Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976. HÆGT ER AÐ HAFA KARTÖFLUR Á ÝMSA VEGU Kartöflur og púrrur í fati. Bakaðar kartöflur Þeir, sem smakkaó hafa góðar bakaöar kartöflur, eru á einu máli um að þær smakkast sérlega vel. Fyrir utan að bera þær fram á venjulegan hátt með smjörbita er hægt að búa til sérstakar fyllingar. Hérna koma nokkrar tillögur. 1) Smjörbiti með salti og hakkaðri steinselju. 2) Creme fraiehe með kavíar og smáttsöxuðum lauk eða graslauk. 3) Creme fraiche með rauðum kavíar og smátt klipptu dilli. 4) Rifinn, sterkur ostur. hrærðuruppmeðcreme fraiche með smau >u.\uðum graslauk og beikonbitum (léttsteiktum). 5) Olíusósa (mayonaise) með litlum bitum af köldu saltkjöti bragðbætt með sætu sinnepi. 6) Olíusósa með harðsoðnu eggi og smátt söxuðu sýrðu græn- meti. 7) Þeyttur rjómi með rifinni piparrót og smásneiðum af reyktu kjöti eða spægipylsu. Þetta sýnir að möguleikarnir eru óteljandi og getur verið gaman að prófa sig áfram sjálfur. Bakaðar kartöflur með ýmiss konar fyllingu. Nú er sá árstími þegar kartöflurnar eru allra beztar. Þótt þær seu óneitanlega dálítið fitandi langar okkur til þess að koma með nokkrar uppskriftir að gómsætum kar- töfluréttum. Kartöflur og púrrur í fati 1 kg kartöflur, 2 púrrur, 2dl rjómi, gróft salt, rifinn ostur og rasp, smjör. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í sneiðar. Púrrurnar eru hreinsaðar og skornar í sneiðar. Látið til skiptis kartöflur og púrrur í eldfast mót, fyrst kar- töflur og svo púrrur o.s.frv., efsta lagið á að vera kartöflur. Stráið grófu salti í hvert lag. Látið málmpappir vandlega yfir fatið og bakið í ofni í ca 45 mín. við 200 gráður C eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar. Takið þá fatið úr ofninum og stráið rifnum ostinum, því næst raspinu yfir og látið nokkra smjörbita hér og þar ofan á. Látið svo fatið aftur inn I ofninn og hækkið hitann örlítið eða upp í 240 gráður og bakið áfram þar til þetta er orðið ljósbrúnt. Þetta er góður réttur til þess að borða með köldu reyktu kjöti, eins og hangikjöti, kaldri skinku eða hamborgarhrygg og einnig með medisterpyslu eða kjötbollum. Allt eins má nota þetta sem sjálfstæðan rétt. NYUPPTEKNAR KARTOFLUR ERU GÓMSÆTAR Kartöflujafningur á nýjan hátt. Réttur með kartöflum, Kartöflujafningur púrrum og skinku 4-6 púrrur, Va kg kartöflur, 8 sneiðar af skinku, 4 stór egg, salt, pipar, gjarnan ostur, smjör. rifinn Hreinsið púrrurnar og skerið I 4-5 cm langa bita. Sjóðið í léttsöltu vatni í 10 mín., eða þar um bil (þær eiga ekki að vera gegnsoðnar). Smyrjið eldfast mót og raðið flysjuðum kartöflunum (í sneiðum) í fatið og skinkunni ofan á (hver sneið áður skorin í tvennt). Þar ofan á koma púrrurnar (sem áður hefur verið látið leka af X Þeytið eggin með 8 mtsk. af púrrusoðinu og salti og pipar. Ut í eggin má gjarnan láta dálítið af rifnum osti. Þessu er síðan hellt í fatið og bakað í 200 gráða C heitum ofni þar til eggin eru ljósbrún. Berist fram með ísköldu smjöri. I þennan rétt má alveg eins nota annað kjöt en skinku, eins og t.d. sneiðar af lambakjöti eða hangikjöti. með rjóma Allir kunna að búa til venjulegan kartöflujafning. Hér kemur uppskrift að dálitið öðruvísi kartöflujafningi. 1 kg litlar, jafnar kartöflur, ca 2'Ádl rjómi eða mjólk, smjör, smávegis vatn, salt, pipar, hakkaður gras- laukur eða steinselja. Sjóðið kartöflurnar, flysjið og skerið í sneiðar. Látið ca 25 gr af smjöri í pott og 1-2 msk. vatn. Þegar smjörið er bráðið eru kartöflurnar látnar út í, þeim er snúið nokkrum sinnum og þá mjólkin eða rjóminn látinn út í. Látið þetta sjóða við vægan hita þar til „sósan“ er orðin mátulega þykk. Hrærið nokkrum sinnum varlega í. Það á ekki að vera hlemmur á pottinum. Bragðbætið með salti og pipar. Gott er að láta svolitla smjörklínu ofan á. Þegar kar- töflurnar eru komnar í skál er hakkaður graslaukurinn eða steinseljan látin ofan á. A. Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.