögunum á útsöluverði (smásöluverði) í kaupfélagsbúðunum til þess að geta útvegað þær viðskiptavinum sinum, svo sem bátum, sem voru hjá þeim í föstum viðskiptum. Nýju mjólkursölulögin voru nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi misrétti í þessum málum. Til að rjúfa einokunarhringinn, sem var staðreynd, þurfti að setja þessi lög. Það er mikill misskilningur að nýju mjólkursölulögin banni Mjólkursamsölunni eða öðrum mjókursamlögum að selja mjólk í smásölu. Til þess hafa þau fulla heimild. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að Mjólkursamsalan í Reykjavík reki áfram einstakar mjólkur- búðir ef þannig stendur á, t.d. 1 gömlu hverfunum í Reykjavík, þar til nærliggjandi verzlanir hafa byggt upp aðstöðu til mjólkursölu. Á sínum tíma kom það skýrt fram að vilji neytenda var ótví- rætt sá að mjólkin yrði seld f sem flestum búðum, eða a.m.k. kjörbúðum.Meira að segja voru sums staðar i gangi undir- skriftalistar þar sem al- menningur skoraði á yfirvöld að leyfa að mjólk yrði seld í viðkomandi búð. Nú er fjargviðrazt yfir því að breytingin vaidi því m.a. að langt verði í mjólkurbúðir hjá sumu fólki. Ég tel að þegar litið er á heildina muni mjólkur- búðum og mjólkursölustöðum ekki fækka og búðirnar verði ekki síður dreifðar en verið hefur og það leiðir af sér að (—---------------------------- Spilamennska hefur löngum átt áhuga íslendinga. Spila- mennska var t.d. lengi vel aðal- uppistaðan í jólahaldi lands- manna, ef frá er talin kirkju- ferðin. Þessi spilafýsn landsmanna kemur ef til vill bezt fram í þvi, að þegar þjóðin hefur gefið upp á bátinn hinn hefðbundna hátt spilamennsku, eins og áður tíðkaðist, hefur verið tékin upp ný tegund spilamennsku, sem allir geta tekið þátt í, ungir sem gamlir. Þessi spilamennska er flokkuð undir ýmis heiti, ,,keðjuspil“, „samspil“ og jafn- vel eins kunnuglegt heiti og „samvinna" er þessari spila- mennsku gefið. Þessi nýja spilamennska hefur þó einn sameiginlegan tilgang, en hann er sá að spila með og á hið svokallaða „kerfi“, íslenzka stjórnkerfið eins og það leggur sig, og með þetta að markmiði hafa menn myndað samtök til þess að finna smugur, sem hægt er að nota til að fara i kringum þær reglur sem settar eru. Þessi samtök eru ekki ein- asta skipuð óprúttnum einstakl- ingum, heldur líka samstarfs- hópum innan „kerfisins" og opinberra stofnana og frá yfir- mönnum þeirra sumra eru komin heitin „samvinna", „samspil“ og „keðjuspil", og telja þeir hina nýju spila- ■ Keðjuspil og mennsku vera mjög „sér- stæða“, eins og fram kom í við- tali við einn bankastjóra Seðla- bankans í fyrri viku. Áður hafði annar yfirmaður i stjórnkerfinu, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, lýst svip- aðri skoðun, er hann var spurður álits á misferli þvi sem nú á sér stað varðandi ávfsana- falsanirnar. En báðir þessir menn, bankaráðsformaðurinn og bankastjóri Seðlabankans, kappkosta nú i viðtölum við fjölmiðla að innræta lands- mönnum þá nýju kenningu, að það sé vafasamt, hvort þeir sem standa að ávisanamálinu marg- nefnda, séu að fremja refsivert athæfi. Og varðandi nafnbirtingu þessara manna sagði banka- ráðsformaðurinn orðrétt: „Sé verknaðurinn ekki refsiverður þá tel ég að ekki eigi að birta nöfnin, en um það atriði veit ég ekki með neinni vissu.“ Ummæli þau, sem höfð eru eftir þessum tveimur leiðar- ljósum í fslenzka bankakerfinu, eru mjög eftirtektarverð og hæfa sönnum bankamönnum, eða hitt þó heldur! En það er nú kannski ekki heldur alveg víst, að þessir tveir menn hafi stundað banka- störf svo lengi, að þeir séu þess umkomnir að „úttala“ sig fyrir hönd bankastarfsmanna al- mejint, og er vonandi að svo sé, þvf framtfðin lofar sannarlega ekki góðu, ef þessi nýja tegund „samvinnu" og „keðjuspils" er sú, sem á að ríkja í fslenzku bankakerfi. Hins vegar mættu fslenzkir fjölmiðlar leggja meira kapp á það en gert er að kryfja það til mergjar, hvort sú skoðun á fylgi að fagna meðal ráða- manna í bankakerfinu, að ávis- anamálið sé í raun ekkert mál og hafi viðgengizt I öllum bönkum, það hafi ekki verið stolið frá neinum, bankarnir hafi fengið sitt, og framkoma blaðanna í þessu máli sé fyrir neðan allar hellur! — eins og haft var eftir forráðamanni einnar lánastofnunar á dögun- um. En íslenzkum fjölmiðlum er nokkur vorkunn, þvi þeir hafa aldrei átt greiðan aðgang að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.