Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 8
8 r DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1976. FL U GRÆNINGJA RNIR GAFUST UPP Á KÝPUR í GÆR C — voru fíuttir frá borði með bundið fyrir augu ) Þrír ræningjar flugvélar frá hollenzka flugfélaginu KLM slepptu öllum 83 gíslum sínum um borð i flugvélinni eftir að þeim hafði verið lofað að þeir fengju að fara frjálsir ferða sinna frá borginni Larnaca á Kýpur þar sem þeir létu lenda vélinni síðdegis í gær. Flugvélarræningjarnir, sem sennilega eru Palestínumenn, tóku öll völd um borð í vélinni í sínar hendur seint á laugar- dagskvöldið skömmu eftir að vélin hafði farið frá Nissa í S-Frakklandi. Reyndu flugræningjarnir að fá flugstjórann til að lenda vél- inni á flugvellinum við Tel Aviv en henni var snúið frá af ísraelskum herþotum. Hótuðu þeir að sprengja vélina í loft upp með öllum farþegum innanborðs ef ísra- elsk yfirvöld létu ekki átta þekkta Palestínuskæruliða lausa úr fangelsum. Síðan var vélinni lent á Kýpur og farþegarnir 78 og fimm manna áhöfn látin laus er ræningjunum hafði verið lofað að þeir myndu geta farið frjálsir ferða sinna. Var búizt við því að yfirvöld á Kýpur afhentu líbíska sendi- ráðinu mennina. Að sögn talsmanna flug- félagsins í Amsterdam voru flugræningjarnir leiddir á brott með bundið fyrir augun. Ræningjarnir rændu vélinni skömmu eftir að hún hafði lagt af stað frá Nissa á venjulegu áætlunarflugi frá Amsterdam til Malaga á Spáni. Ekki var vitað hvar ræningj- arnir komu um borð í vélina en að sögn flugvallarstarfsmanna í Nissa fór fram mikil öryggisleit á flugvellinum þar. Flestir farþeganna voru Hollendingar á leið í sumarfrí á Spáni og sögðu þeir við lög- reglumenn á Kýpur að ræningj- arnir hefðu hegðað sér vel og að andrúmsloftið hefði verið gott um borð í vélinni þrátt fyrir hið alvarlega ástand sem nokkrum sinnum skapaðist. » Flugvél KLM-flugfélagsins á flugvellinum við Larnaca í gær eftir að ræningjarnir höfðu gefizt upp. Þeir slepptu farþeg- unum 83 og áhöfninni gegn því að fara frjálsir ferða sinna frá Kýpur. (Símamynd NTB) < i .1 . . ◄ Jonas Savimbi: „MPLA sér okkur brátt storma inn i borgirnar lika." ANGÓLA Unita berst ennaf fullum krafti - , ** Franska blaðið Le Monde skýrði frá því í gær að þúsundir skæruliða berðust enn í Mið- og Suður-Angóla við kúbanska hermenn. Skæruliðunum stjórnar Jonas Savimbi yfirmaður þjóðfrelsis- hreyfingarinnar UNITA. UNITA og Þjóðfylkingin til frelsunar Angola (FNLA) biöu lægri hlut fyrir MPLA í borgarastyrjöldinni sem brauzt út skömmu eftir að sjálfstæöi Angola var lýst yfir. MPLA naut og nýtur enn stuðnings frá Kúbu og Sovétríkjunum. UNITA og FNLA nutu stuðnings Bandaríkjanma þar til þingið tók frant fyrir hendur Fords forseta og neitaði að veita meiri aðstoð til Angola. Aö því er blaðamaður Le Monde skýrði frá í gær sitja þúsundir UNITA-hermanna fyrir þeim sem aka um „kúbanska þjóðvegi" og einnig hafa þeir bútað niður Benguela/Luso járnbrautar- linuna. Þá hafa þeir náö yfir- ráðum í úthverfum nokkurra borga. ..MPLA-klíkan i Luanda mun ekki geta Stjórnað Angola á meðan við höfum ekki verið brotnir á bak aftur., Þeir rnunu brátt sjá okkur storma inn í borgirnar „hefur Le Monde eft- ir Jonasi Savimbi. Blaðið segir ennfremur að hann hafi nú myndað á pappírunum stjórn allra þriggja flokkanna í Angola sem hann vonist til að geti endurreist Angola. Blaðamaður Le Monde endar frétt sína á eftirfarandi hátt: „Á víðáttumiklum sléttum Mið- Angola, þar sem Ovimbundus ættflokkurinn er í miklum meirihluta, fylkja nokkur hundruð þúsund hermenn sér undir merki UNITA og þeir eiga aftur í stríði..." Bernharður prins: ER NÝ RANNSÓKN í VÆNDUM? Forsætisráðherra Hollands, Joop den Uyl, hefur sagt að hann muni fyrirskipa nýja rannsókn á viðskiptum Bernharðs prins við Lockheed-f.vrirtækið ef nýjar uppljóstranir koma í ljós hjá rannsóknarnefndinni er nú kannar viðskipti fyrirtækisins við erlendar þjóðir. „Ef alvarlegar ásakanir koma í ljós á hendur einhverjum hér í landi mun ríkisstjórnin láta rann- saka það hvort sem um er að ræða viðskipti flugvélaverksmiðju eða sápuinnflytjenda," sagði den Uvl. En hann sagði ennfremur að ríkisstjörnin teldi það ekki þýðingarmikið að Bernhard prins hefði rætt við Helmut Schmidt kanslara V-Þýzkalands um kaup á F-17 Cobra herflugvélum snemma árs 1970 er Schmidt var varnar- ntálaráðherra. „Mér finnst ekkert sérstakt þótt Bernhard hafi rætt við kansl- arann um þessi mál." sagði hann. Sagði forsætisráðherrann að tengsl prinsins við Nortropverk- smiðjurnar hefðu ekki verið talin mikil er rannsóknin. sem leiddi til þess að hann sagði af sér öllunt embættum, hófst. Nú er að hefjast rannsókn á viðskiptum Nortrop- verksmiðjanna við erlenda aðila og verða niðurstöður hennar birtar siðar í þessum rnánuði. » Vera kann. að viðskiptaferill Bernharðs prins verði kannaður enn betur, er niðurstöður Nortrop- könnuuarinnar verða birtar. Frambjóðendur repúbiikana ásamt eiginkonum sínum: Elísabet Dole, Robert Dole, Gerald Ford og Betty. „Haldið þeim forseta sem þið hafíð" er kiörorð Fords forseta Ford Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að halda ekki meira en eina ræðu á viku þar til forseta- kosningarnar fara fram nú i nóvember. Sagði talsmaður Hvíta hússins að forsetinn ætlaði sér að dvelja í Washington allan september- mánuð til þess að sinna skyldum sinum sem forseti á meðan mót- frambjóðandi hans, Jimmy Carter, ætlar að þeysa um landið þvert og endilangt. Sagði blaðafulltrúi Fords, Ron Nessen, að forsetinn myndi halda fyrstu ræðuna 12. september nk., en Carter mun hefja lokabarátt- una í Warm Springs í Georgíu. Kjörorðið í kosningabaráttu Fords verður." Haldið þeim forseta sem þið hafið“. Ákvörðun um Concord frestað enn Dómari í Bandaríkjunum hefur frestað að taka ákvörðun um það þar til í janúar nk., hvort Concord véiar Frakka og Breta fá leyfi til þess að lenda á Kennedy-flugvelli við New York. Hafa flugvélarnar haft leyfi til þess að lenda á Dulles-. flugvellinum við Washington í tilraunaskyni næstu 16 mánuöi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.