Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976. Jennifer Jones fékk tækifæri til að sýna hve góð skapgerðarleikkona hún var í myndinni Oðurinn til Bernadettu árið 1943 og fékk Óskars- verðlaun fyrir frammistöðu sina. [ Bíóauglýsingar eru á bls. 20 ] Jennifer Jones byrjaði sem barnastjarna Leikkonan sem fer með hlut- verk Cluny Brown í bíómynd kvöldsins er Jennifer Jones. Hún er fædd árið 1919 og byrjaði leik- feril sinn sem barnastjarna og ferðaðist um með leikflokki for- eldra sinna. Síðar fór hún í leik- skóla, American Academi of Dramatic Arts í New York. Árið 1939 giftist hún leikaran- um Robert Walker og kom fram í minniháttar hlutverkum. Loks kom kvikmyndajöfurinn David O. Selznick auga á hana og hún fékk stórhlutverk í myndinni Öðurinn til Bernadettu, árið 1943. Hlaut hún Öskarsverðlaun fyrir leik sinn í þeirri mynd. Þar að auki fékk myndin fern önnur Óskarsverðlaun. Eftir það lagði Selznick sig fram um að finna hlutverk fyrir Jennifer. Hún var heppin að verða ekki hneppt í einhverja ákveðna tegund hlutverka, eins og oft vill verða. Hún fékk tæki- færi til þess að sýna að hún var prýðilega góður gamanleikari í myndinni Cluny Brown og góð skapgerðarleikkona í myndinni Madame Bovary árið 1949. Jennifer skildi við mann sinn árið 1945 og fjórum árum síðar giftist hún David O. Selznick. Síðasta mynd hennar sem getið er um í bókum okkar var The Idol sem gerð var árið 1966. — A.Bj. Sjónvarp í kvöld kl. 21,50: VILL GJARNAN HJÁLPA FRÆNDA SÍNUM VIÐ PÍPULAGNIR Cluny Brown nefnist biómynd- in sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.50. Það er brezk gam- anmynd frá árinu 1946 og með aðalhlutverkin fara Charles Boyer og Jennifer Jones. Myndin gerist í London á stríðs- árunum og segir frá ungri tékkn- eskri stúlku sem er frænka pípu- lagningamanns. Hún elst upp hjá frænda sínum og hefur mikið yndi af því að hjálpa honum við störf hans. Frændinn vill gjarnan að hún læri nytsamleg störf sem eru við hæfi kvenna og kemur henni í vist á sveitasetri. í kvikmyndabiblíunni okkar fær þessi mynd þrjár og hálfa stjörnu. Þar er tekið fram að þetta sé skemmtilegur gaman- leikur og lokið er lofsorði á leik- stjórnina sem er í höndum Ernst Lubitsch. Sýningartími myndarinnar er ein klukkustund og þrjátíu og fimm mínútur. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. — A.Bj. Útvarp kl. 20,55: „Fró Húsavík til Kaliforníu með viðdvöl i Winnipeg" GRÓÐURSETTI LAMBAGRAS í KALIFORNÍU „Ásgeir P. Guðjohnsen er af þessari kunnu Guðjohnsensætt sem rætur sínar á að rekja til Húsavíkur,“ sagði Pétur Péturs- son útvarpsmaður en hann mun ræða við Ásgeir í útvarpinu í kvöld kl. 20.55. Nefnist viðræðuþátturinn „Frá Húsavík til Kaliforníu með viðdvöl í Winnipeg." „Ásgeir fór að loknu gagn- fræðaskólaprófi til Winnipeg, starfaði þar sem prentari við Lög- berg síðan kom hann heim og starfaði um skeið hjá Gutenberg prentsmiðjunni. Þá fór hann K Pétur Pétursson hinn kunni útvarpsmaður ræðir við Asgeir P. Guðjohnsen prentara í útvarpinu í kvöld kl. 20.55. suður til Kaliforníu og starfaði þar m.a. hjá bandaríska blaðakóngnum Hearst. Hann segir frá störfum sínum við prentiðnaðinn og blaðaútgáfu og hefur hann frá mörgu að segja í því sambandi. Ásgeir rifjar upp kynni sín af Davíð Stefánssyni skáldi frá Fagraskógi og Sigurði Júlíusi Jóhannessyni lækni og skáldi. Sigurður var kunn persóna hér beggja vegna hafsins og einnig rifjar hann upp kynni sín af skáldinu Káin. „Það vekur sérstaka athygli manns hve lungutak Asgeirs er gott,“ sagði Pétur og hvað íslenzkan hljómar fagurlega, og aldrei vantar hann orð til að tjá hugsanir sínar. Svo islenzkur var hann í sér að hann tók eitt sinn með sér lamba- gras í plastpoka út til Kaliforníu til að gróðursetja þar. Þótt hann gæti lesið suðræna ávexti af trjám þar og ekki væri gróðurleysi fyrir að fara þá saknaði hann lambagrassins að heiman.“ -KL. 1» Asgeir P. Guðjohnsen hefur frá mörgu að segja og er ekki stirt um mál. Mynd þessi er tekin er hann var’hér á tsiandi í vor. Kona hans Judy er með honum á myndinni. Útvarp Laugardagur 4. september 7.00 Morgunútvarp. Veðiulrej’nii kl. 7 00. s.lö o“ 10 10. Frúltir kl. 7 8.15 (ok forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni ..I,'r;eiuh setiir frá" (4). óskalog sjúklinga kl. 10.25: Kristín Svein- björnsdóttir k.vnnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilk.vnn- inuar. Tónleikar. 13.30 Út og suður. Ásta.R. Jóhannesdótt- ir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um siðdegisþátt með blönduðu efni. (10.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmunds- son fiskifræðing. Óskar IngimarSson h*s úr bókmni ..l'm láð tig lög" (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fjaðrafok. Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Óperutónlist: Þættir úr „Luciu di Lammermoor" eftir Donizetti. 20.55 Fró Húsavík til Kaliforniu með við- dvöl í Winnipeg. Pétur Pétursson ræðir við Ásgeir P. Guðjohnsen. 21.20 Danslög frá liðnum árum. Dieter Reith-sextettinn og hljómsveit Ger- hards Wehners leika. 21.50 „Hvernig herra Vorel tilreykti sæfrauðspipuna," smásaga eftir Jan Neruda- Hallfreður Örn Eiriksson islenzkaði. .Steindór Hjörleifsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 5. september 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Páls- son vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Létt morgunlöq. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugr. dag- blaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Coneerto grosso i F-dúr cftir Antonio Vivaldi. Cola Bobesco og Kammersveitin í Heidelberg leika. b. „Ah. che troppo inegali". kantata fyrir sópran og strengjasveit eftir Hándel. Elly Ameling og Collegium aureum- strengjasveitin leika. c. Lútukonsert eftir Carl Kohaud. Julian Bream leikur með Montiverdi- hljómsveitinni; John Eliot Gardiner stjórnar. d. Sinfónía í D-dúr op. 35 nr. 1 eftir Luigi Boccherini. Filharmoníu- sveitin i Bologna leikur; Angelo Ephrikian stjórnar. e. Píanókonsert nr. 21 í C-dúr (K467) eftir Mozart. Ilona Vered leikur með Fílharmoniu- sveit Lundúna; Uri Segal stjórnar. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (hljóðrituð á sunnud. var) Prestur: Dr. Einar Sigurbjörnsson á Reynivöllum. Organ- leikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. -13.20 Mér datt það í hug. Sigurður Blöndal skógarvörður á Hallormstað rabbar við hlustendur. 13.40 Miðdegistónleikar: Frá holienzku tónlistarhátiðinni í júní. Promenade- hljómsveit útvarpsins I Hilversum. Roberta Alexander. Henk Smith. Stanjey Black og kör hylla . Boston Pops" hljómsveitina með tönlist eftir Berlin. Rodgers. Gilles. Bernstein. Joplin. Lai. Gershwin. Steffe og Maneerini 15.00 Hvemig var vikan? Umsjon: Pall Heiðar Jónsson. 16.00 Einsöngur: Sigurður Skaqfield syng- ur íslenzk lög. Pianóleikari: Fritz Weisshappel. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Bamatími: Gunnar Valdimarsson stjómar. Flytjendur auk stjórnanda: Klemenz Jónsson. Svanhildur Óskars- dóttir. Steinar og Hörður Ólafssynir, Knútur R. Magnússon og Sigrún Sigurðardóttir. 18.00 Stundarkom með rúmenska tenór- söngvaranum lon Buzea. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 ísland — Belgía: Landsleikur á Laugardalsvelli. Jón Ásgeirsson lýsir síðari hálfleik. 20.05 Fagotkonsert eftir Pál P. Pálsson. Hans P. Franzson leikur með Sinfóníuhljómsveit Islands. Höfund- urinn stjórnar. 20.30 Þistlar. Umsjónarmenn: Einar Már Guðmundsson. Halldór Guðmundsson og örnólfur Thorsson. 21.05 Kórsöngur. Sænski karlakórinn ..Orphei Drángar" syngur sænsk lög. Söngstjóri: Eric Ericson. 21.40 „Laun heimsins", smásaga eftir öm Ævar. Gísli Alfreðsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ást- valdsson danskennari velur lögin og kvnnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.