Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUK 6. SKPTHMBKR 1976. Iþróttir Iþróttaþing á Akranesi Iþróttaþing ISI var haldið á Akranesi um helgina. Rík- harður Jónsson, formaðiir IA, \ar þingforseti. Fjölhiiirg mál voru tekin fyrir á þinginu — og þar á meðal var fellt, að íþróttuþing skyldi í framtíðinni haldið á 3,ja ára fresti i stað tveggja. Tillaga um það kom fram á þinginu. Stjörnarkjör var í gær og skipa eftirtaldir menn stjórn ÍSl: Gísli Halldórsson, forseti. Sveinn Björnsson. Gunnlaugur .1. Briem. Ilannes Þ. Sigurðsson og Alfreð Þorsteinsson, sem kjörinn var í stað Þorvalds Arnasonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Jafntefli, en Celtic lék miklu betur! Erkifjendurnir í skozku knatt- spvrnunni, Celtic og Rangers, mættust í fyrstu umferð úrvals- deildarinnar skozku á laugardag á leikvelli Celtic, Parkhead í Glasgow. Jafntefli varð 2-2 og Celtic-liðið, sem hafði vfirburði í leiknum. var afar óheppið að hljóta ekki sigur. Rangers fékk aðeins tvö tækifæri til að skora í leiknum og nýtti bæði. Það var í fyrri hálf- leiknum. Derek Johnston skoraði á 9. mín. og Derek Parlane kom Rangers svo í 2-0 á 35. mín. Þá var útlitið allt annað en bjart hjá Celtig^ í síðari hálfleiknum var um stanzlausa sókn á mark Rangers að ræða — og Poul Wilson tókst þá að jafna fyrir Celtie. Skoraði fvrst á 54. min. og síðan jöfnunar- markið fjórum mín. fyrir leikslok. Celtic hefur ekki sigrað Rangers síðan á nýársdag 1974. í þessum leik lék P'at Stanton. setn Celtie ke.vpti nýlega frá Hibernian. sinn fyrstaleik i'ynrsitt nýja lið. Hann var aftnsti maður varnarinnar. „sweeper". Jóhannes Eðvaldsson lék ekki með Celtic — og fékk leyfi til að konia heim i landsleik- inn við Belga á laugardag. íslenzka liðið í örri framför „Við áttum aldrei að tapa þessum leik, það var mjög slysa- Íegt. Hins vegar er íslenzka liðið í mikilli framför," sagði Guðgeir Leifsson, leikmaður Charleroi. Við bárum ummæli Gu.v Thys, þjálfara Belganna undir Guðgeir en hann sagði að Guðgeir hefði leikið betur með islenzka lands- liðinu en Charleroi í Belgíu. „Sagði hann það blessaður? Ja. ég er svo aldeilis hissa. Auðvitað börðumst við allir sem einn maður hér í kvöld en þetta kemur mér ákaflega á óvart — raunar skil ég það ekki." Maður verður að hitta markið „Við áttum allt eins mikið í leiknum og Belgarnir og það var gremjulegt að fá þetta slysalega mark á sig. Já, mjög gremjulegt," sagði Asgeir Sigurvinsson, leik- maður Standard Liege og ísienzka landsliðsins en skömmu áður en Belgar skoruðu mark sitt átti Asgeir hörkuskot að inarki Belga en rétt framhjá. „Já. það er ekki nóg að skjóta framhjá. Maður verður að hitta markið, svo einfalt er það. Völlurinn var erfiður, um það er engum blöðum að fletta. En völlurinn var ekki siður erfiður okkur en þeim svo það er þeim engin afsökun. Belgarnir voru lélegir — mun lélegri en ég átti von á." íþróttir íþróttir íþróttir Asgeir Sigurvinsson átti glæsilegustu skottilraunina í landsleiknum í gær. Viðstöðulaus þrumufleygur hans um miðjan síðari hálfleik fór rétt framhjá stöng belgíska marksins án þess Piot, félagi Asgeirs hjá Standard, hefði nokkra möguleika að verja. DB-mvnd Bjarnleifur. íslenzka landsliðið sigur 1—0 Einu mistök Arna markvarðar Stefánssonar í HM-leiknum við Belgiu á Laugardalsvelli í gær urðu til þess, að Belgar hlutu bæði stigin í þessum fyrsta leik í 4. riðli HM-keppninnar i Evrópu. Sorgieg mistök — og svo óþörf. Þar var skammt á milli sigurs og ósigurs. Nokkrum augnablikum áður en Belgar skoruðu sigur- mark sitt í leiknum hafði munað svo litlu, að ísland næði forustu í leiknum. Þrumufleygur Asgeirs Sigurvinssonar, þar sem Asgeir fékk knöttinn talsvert fyrir utan . vitateig Belga og spyrnti við- stöðulaust á mark, straukst við stöng belgíska marksins án þess félagi Asgeirs hjá Standard, Christian Piot, hefði nokkra w Stórleikur Olofs kom Dankersen í Evrópumót Ólafur H. Jónsson átti stórgóð- an leik með liði sínu Dankersen á laugardag í Dietzenbach og átti mestan heiður af því, að Danker- sen tryggði sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa á Ieik- tímabilinu, sem nú er að hefjast. Dankersen lék einnig í þessari keppni á síðasta leiktímabili, en tapaði þá í úrslitaleik keppninnar á Spáni. Dankersen lék við Dietzenbach um réttinn nú og þó svo leikið væri á heimavelli síðarnefnda liðsins tókst Dankersen að hljóta sigur. En naumt var það. Eitt mark skildi í lokin, 13—12 fyrir Dankersen. Ólafur var potturinn og pannan í sóknaraðgerðum Dankersen — skoraði fjögur mörk sjálfur og átti þátt í mörg- um hinna. Axel Axelsson lék einnig með Dankersen. en var lítið með. Hann hefur þó alveg náð sér eftir hin miklu meiðslú, sem hrjáðu hann allt síðasta leik- tímabil, en hefur lítið getað æft. Skortir þvi enn þrek og skothörku — en allt er þó á réttri leið hjá honum. Talsvert var um mistök í þess- um þýðingarmikla leik á laugar- dag eins og gefur að skilja í byrjunleiktímabils.Áhugi á leikn- um var mjög niikill og uppselt i íþróttahöllina í Dietzenbach. Mikið jafnræði var lengstum með liðunum. 1 hálfleik var staðan 6— 5 fyrir Dietzenbach, en strax í byrjun síðari hálfleiks jafnaði Dankersen í 6—6. Síðan stóð 7— 7, en Dankersen komst svo tveimur mörkum yfir 10—8, Fékk góð tækifæri til að auka þann mun vel, en tvö— þrjú dauðafæri fóru til spillis. Dietzenbach gekk á lagið og jafnaði í 10—10. Síðan stóð 11 — 11, 12—12 — en um 10 sek. fyrir leikslok tókst Kramer að tryggja sigur Dankersen með skoti frá punktalínu. iá Leiknum lauk því með sigri Dankersen og í Evrópukeppninni i- mun liðið sitja yfir í fyrstu um- ferð. Keppnin í Bundeslígunni i hefst 18. september. Fyrsti leikur i- Dankersen þar verður við nýlið- i ana í 1. deild, Nettelstedt — i. nokkurs konar „derbie-leikur", ð en Nettelstedt er aðeins 10 km frá ft Dankersen. Fyrirhugað er, að • Dankersen leiki hér í Reykjavík á 10.—17. október næstkomandi í ð boði Fram — og þarf ekki að efa, o að margir munu hafa hug á því að k sjá þetta kunna vestur-þýzka lið n með þá Ölaf og Axel i broddi i fylkingar i keppni við okkar beztu k lið. Stórslys að fó ó sig þetta mark! — sagði Tony Knapp eftir landsleikinn við Belga ,,Eg get aðeins sagt eitt — vkð vorum ákaflega óheppnir að fá þett'a mark á okkur. Það á ég érfitt með að sætta mig við. Jafn- tefli voru sanngjörn úrslit í þess- um leik,“ sagði Tony Knapp, þjálfari íslenzka landsliðsins eftir ósigurinn í gærkvöld 0-1. ,,Við misstum knöttinn of mikið frá okkur. Við verðum að læra að halda honum betur þannig aó andstæðingurinn nái honum ekki. Það var einmitt upp úr einu slíku atviki að markið kom. Knötturinn tapaðist á miðjunni. löng sending fram og síðan þetta sl.vsalega mark. Þar er engum um að kenna — einungis stórslys. En við verðum líka að lita raunsæjum augum á málið. Island er Island á knattsyrnusviðinu og Belgía er meðal meiri knatt- spyrnuþjóða Evrópu. Þrátt fyrir það stöndum við jafnmikið i Belgunum og raun ber vitni. Já. við áttum aldrei að tapa leiknum. Við féllum of auöveldlega i rangstöðutaktik þeirra en þeir spiluöu hana mjög vel. Eg tók Inga'Björn úl af vegna þess að aðstæður hcntuðu honum ekki. Honum hentar ekki þungur völlur eins og var í leiknum. Það var áhætta að senda Inga Björn inn á því hann hefur átt við veikindi aðstriða undanfarið. Það var því flest gegn honum og þvi var hann tekinn út af. Þó verð ég að segja að maður leiksins að mínum dómi var Arni Stefánsson, hann varði markið af stakri prýði." Tveir aðrir íslendingar munu leika í vestur-þýzka handknatt- leiknum í vetur. Gunnar Einars- son verður áfram hjá Göppingen, sem leikur í suðurdeild Bundes- lígunnar — og Einar Magnússon leikur með Hamborg, sem féll niður í 2. deild sl. vor. Ölafur Einarsson er hins vegar kominn heim og leikur með Víking i vetur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.