Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1976. B íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Best skoraði eftir 70 sek. í fyrsta leiknum með Fulham — það dugði Fulham, sem vann 1—0. Manch. Untd tapaði 2—3 eftir að hafa haft 2—0 i hólfleik George Best sneri aftur til ensku knattspyrnunnar á laugardag og skoraði eftir aðeins 70 sekúndur fyrir lið sitt, Fulham. Manchester United hafði 2-0 yfir í hálfleik gegn Tottenham, en tapaði samt, og þar með hafði Totten- ham unnið fyrsta sigur sinn á nýbyrjuðu keppnistímabili. Einnig tókst Leeds United, QPR, Stoke og Norwich að vinna fyrstu sigra sína á keppnistímabilinu. Já, Aston Villa sigraði Ipswich 5-2 og trónir enn efst í 1. deild. Já, það var viðburðaríkur dagur í ensku knattspyrnunni á laugar- dag eins og svo oft áður. Það fer ekkert á milli mála, að mikilvægustu úrslit laugar- dagsins urðu á Old Trafford í Manchester. Tottenham sótti Manchester United heim og var fyrirfram talið öruggt að United sigraði. Tottenham hafði ekki einu sinni sigrað í þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tottenham var í þriðja neðsta sæti. Það kom því ekki á óvart að Manchester United tók frum- kvæðið þegar í sínar hendur. Steve Coppel var sérstaklega góður, lék beinlínis Tom McAlister, bakvörð Tottenham, sundur og saman. Steve Coppel náði forystu fyrir United og aðeins fjórum mínútum síðar byggði Coppel sjálfur upp sókn og Stuart Pearson skoraði örugglega. Staðan var 2-0 og sigurinn virtist vís. United nýtti illa marktækifæri sín og hefði frekar átt að skora 6 mörk en tvö samkvæmt frásögn BBC. En veður skipast fljótt i lofti í knattspyrnu. Leikurinn sner- ist gjörsamlega við í síðari hálf- leik þegar aðeins 15 min. voru liðnar af hálfleiknum. Hafði Tottenham jafnað. Chris Jones skallaði í netið framhjá Alex Stepney og skömmu síðar skoraði hinn nýi leikmaður Tottenham, sem liðið keypti frá Stoke, Ian Moores, jöfnunarmark Lundúna- liðsins. Allur ,,rythmi“ hvarf úr leik Manchesterliðsins og í stað ógn- unar var öryggisleysi í leik liðsins. Hinir 60 þúsund áhorf- endur á Old Trafford þögnuðu alveg þegar varamaður Totten- ham John Pratt skoraði sigur- mark liðs síns. Sannarlega óvæntustu úrslit laugardagsins. Manchester United, sem allt síðasta keppnistímabil tapaði ekki leik á Old Trafford varð að láta í minni pokann fyrir liðinu frá Norður-Lundúnum. Hitt Manchester liðið, City, lék í Norður-Lundúnum. Nánar tiltekið á Highbury og olli leik- urinn miklum vonbrigðum, því bæði liðin virtust sætta sig við jafntefli. Þulur BBC sem lýsti leiknum sagði: „Þessi leikur endar 0-0 enda er hann stórt núll“. Þetta sagði hann talsvert áður en leiknum lauk. Og svo fór að jafntefli varð, 0-0. Hinn frægi Malcolm McDonald naut sín enga veginn í leiknum. enski landsliðsmaðurinn Mike Do.vle hafði hann algjörlega í vasanum Þess ber þó að geta að City hefur átt við mikla örðugleika að etja þvi margir af fastaleik- mönnum liðsins hafa átt við meiðsli að stríða. Þannig vantaði ekki færri en fjóra af aðalleikmönnum City á laugar- dag. Colin Bell, enska landsliðs- manninum, hefur gengið illa að ná sér eftir meiðsli, sem hann hlaut á síðasta keppnistímabili. Peter Barnes og Gerald Keegan, báðir fastir leikmenn á síðasta keppnistímabili, vöktu mikla athygli þá, og einnig hinn nýi leikmaður liðsins frá Arsenal, Brian Kidd. Allir þessir leikmenn voru illa fjarri góðu gamni á laugardag. Nú, en áður en lengra er haldið skulum við líta á úrslit leikja á laugardag. 1. deild: Aston Villa — Ipswich 5-2 Arsenal — Man. City 0-0 Bristol City — Sunderland 4-1 Leeds — Derby 2-0 Leicester — Everton 1-1 Liverpool — Coventry 3-1 minútum síðar hafði Ipswich jafnað og var þar að verki korn- ungur leikmaður, John Wark, sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir Austur-Anglíuliðið. Staðan í leikhléi var því 1-1 Hún breyttist hins vegar fljótlega í síðari hálfleik og voru leikmenn Villa hreint óstöðvandi. Fljótlega skoraði Villa sitt annað mark og allan heiður af því átti Brian Little er hann splundraði vörn Ips- wich og gaf síðan til Andy Gray, sem skoraði örugglega. Andy Gray bætti við öðru marki sínu þegar hann skoraði með góðu skoti fram hjá markverði Ips- wich. kvæmdastjóri Leeds, Don Revie, var viðstaddur leikinn og sá Leedsliðið leika stórgóða knattspyrnu, sem Derby átti ekkert svar við. Nýi leikmaður- inn frá Sheffield United, Tony Currie, átti stórleik fyrir Leeds og var potturinn og pannan í sóknarlotum Leeds. Leeds náði forystu með mjög góðu marki sem Fran Gray skoraði þegar hann skaut þrumuskoti af 25 metra færi eftir sendingu frá Trevor Cherry. Leeds bætti við öðru marki sínu á 40. mínútu og skoraði aftur stórgott mark. Tony Currie sendi vel til Tottenham vann sinn fyrsta sigur á nýbyrjuðu keppnistímabili og það á Old Trafford í Manchester, 3-2. í þriðja leik sínum gerði Tottenham jafntefli við Middlesbrough 0-0. — Hér á Glen Hoodles í höggi við John Craggs, Middlesborough. Man. Utd. — Tottenham 2-3 Middlesborough — Newcastle 1-0 Norwich — Birmingham 1-0 QPR — WBA 1-0 Stoke — West Ham 2-1 2. deild: Blaekburn — Blackpool 0-1 Carlisle — Hull 1-1 Fulham — Bristol Rovers 1-0 Hereford — Burnley 3-0 Luton — Nottm. Forest 1-1 Millwall — Chelsea 3-0 Notts County — Bolton 0-1 Oldham — Cardiff 3-2 Orient — Plymouth 2-2 Southampton — Sheff. Utd. 1-1 Wolves — Charlton 3-0 Það lið sem vafalítið hefur komið mest á óvart á nýbyrjuðu keppnistímabili, er Aston Villa. Liðið hefur leikið stórskemmti- lega knattspyrnu og hinir léttu og eldfljótu framherjar liðsins hafa komið sér betri varnar- mönnuin úr jafnvægi. Þetta sýndu þeir hvað ljósast í Liver- pool um síðustu helgi, þegar þeir sigruðu Everton 2-0. Á laugardag lék Villa við Ipswich á Villa Park í Birmingham. Leikmenn Birmingham-liðsins tóku leikinn þegar í sínar hendur og sóttu stíft. Markið lét heldur okki á sér standa — Brian Little skorað' þegar eftir fimm mínútur. En Adam var ekki lengi í paradis. Aðeins 10 Ipswich tókst að minnka muninn í 2-3 á 75. mínútu, þegar hinn 19 ára gamli Keith Bertchin skoraði, en þessi ungi leikmaður þykir mjög efni- legur. A síðasta keppnistíma- bili lék hann tvo leiki og skoraði tvö mörk. Hann hefur tekið við hlutverki David John- son. Ekki er mér kunnugt um hve mörg mörk hann hefur skorað á nýbyrjuðu keppnis- tímabili en þau eru annaðhvort þrjú eða fjögur. En þetta var útúrdúr. Snúum okkur aftur að leiknum. Aston Villa var ekkert á þvi að gefa eftir og Andy Gray skoraði þriðja mark sitt fyrir Villa, og breytti stöðunni í 4-2. Á síðustu mínútunni skoraði Ray Gray- don síðan fimmta mark Aston Villa, sem nú er í efsta sæti 1. deildar aðra vikuna í röð. Hitt Birminghamliðið, Birmingham City, ferðaðist til A-Anglíu og lék við Norwich, granna Ipswich. Fyrir leikinn var Birmingham taplaust — Norwich hafði ekki unnið leik. En allt þetta breyttist á laugar- dag. Phil Boyer skoraði fyrir Norwich á 9. mínútu og það dugði. Norwich vann fyrsta leik sinn og Birmingham tapaði f.vrsta leik sínum. QPR og Leeds unnu fyrstu sigra sína í haust. Leeds fékk Derby County í heimsókn á Elland Road. Fyrrum fram- Cherrys og hann sendi knöttinn til Allan Clark, sem skoraði annað mark Leeds og tryggði sigur Yorkshireliðsins. Aðeins 18 þúsund áhorfend- ur voru á Loftur Road í Lund- únum og sáu QPR vinna fyrsta sigur sinn en ekki voru mikil tilþrif í leiknum. „Rétt eins og hvorugt liðið kærði sig um sigur,“ sagði fréttamaður BBC um leikinn. Ian Gillard skor- aði fyrir QPR þegar á 2. mínútu og það nægði gegn WBA. Athyglisverður er sigur Bristol City gegn Sunderland á Aston Gate í Bristol. sem ef til vill er frægust fyrir að þar hefur smíði Concord þotunnar farið fram. Nema hvað City vann 4-1. Trevor Tainton og Jimmy Mann komu City í 2-0 en „Pop“ Robson náði að minnka mur.inn í 1-2. Tom Ritchie jók forystu City í 3-1 fyrir leikhlé og í síðari hálfleik skoraði Don Gillies og tryggði stórsigur Bristol City. Því eru Derby, Leicester og Sunderland einu liðin i 1. deild, sem ekki hafa unnið leik á Eng- landi, það sem af er keppnis- tímabilinu. Bæði Derby og Sunderland töpuðu fyrsta leik sínum en Leicester, liðið sem gerði flest jafntefli á síðasta keppnistímabili (19), gerði fjórða jafntefli á laugardag. Leicester fékk Everton I heimsókn. Worthington skoraði 100. mark sitt en David Latch- ford jafnaði fyrir Everton. Stoke City sigraði West Ham 2-1. Mörk Stoke gerðu Garth Crooks og Terry Conroy en Alan Taylor svaraði fyrir West Ham. Að lokum — meistararnir frá síðastliðnu vori, Liverpool sigraði Coventry 3-1 á Anfield Road. Mike Ferguson skoraði eftir aðeins 50 sekúndur fyrir Coventry og þannig var staðan í hálfleik. Kevin Keegan jafnaði fyrir Liverpool fljótlega í síðari hálfleik. David Johnson náði forystu fyrir Liverpool á 73. mínútu og John Toshack bætti við þriðja markinu og inn- siglaði sigur meistaranna, 3-1. Það var margt manna á Craven Cottage, leikvelli Ful- ham í Lundúnum eða 25 þús- und manns. Ástæðan? Jú, George Best lék fyrsta leik sinn með liðinu. Og hvílík óskabyrj- un. Best skoraði eftir aðeins 70 sekúndur þegar hann skaut góðu skoti frá vítateigi, sem Jim Eddie markvörður Bristol Rovers hefði þó átt að verja, að sögn BBC. Fleiri urðu mörkin ekki en leikurinn var stór- skemmtilegur sýndu þeir Best og Marsh snilldarbrögð, sem áhorfendur kunnu vel að meta. Chelsea missti af efsta sæti 2. deildar er liðið tapaði illa gegn Millwall, 0-3. Mörk Millwall skoruðu Salvage, Evans og Brisley, öll í fyrri hálfleik. Southampton hefur enn ekki unnið leik á nýbyrjuðu keppnistímabili. Á laugardag gerði liðið jafntefli við Sheffield United 1-1. Channon skoraði fyrir bikarmeistarana en Steve Ludlam jafnaði fyrir United. Blackpool er nú efst í 2. deild eftir sigur gegn Black- burn, John Walsh skoraði úr víti fyrir Blackpool og það dugði. Brighton er nú efst í 3. deild eftir sigur gegn Rotherham, 3-1 en Rotherham var efst fyrir leikinn — hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína og ekki fengið á sig mark. Crystal Palace tapaði á heimavelli fyrir Chester 1-2. Staðan í 1. deild er nú: Aston Villa 4 3 0 1 11-6 6 'Brístol City 4 2 2 0 6-2 6 Livarpool 4 3 0 1 6-3 6 Middlosbro 4 2 2 0 2-0 6 Man.City 4 1 3 0 4-2 5 Stoke 4 1 3 0 3-2 5 Everton 4 12 1 6-4 4 Man. Utd. 4 12 1 6-5 4 Newcastle 4 12 1 4-3 4 Arsenal 4 12 1 5-4 4 Leicestor 4 0 4 0 3-3 4 Leods 4 12 1 6-6 4 Birmingham 4 12 1 4-4 4 Ipswich 4 12 1 8-9 4 WBA 4 112 4-4 3 Sunderland 4 0 3 1 4-7 3 Tottenham 4 0 3 1 4-7 3 Derby 4 0 3 1 2-4 3 West Ham 4 112 2-6 3 QPR 4 112 3-7 3 Coventry 4 1 0 3 5-8 2 Norwich 4 1 0 3 2-6 2 Blackpool Wolves Bolton Oldham Hull City Hereford Luton Millvall Chelsea Plymouth Cardiff Fulham Carlisle Notts Co. Burnley Nott h. For. Sheff. Utd. Bristol R. Blackburn Chariton Southampt. Orient 2. deild 4 4 4 4 4 3 4 4 4 4 4 4 3 4 4 4 4 4 4 4 4 4 8-3 8-3 7-4 7- 4 8- 3 5- 1 6- 5 5-4 4- 5 9- 6 7- 6 5- 6 4-4 4-5 4- 6 5- 7 4-6 3- 6 ? 4- 8 1 2-7 2 2-7 2 2-8 1 h.halis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.