Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. SEPTEMBER 1976. mörgum löndum heims. Fyrir- tækið byggir þó afkomu sína á kartöflurækt í Kanada New Brunsvich og í Maine-fylki í Bandarikjunum. Þurrkarnir í Vestur-Evrópu eru ein meginástæðan fyrir því að boðað var til þessa fundar í Kaupmannahöfn. Lönd eins og V-Þýzkaland, Frakkland, Belgía og Holland munu ekki hafa nægilegt magn til ráðstöfunar næsta vetur og þess vegna voru þessar alþjóð- legu viðræður hafnar en talið er að mest af þeim kartöfum sem verða þar á boðstólum næsta vetur verði frá Norður-; og Suður-Ameríkuríkjum. Á fundinum voru fulltrúar frá ítaliu, Spáni, Frakklandi, Hollandi, Englandi, V- Þýzkalandi, Skotlandi, frá öll- um Norðurlöndunum og frá Uruguay. Ein önnur meginorsök þess að fundurinn var haldinn, er einnig sú staðreynd að McCain ræður að mestu útflutningi á kartöflum frá Kanada og frá Maine-fylki. Þurrkarnir hafa valdið því að stjórn fyrirtækisins ákvað að ræða dreifingarmöguleikana við kaupendur í Evrópu og við aðra framleiðendur í S- Ameríku. Vildu þeir kynnast markaðshorfum af eigin raun og heyra hvað framleiðendur hefðu um málin að segja í Evrópu. Eins og áður sagði á fyrirtækið nokkrar verk- smiðjur í Evrópu og fá kaupendur þar venjulega kart- öflur frá þeim. En það getur orðið vandamál í ár. Stærsta vandamálið í þessu máli er að koma á sem jafnastri skiptingu á milli þeirra landa, þar sem skortur er á kartöflum, og hinna þar sem nóg er til en ennþá er ekki alveg hægt að gera sér grein fyrir fram- boðinu. Ekki er enn vitað hversu mikil framleiðsla Austur-Evrópulandanna verð- Verði farið út í að flytja inn til landanna kartöflur frá Ameríku má búast við því að ekki verði eins mikil eftirspurn eftir þeim fáu títlum sem til eru nú í V-Evrópu. Danir hafa verið nokkuð heppnir og fá dag- lega fyrirspurnir frá t.d. Hol- lendingum og V-Þjóðverjum. Allt útlit er fyrir það að kart- öfluuppskeran í V-Þýzkalandi verði um 40% minni en í fyrra. Tvö ár í röð hefur kartöflu- uppskeran verið undir meðal- lagi og nú er farið að tala um það hjá Efnahagsbandalags- þjóðunum að farið verði að rækta kartöflur eftir fyrirfram- gerðum áætlunum eins og t.d. er gert með sykurrófur. Kartöflur eru skyndilega orðnar mikið efnahagsmál í stað þess að vera fremur ódýr neytendavara. Og þeir, sem til þekkja, segja að alþjóðafundurinn í Kaup- mannahöfn muni hafa mikil áhrif á verzlun með kartöflur i Evrópu í haust. Það er rætt um kartöflu- hringrás meðal framleiðend- anna. Senda á kartöflur frá N- Evrópu til S-Evrópu og nota þær þar sem útsæði. Snemma vors fær N-Evrópa svo nýjar kartöflur frá N-Afríku og S- Evrópu. Síðar verða svo fluttar kartöflur á ný frá N-Evrópu til S-Evrópu, þar eð erfitt er með geymslu á þeim í suðrænum löndum. Vegna þurrkanna í Evrópu á einnig að samræma uppskeru tímanna milli hinna ýmsu landa í Evrópu og Ameríku. Þá var einnig rætt um það á fundinum í Kaupmannahöfn að fleiri slíkir fundir yrðu haldnir í framtíðinni til þess að fylgjast með þróun mála. Það er einnig búizt við því að kartöflumálin verði rædd á þingum Efnahags- bandalagsins. Þar er kartaíian orðin stór- mál eins og víðast hvar annars staðar er skortur verður á þessari daglegu neyzluvöru. Er skemmst að minnast þeirrar umræðu er varð um kartöflur hér á landi á liðnum vetri. HUGARFARS6REYTING NAUDSYNLEG 1.T Barátta verkalýðshreyfingar- innar hefur hér á landi sem víðast annars staðar verið með nokkuð hefðbundnum hætti, fyrst og fremst hefur verið tekist á um kaupið og önnur bein kjaraatriði. Auk þess hefur verkalýðshreyfingin oft samið um umfangsmiklar félagslegar umbætur, t.d. um öryggismál, almannatryggingar og lífeyrissjóði. Þá hefur verkalýðshreyfingin gert tillögur á sviði efnahagsmála og haft áhrif á gang þjóðmála almennt. Þó að menn greini á um árangur verkalýðsbaráttunnar i einstökum málum og forystu- menn á hverjum tíma er það ljóst, að árangur þeirrar baráttu er umtalsverður auk þess sem hún hefur beitt sér fyrir jákvæðum þjóðfélags- umbótum launþegum í hag. Ýmsum mikilvægum þáttum hefur þó ekki verið sinnt sem skyldi. Þar vil ég sérstaklega benda á aðbúnað og félagslega aðstöðu einstaklingsins á vinnustaðnum, samskipti við yfirmenn og vellíðan í starfi. Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggismál eru víða mjög vanrækt á vinnustöðum. Verka- lýðshreyfingin veitir ekki nægjanlegt aðhald og fylgir ekki eftir árangri, sem náðst hefir með kjarasamningum og með löggjöf. Þær opinberu stofnanir, sem eiga að hafa eftirlit með þessum málum, virðast vera of fáliðaðar til að geta haldið uppi viðunandi eftirliti, auk þess sem þær hafa ekki nægjanlegt vald til að grípa til aðgerða, þegar þeirra er þörf. Hver þekkir ekki dæmi um algjörlega ófullnægjandi snyrtiaðstöðu á vinnustað, ófullnægjandi kaffi- og matar- aðstöðu eða jafnvel að um heilsuspillandi húsnæði sé að ræða eða að öryggismál séu í ólestri. Allt bendir þetta til skilningsleysis á velferð ein- staklinganna á vinnustaðnum. Réttur einstaklingsins til að fá vinnu er af flestum talinn til sjálfsagðra mannréttinda, enda er vinnan á vissan hátt grund- völlur tilveru manna. Launa- fólk lifir á launum sínum, sér fjölskyldu sinni farborða hvað lífsnauðsynjar snertir og veitir sér þann munað, sem launin gefa svigrúm til.Þá er félags- legt gildi vinnunnar óum- deilanlegt. Af þessu er ljóst, að sá sem ræður yfir vinnu einstaKlinganna, atvinnurek- andinn, honum er fengið mikið vald með því að geta ráðskast með jafnþýðingarmikil mannréttindi eins og vinnu annarra. En víkjum nú aftur að hinum einstaka launþega á vinnu- staðnum. Meginskylda hans er að skila því verki, sem hann hefur ráðið sig til á sómasam- legan hátt og innan eðlilegra tímamarka. En starfsmaðurinn sem einstaklingur, sem manneskja, á einnig sinn rétt á vinnustaðnum, sem því miður oft er traðkað á í skjóli þess valds, sem þvl fylgir að einn ræður yfir vinnu annarra. Hver þekkir ekki dæmi um það, að starfsmenn hafi orðið að þola auðmýkingu og lítillækkun af yfirmönnum sínum, jafnvel án minnsta tilefnis. Dæmi er um að menn séu „settir út í horn“ í refsiskyni, menn eru færðir á milli verka í sama skyni, gengið er fram hjá einstökum starfs- mönnum varðandi aukavinnu (sem oft er skilyrði þess, að menn geti dregið fram lífið) o. fl. Þetta eru því miður ekki tilbúin skóladæmi, heldur staðreyndir af íslenskum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka það fram, að þetta sem hér er sagt á ekki við alla atvinnurekendur á Islandi en dæmin eru hins vegar allt.of mörg. En hvernig bregst starfs- Gunnar Eydal maður við slíkum auðmýkingum? Hann þegir, því annars á hann á hættu að missa vinnuna og jafnframt lífsviður- væri sitt. Hlutverk trúnaðarmanna stéttarfélaganna á vinnustaðnum er hér einkar mikilvægt, því þeirra hlutverk á ekki aðeins að vera að fylgjast með því, að kjarasamningar séu haldnir, heldur einnig að fylgjast með veiferð manna og vellíðan á vinnustaðnum yfirleitt. En starf trúnaðar- manna þarf að efla stórlega og einnig má binda miklar vonir við löggjöf um vinnuvernd launþega, sem nú er í undirbúningi. Tilgangur slíkrar löggjafar á m.a. að vera sá að koma i veg fyrir aðstarfs- mönnum sé sagt upp vegna geðþótta yfirmanna. En hvað sem slíkri lagasmíð líður, þá er það ljóst, að gefa verður ein- staklingnum sjálfum á vinnu- stað mun meiri gaum en gert hefur verið til þessa. Fleira má nefna, sem sýnir virðingarleysi gagnvart vinnu manna og þeim mannréttindum, sem við hana eru tengd. Þannig kemur t.d. ósjaldan fyrir hjá a.m.k. ríkinu, að launþegar fái laun sín ekki á tilskyldum tima. Innheimtuopinberra gjalda er margoft hagað á þann veg, að öll laun eru tekin upp í opinber gjöld. Þá er algengt hjá þvl opinbera að hafi starfsmaður einhverra hluta vegna fengið ofgreidd laun, t.d. að yfirvinna hefur verið ofreiknuð um nokkurt tímabil, er leiðréttingin framkvæmd á þann veg, að einn góðan veðurdag fær launþeginn tómt launaumslag án nokkurs fyrir- vara. Engin tilraun er gerð til að dreifa þessum greiðslum á lengri tíma. (Tekið skal fram, að stundum getur verið vafi á réttmæti þess að endurkrefja um slikar greiðslur). Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um virðingarleysi fyrir launum manna og þeim mannréttindum, sem við þau eru tengd ásamt virðingarleysi fyrir einstaklingnum sjálfum á vinnustaðnum. Hér verður til að koma hugarfarsbreyting. En hugarfarsbreyting kemur ekki af sjálfu sér. Hana verður að knýja fram með breyttum sam- skiptareglum á vinnustaðnum. Veita verður starfsmönnum vernd gegn uppsögnum og al- mennt meiri áhrif á starfs- umhverfi sitt, þ.e. koma á auknu atvinnulýðræði. Þó eðlilegt sé, að sárt svíði undan kjararýrnun undan- farandi missera og verka- lýðshreyfingin leggi eðlilega mikla áherslu á beinar kjara- kröfur, er brýnt að einstaklingurinn sjálfur og vel- líðan hans á vinnustaðnum gleymist ekki. . Gunnar Eydal lögfræðingur. Hvers eiga þeir að gjalda? Hér á landi verða árlega hundruð slysa á mönnum, bæði umferðarslys og vinnuslys, sem ábyrgðartryggingar hugsanlega ná til. Sum þessara slysa eru þess eðlis að á því leikur vafi hvort dómstólar myndu dæma þau bótaskyld frá trygginga- félaganna hálfu, en við getum séð á fjölda hæstaréttardóma í slíkum málum, sem eru örfáir áriega, að það er alger undan- teknmg að tryggingafélag vísi máli tii dómstóla. Þeir, sem ég ætla að ræða um hér eru þeir aðilar sem þurfa að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá úrskurðað hvort þeir eigi bótarétt eða ekki. Eg vil taka hér fram að tryggingafélögin eru mjög fús til þess að greiða upp í bætur, jafnvel þótt þau telji sér ekki skylt að greiða bætur að fullu. En í vissum tilvikum er óvissan svo mikil að trygginga- félagi er eiginlega ekki heimilt að bæta neitt fyrr en dómsúr- skurður liggur fyrir. Ástæðan fyrir þessu er sú, að skaðabóta- réttur er svo lítt mótaður og í stöðugri þróun. Aðsvaða tryggingafélaganna. Tryggingafélag sem hefur á höndum bílaábyrgðartrygging- ar verður að dansa hálfgerðan línudans; því ber að taka tillit til tveggja ólíkra sjónarmiða. Löggjafinn hefur gert því að bæta þriðja aðila, sem ekkert iðgjald greiðir til félagsins, tjón hans innan vissra marka sem ákvarðast af réttarvenjum hvers tíma. Hins vegar ber hon- um að gæta hagsmuna tryggingartaka og þá kemur til greina þessi erfiða jafnvægis- list. Samkvæmt löggjöfinni er réttur tjónþolans meginatriði. Hvernig tryggingafélögunum hefur tekizt að framkvæma þennan línudans er að mínu viti einkum háð því hverjir hafa með þessi mál að gera innan tryggingafélaganna og skal það ekki rætt frekar hér. Aðstaða tjónþolans Eins og fyrr segir eru tryggingafélögin fús til þess að greiða upp í tjón þegar enginn vafi leikur á bótaskyldu. Þegar hins vegar reynist nauðsynlegt að fara í málaferli getur staða tjónþolans veriðmjög erfið. Ég mun einungis ræða um þá sem hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að leggja út í málaferli og gera grein fyrir því hvað kostar að fara út í slíkt fyrir- tæki. Kostnaður A. Staðfest afrit af skattfram- tölum kostuðu hér í Reykjavík 30,00 og venjuleg þarf minnst þrjú afrit, þannig að kostnaður var mest kr. 90,00 hér í Reykja- vík, tvöfaldur úti á landi. Nú langar mig til að skýra með Þórir Bergsson nokkrum orðum, hvaða aðilar þurfa á staðfestum afritum að halda. I fyrsta lagi er það Tryggingastofnun rikisins, er fær þau án endurgjalds. I öðru lagi þeir sem hafa trassað að taka afrit af skattframtölum sínum og í þriðja lagi þeir sem vegna slysa þurfa að leita réttar síns og sanna réttarstöðu sína. Um sl. áramót voru slík ljósrit hækkuð tífalt, þannig að hver síða kostar nú kr. 150,00 eða hvert skattframtal kr. 600,00. Rétt er að taka fram að í Reykjavík er gjaldið helmingi lægra. Bent skal á að hjá Skrif- stofuvélum hf. kostar hver Ijósrituð síða kr. 25,00. B. Auk þess þurfa flestir slasaðir að borga fyrir læknis- vottorð og örorkuvottorð læknis, sem samanlagt nemur sjaldnast undir kr. 30.000,00. C. Einnig þarf að greiða út- reikning trygginga- stærðfræðings og getur sú greiðsla numið allt að frá kr. 10.000,00 til kr. 25.000,00. D. Þessu til viðbótar fylgir ýmis kostnaður við að stefna í málinu og þær upphæðir tífölduðust allar um sl. áramót. Niðurstaða. Af þessu hlýtur að vera ljóst, að einstaklingi, sem missir starfsorku sína og hefur engar eignir upp á að hlaupa, er fyrir- munað að leita réttar síns, því að kostnaðurinn við slíkt nemur tugum þúsunda. Ein úrlausn. Til er heimild í lögum til þess að fá giafsókn en hún er alger- lega undir framkævmdavaldið sett og allar reglur um hana mjög svo óljósar, auk þess sem greiðslur koma aldrei fyrr en dómur hefur verið upp kveðinn. Eins og ástandið er nú tel ég þetta í raun enga lausn á vandanum. Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.