Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. SEPTEMBER 1976. ÞAÐAAÐ VARÐVEITA FANGELSIÐ EFTIR FANGANS DAG Einhver dýrasti og mesti ein- stæðingur meðal fanga og stað- gengill Hitlers, Rudolf Hess, er dæmdur til þess að enda lífdaga í Spandau fangelsinu i Vestur- Berlín. Hann er nú orðinn mjög hrumur, áttatíu og tveggja ára gamall. Hann er eini fanginn í fangels- inu. Fangaverðir frá Sovétríkjun- um, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi skiptast á um að gæta hans. Rudolf Hess kostar skattborgarana í Vestur-Berlín meira en 75 millj. Isl. króna á ári. Bandarískur ofursti, sem var um skeið umsjónarmaður i Spandau-fangelsinu, Eugene Bird, sagði fyrir skömmu í sjón- varpsþætti í V-Þýzkalandi að það væru í rauninni Rússar sem krefðust þess að Hess yrði látinn veslast upp f fangelsisklefanum í annars galtómu fangelsinu. Þessu hefur áður verið haldið fram. Æ ofan í æ hafa Vesturveldin reynt að fá gamalmennið laust úr fangelsinu til þess að hann megi bera beinin heima hjá fjöl- skyldu sinni. Rudolf Hess hefur ekki verið með fjölskyldu sinni síðan hann flúði frá Þýzkalandi til Bretlands árið 1941. Eftir því sem Bird ofursti segir Þetta er Spandau-fangelsið í Vestur-Berlín. Þar hefur Rudolf Hess verið fangi í þrjátfu ár og hans er gætt af sigurvegurunum úr síðari heimsstyrjöldinni. vilja Rússar gera Spandau- fangelsið að minnisvarða um and- fasisma — fangelsi án fanga sem á vandlega að halda vörð um þangað til múrar þess hrynja. „Hvers vegna á að vera að halda gömlum og sjúkum manni, sem hefur ekki lengur neina pólitíska þýðingu, í fangelsi,“ spurði Bird í sjónvarpsviðtalinu. „Það er bæði tilgangslaust og ómannúðlegt," sagði hann. í fyrstu voru sex aðrir nasista- foringjar, sem dæmdir voru við útsala? Seljum 10 notaða Volkswagen Tékkneska úifreiðaumöoðið Auóbrekku 44-46 Kópavogi S. 42600 ath. tombóluveró kassettutœki hagstœóir skilmólar stríðsréttarhöldin 1946, í fangels- inu með Rudolf Hess. Þeir hafa fyrir löngu yfirgefið fangelsið. Hess var sá eini sem ekki var dæmdur fyrir „afbrot gegn mann- kyninu". Hann var dæmdur fyrir að hafa tekið þátt í undirbúningi „útrýmingarstríðs“. Jafnvel nú í dag, þegar Rudolf Hess er orðinn næstum elliær, heldur hann því enn staðfastlega fram að hann hafi á sínum tíma farið til Bretlands til þess að reyna að komast að samkomulagi við Breta um frið. Bird ofursti er ekki á þeirri skoðun. Hann þekkti Hess á árunum frá 1946-72. „Hess er ekki geðveikur heldur mjög sérvitur,“ sagði Bird. „En hver væri ekki orðinn það eftir öll þessi ár í fangelsi.“ Rudolf Hess hefur verið aleinn I Spandau sl. tíu ár. Hann hugsar um lítinn jurtagarð, sem honum var úthlutaður. Hann mælir ekki orð af vörum nema þegar hann þarf nauðsynlega að ræða við fangaverði sina. í hálfa klukku- stund á mánuði fær hann heim- sókn ættingja sinna. Og meira að segja þá segir hann ekki mikið. „Við höfum heldur ekki neitt til þess að tala um,“ segir sonur hans, Wolf Hess verkfræðingur. „Faðir minn er dæmdur til þess að deyja einsamall.“ Rudolf Hess hugsar um lítinn jurtagarð en hann segir aldrei mikið, ekki heldur þegar fjöl- skyldan kemur í heimsókn til hans einu sinni i mánuði. sýningarsalurinn **l 1II CAIII* fl II «VIU • Fíat 8ao special árg. ’72 Fíat 126 árg. ’74 Fíat 126 árg. ’75 Fíat 125 árg.’71 Fíat 125 árg. ’72 Fíat 125 P árg. ’72 Fíat 125 P árg. ’73 Fiat 125 P station árg.'75 Fíat 125 P special árg. ’72 Fíat 127 árg. ’72 Fíat127 árg. '73 Fíat 127 árg.’74 Fíat 127 árg. ’75 Fíat 128 árg. ’71 Fíat 128 árg. ’73 Fiat 128 árg. '74 Fíat 128 árg. ’75 Fíat 132 special árg.'73 Fíat 132 sepcial árg. ’74 Fíat 132 GLS árg. '74 Fíat 132 GLS árg. '75 Fíat 131 Mira Fiori árg. ’76 Fíat 131 station árg. '76 Ford Cortina árg. ’70 Toyota Crown árg. ’70 Lada Topas 2103 árg. ’75 Lansia Beta árg. ’74 Peugeot 504 árg. ’74 Buick GS árg. '68 J00 þús. 550 þús. 600 þús. 450 þús. 530 þús. 450 þús. 600 þús. 1000 þús. 480 þús. 450 þús. 550 þús. 630 þús. 750 þús. 300 þús. 600 þús. 450 þús 950. þús. 900 þús. 1150 þús. 1200 þús. 1400 þús. 1500 þús. 1820 þús. 450 þús. 800 þús. 900 þús. 1800 þús. 1750 þús. 750 þús. Davíð Sigurðsson h.f.#

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.