Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1976. ÚtKefandi Framkva*mdastjóri: Sveinn H. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birfiir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Revkdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. p]rna V. Ingólfsdóttir. (Jissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrfn Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði i.nnanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Siðumúla 12. sími 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúln 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Lítið að marka þá Furðulegt er hve lítið er stundum að marka valdamenn í þessu þjóðfélagi. Blaðamenn Dagblaðsins hafa á þessu sumri hvað eftir annað rekið sig á, að varasamt er að treysta orðum þessara manna. Þeir segja það, sem þeim dettur í hug án tillits til sannleiksgildis þess. Stundum virðist hrein hentistefna ráða þess- ari ósannsögli. Valdamennirnir vilja víkja sér undan því að svara alvarlegum spurningum og leita fremur á náðir ímyndunaraflsins. Virðist svo sem þeim sé nokkuð sama um, þótt síðar komi í ljós, að þeir hafi gefið rangar upp- lýsingar til almennings í f jölmiðlum. í leiðara Dagblaðsins á föstudaginn voru rakin tvö dæmi um ósannsögli ráðherra í blaðaviðtöl- um í ágúst. Frjálslyndi ráðherra í meðferð sannleikans á opinberum vettvangi er sérstak- lega alvarlegt, því að það sýnir megna fyrirlitn- ingu kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á umbjóð- endum sínum. Svo virðist þó, eftir úrklippusafni Dag- blaðsins að dæma, að æðstu embættismenn þjóðarinnar gefi stjórnmálamönnunum síður en svo nokkuð eftir á þessu sviði. Verða hér rakin lauslega þrjú slík dæmi af ótal mörgum frá liðnu sumri. Hinn 12. maí skýrði Dagblaðið frá því, að Sveinbjörn Bjarnason, prestur í Skotlandi, hygðist ekki taka við embætti að Mosfelli. Vissi blaðið, að á skrifstofu biskups var mönnum kunnugt um fráhvarf Sveinbjarnar. í viðtali við Dagblaðið sagði biskupsritari, að biskup vissi ekki annað en, að von væri á Sveinbirni á næstunni eins og gert hefði verið ráð fyrir. Embættið vissi ekkert um, hvað tefði prestinn. Hinn 12. júlí skýrði Dagblaðið fyrst blaða frá því, að Vestur-Þjóðverjinn Schútz hefði verið ráðinn til rannsóknastarfa í Sakadómi. Daginn eftir sagði Halldór Þorbjörnsson yfirsakadóm- ari í Vísi, að í frétt Dagblaðsins hafi ,,gætt mikillar ónákvæmni og fréttin verið villandi.“ Síðan hefur komið í ljós, að hvert einasta atriði fréttar Dagblaðsins var rétt. Um tíma var talið, að ranglega hefði verið sagt, að Schútz hefði farið utan með sönnunargögn til rann- sóknar. Nú er hins vegar ljóst af fréttum, að þetta gerði maðurinn, nákvæmlega eins og Dagblaðið sagði, þrátt fyrir yfirlýsingu yfir- sakadómara. Hinn 11. ágúst tjáði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri Dagblaðinu í óspurðum fréttum, að símagjöld væru tiltölulega ódýr hér á landi. Hann sagði: „Svíþjóð er sennilega ódýrast Norðurlandanna hvað varðar símann. Þar kostar þriggja mínútna samtal um 50 km vegalengd sem svarar 25 krónum íslenzkum, hjá Norðmönnum kostar svipað samtal 90 krónur en um 30 krónur hér heima.“ Hér gaf embættismaðurinn í skyn, að sími væri þrefalt dýrari í Noregi en hér. Hitt er svo annað mál, að 50 km samtal í þrjár mínútur kostar engar 30 krónur hér á landi, heldur 112,50 krónur. Hugarfarið á bak við slíka upplýsingamiðlun embættismanna og ráðherra er án efa hættu- legt. Þessi framkoma hlýtur að grafa undan sjálfsvirðingu þeirra, sem blekkingum beita. og bjóöa heim margvíslegri spillingu. Valdamenn eiga að segja sannleikann, allan sannleikann og ekken nema sannlcikann. Dagblaðið hf. WBIADID frjálsi, úháð dagblað KARTOFLUR ERU ORÐNAR STÓR- PÓUTÍSKT MÁL: ' ... Þurrkarnir hafa sett strik Þetta er auglýsing um kartöflur frá Kýpur en svo kann að fara að kartöflur verði fluttar inn frá Bandaríkjunum og Kanada til landa V-Evrópu sem hafa orðið illa úti í þurrkunum í sumar. í reikninginn Alþjóðlegir kaupendur og innflytjendur á kartöflum hafa haldið fund þar sem samþykkt var að koma á samstarfi um tilflutninga á þeim milli landa. Fundurinn var haldinn nýlega í Kaupmannahöfn og sátu hann fulltrúar 14 landa. Stærsti útflutningsaðili á kart- öflum í Kanada, Andrew McCain, lét boða til fundarins og stjórnaði honum. McCain Food er alþjóðlegt fyrirtæki með um 100 milljónir dollara í veltu og verksmiðjur í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.