Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 06.09.1976, Blaðsíða 31
Málaskólinn Mímir Lit'undi tunRuniálakennsla. Mikió um nýjungar. Kviild- námskeirt — siðdegisnámskeið. Samtalsflokkar hjá Eng- lendingum. Léttari þýzka. Islenzka f.vrir útlendinga. Franska, spánska, ítalska. Norðurlandamálin. Hin vinsæiu enskunámskeið harnanna. Unglingum hjálpað fvrir próf. Innritun í sinta 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h. Sjónvarp kl. 21.10: „Það sem ég ætla að ræða um er á íslandi oftast kallað hug- lækningar," sagði Ævar R. Kvaran. Hann flytur fimmta er- indi sitt um dulskynjanir, en sennilega verða erindin sjö. Ævar sagðist hafa að því nokkurn formála og vitnar hann í bók sem kom út í Banda- ríkjunum 1975, „Future Schock" eða „Ognir framtíðar" og vakti mikla athygli. 1 bók- inni er vakin athygli á því að hraðaaukningin í siðmenning- unni sé svo ofsaleg að voðalegar hættur bíði mannshugans sem hann geti ekki þolað. „Eg tel að Vestur- Evrópubúar séu þegar, ósjálf- rátt, farnir að búa sig undir þetta álag. Meðal annars færist það mikið í vöxt að menn leggi mikla stund á hugleiðslu til þess að skapa sér sálarfrið,“ sagði Ævar. Hann bendir á það í ertndi sínu að viðleitni læknavísind- Ævar R. Kvaran verður með fimmta erindi sitt um dul- skynjanir í kvöld. DB-mynd Bjarnleifur. anna til þess að vinna gegn sjúkdómum nái ekki fullum til- gangi sökum þess að ekki vinnist tími til að grafa fyrir rætur sjúkdómanna og þess vegna verði að láta nægja í allt of mörgum tilfellum að lækna afleiðingarnar eins og þjáningar. Af þessum ástæðum er fjöldi fólks þannig statt að það fær ekki varanlegan bata og snýr sér þá að huglæknum, sem iðulega hafa getað hjálpað fólki þegar læknavís- indin hafa gefizt upp. I þessu sambandi greinir Ævar frá að- ferðum og árangri frægasta huglæknis í heiminum, Harry Edwards í Lundúnum og gerir hann það með því að rifja upp frásagnir tveggja íslenzkra skyggnra kvenna, Margrétar frá öxnafelli og Guðrúnar frá Berjanesi, þannig að við sjáum huglækninn með íslenzkum augum. Konurnar fóru saman á fund hans árið 1947 til lækn- inga og lýstu gegnum skyggni sína hvað þær sáu hvor hjá ann- arri á meðan verið var að lækna þær. EVI Sólsetur handan flóans nefn- ist brezkt sjónvarpsleikrit sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.10. Höfundur þess er Alan Bennett en með aðal- hlutverkin fara Harry Mark- ham og Gabrielle Daye. Þýð- andi er Dóra Hafsteinsdóttir. „Þetta er frekar hægfara mynd, eiginlega meira athyglis- verð,“ sagði Dóra Hafsteins- dóttir. „Það gerist frekar lítið í myndinni, en hún lýsir lífi gam- alla hjóna sem komin eru á eftirlaun. Þau hafa alltaf búið í iðnaðarborginni Leeds en hefur alla tíð dreymt um að komast úr skítnum, sérstaklega konuna. Samt sjá þau eftir að flytja úr húsinu sem þau hafa búið svo lengi í, en það á að rífa. Sonur þeirra, sem búsettur er í Ástralíu hjálpar þeim að koma sér upp lítilli íbúð niðri við ströndina. Gömlu konunni gengur betur að aðlaga sig en manninum sem hreinlega finnur sér ekkert til þess að gera og hálfveslast upp. Sonur hjónanna hefur boðið þeim að flytjast til sín til Astralíu en þeim hrýs hugur við að fara svo langt i burtu, sérstaklega konunni. Hjónin eru hátt á sjötugs- aldri og m.vndin vekur mann tii umhugsunar um ýmislegt," sagði Dóra Hafsteinsdóttir. —A.Bj. Gabrielle Dav fer með hlutverk gömiu konunnar og henni gengur mun belur að aðlaga sig breyttum háttum en eiginmanninum. BANKASTMETI, SÍMI28350. iassdansskóli Sigvolda Innritun hafin í alla flokka KENNT VERÐUR: Jass — dans * jitterbug og rokk hefst í dag Jass dans — Rokk, rokk Upplýsingar í síma 84750 frá kl. 10-12 og kl. 1-7 Almenni músikskólinn Kennsla hefst 20. september. Kennt verður á eftirtalin hljóðfæri: DÆGURLAGA- OG ÞJÓÐLAGADEILD píanó orgel harmóníka gítar fiðla og flauta JAZZDEILD trompet saxófónn básúna og bassi BARNADEILD melódika og gitar Nánari upplýsingar daglega í síma 75577. Innritun (stað- festist með greiðslu) virka daga á skrifstofu skólans, Háteigsvegi 6 kl. 17—19. TILBVNAS A 3 HIN.! FAS SAMIMBI ®. uuuuuuuuuuuuui^uuui^uuuumnf OFI© I FÍABEGJHU Ljósmyndastofa AMATÖR LAIJGAVEGI 55 -2? 2 27 18 1 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR fi SEPTEMBER 1976. Útvarpið í kvöld kl. 20.30: Dulskynjanir Huglœkningar — hjálpa þegar lœknavísindin gefast upp HVERNIG GENGUR ELLILÍFEYRISÞEG- UNUM AÐ AÐLAGA SIG? 31 'Tízkufatnaður---------- fyrir stelpur og stráka

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.