Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 — 198. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Dularfullum sœnskum brœðrum snúið frá Seyðisfirði, — handteknir í Þórshöfn Með dúm-dúm kúlur í farangrínum Svíarnir tveir, sem komu með Smyrli til Seyðisfjarðar á laugardaginn og reyndust hafa vopn og skotfæri í fórum sín- um, sitja nú í gæzluvarðhaldi í Færeyjum, að því er Leivur Hansen, blaðam. í Þórshöfn, sagði DB í morgun. Lögreglan í Þórshöfn hefur veitt þær upplýsingar, að mennirnir yrðu hugsanlega sendir flugleiðis ti] Danmerkur i dag, en þeir yrðu framseldir í hendur sænskra yfirvalda. Mennirnir eru bræður, Rudolf og Johann Peter Lauritz. Rudolf er eftirlýstur flóttafangi í Svíþjóð, en hann brautzt á sínum tíma út úr ríkisfangelsinu í Norrköping á- samt Clark Olofsson og fleirum. Bræðurnir voru handteknir við komuna til Þórshafnar í gær og leiddir fyrir rétt. Þar voru þeir úrskurðaðir í gæzlu- varðhald, Rudolf 1 viku fyrir ólöglegan vopnaburð, en yngri bróðirinn í 3 sólarhringa. Fyrir réttinum neitaði Rudolf að svara öllum spurningum dómarans nema um nafn og aldur. Johann Peter kvaðst ekkert hafa vitað um vopnin fyrr en þeir voru komnir um borð í Smyril i Bergen, en bróðir sinn hefði boðið sér í skemmtiferð til Færeyja og is- lands. Sjálfur hefði hann enga peninga átt — en þegar dómar- inn spurði hvaðan þessir peningar (11.000 skr.) væru fengnir, neitaði hann að svara. Áhöfn Smyrils hafði haft illan bifur á bræðrunum á leiðinni frá Bergen, enda kölluðu þeir sig ýmsum nöfn- um. Skömmu eftir að skipið fór frá Þórshöfn á föstudaginn lét lögreglan í Þórshöfn tollgæzluna á Seyðisfirði vita skv. ábendingu skipstjórans á Smyrli. Auk tveggja skammbyssa fundust í fórum Rudolfs fjórar svokallaðar ,,dúm dúm"- patrónur, en þær springa við snertingu og skil.jn eftir sig stór göt. -LH/OV. Þar skall hurð nœrri hœlum: ELDSVODII NAGRENNI STÓRS BENSÍNGEYMIS Háreist hús Nótastöðvar- takið var í húsið. Slökkviliðinu frá brunastaðnum var bensín- ófyrirsjáanlegum afleiðingum. innar á Akranesi hrundi saman á skammri stundu. Eldsins varð vart laust fyrir kl. 19 í gær- kvóldi og virtist hann eiga upp- tök. sín þar sem rafmagnsinn- tókst naumlega að verja neta- geymslu, rétt við verkstæðis- húsið, en þar voru inni verð- mæti upp á tugi milljóna króna. 1 innan við 200 metra fjarlægð geymir með tugum þúsunda bensínlítra, en svo vel vildi til að ríkjandi átt var ekki á Akra- nesi í gær, annars hefði neista- flugið staðið yfir tankinn með — G.S./mynd: Árni Páll Sjá nánar bls. 8. VISINDAMENN DEILA NU UM ÁSTÆÐUR FYRIR JARÐSIGI 0G JARÐRISIVIÐ KR0FLU * *. Iðnaður á stœrri hlut en aðrir atvinnu- vegir í framleiðslunni Sjá bls. 5 Hugmyndir í banka á Akureyri - bls. 14 Prófessors- nafnbœtur til sðlu fyrir 1.6 milljónir - Sjá erl. fréttir bls. 6-7 Bráðabirgða- ¦•• r • r log i sjo- manna- deilunni — Sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.