Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. Skakkt afgreiddir varahlutir fró Reykjavík: ENN EINN SKATTURINN FYRIR AÐ ÞRJÓZKAST VIÐ AÐ FLYTJA í HÖFUÐBORGINA? Norðanmaður skrifar: ,,Ég hef orðið var við það, að oft virðist það vera tilviljunum húð hvort maður fær rétt af- greiddar varahlutapantanir í vélar og tæki sem pantaðar eru utan af landsbyggðinni. Bendi ég hér á dæmi um slíkt: Fyrir nokkru siðan pantaði ég varahluti hjá ónefndu stórfyrirtæki í Reykjavik. Mér var sagt að varahlutirnir væru til og að þeir yrðu sendir með næstu flugvél. En þegar setja átti varahlutina í tækið, passaði aóeins einn þeirra. Hinir voru vitlaust afgreiddir. Þegar svo var komið varð ég að fá mann í Reykjavík til að gera tilraun til að ná í rétta aðila hjá við- komandi fyrirtæki og fá þá til að afgreiða rétta tegund vara- hluta, sem tókst að lokum, en ég varð að greiða þessum manni í Reykjavík fyrir snún- ingana. Síðan voru varahlut- irnir settir í flugvél ogsendirtil næstu flugstöðvar. Þar eð næsti flugvöllur var í 100 km fjar- lægð, varð ég að fá bíl til að sækja varahlutina. En hvað kostuðu þessi mistök? Afgreiðslukostnaður v/snúninga í Rvk 3500.- Flugfragt 300.- Flutningsgjöld nyrðra 8000.- 11.880,- Varahlutirnir kostuðu 33.131 kr. utan aukakostnaðar. Fyrir utan þennan auka- kostnað hafði ég annan óbeinan aukakostnað. Eg hafði upphaf- lega ætlað að láta gera við bilaða tækið um helgi þar sem dýrt er að láta atvinnutæki standa biluð, en varð sökum þessara mistaka að láta tækið standa bilað á verkstæði lengur en ég hafði gert ráð fyrir, og það yfir háannatímann. Af þessu tilefni varpa ég fram eftirfarandi spurningu: Eru hinar stóru varahlutaverzl- anir ábyrgðarlausar í svona til- vikum? Er þetta enn einn auka- skatturinn sem dreifbýlið þarf að greiða fyrir þá þrjózku að flytja ekki til höfuðborgarsvæð- isins? Þess má líka geta að þetta gildir ekki um allar varahluta- verzlanir, sem ég hef haft við- skipti við og hef ég góða reynslu af öðru ónefndu fyrir- tæki, þar hef ég aldrei fengið rangt afgreidda varahluti." Það er mjög erfitt að svara þessu bréfi þar sem engar nánari upplýsingar eru um málið, engin fylgiskjöl né annað þess háttar. Vafasamt er hvort fyrirtækið ber ábyrgð í þessu sambandi, þar sem viðtakandi gengst sjálfur í það að lagfæra mistök- in, í stað þess að fyrirtækið hefði borið allan kostnað, ef leiðrétting hefði verið send beint til þess.* Sé um bíl eða annað flutningstæki að ræða ber að leita réttar síns hjá Bílgreina- sambandinu, en ef um land- búnaðartæki er að ræða, felllur það undir Búnaðarfélag ts- ‘lands. Beinast liggur þó við að leita til Neytendasamtakanna. t því tilviki verða þó að liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um öll viðbrögð fyrirtækisins, og skil- yrði er að leitað hafi verió til þess fyrst, til að fá leiðréttingu. *Sé um tjárhag.sle^l tjón aó ræöa vegna tafa á leiðréttinKU er möguleiki að fá það bætt. SÁ HUGVITSSAMISTYTTRA UND- AN EN í UPPHAFIVAR ÁLITIÐ Ingólfur A. Steindórsson skrifar fyrir hönd mótstjórnar: I Dagblaðinu miðvikudaginn 1. sept. sl. birtist myndskreytt grein eftir „Lesanda úr Grundarfirði" um verðlauna- veitingu á Islandsmeistaramóti í drengjaflokki, sem haldið var á Akranesi í sumar. í greininni er fullyrt m.a. að í boðhlaupi í drengjaflokki hafi verðlauna- skjali verið skipt í fjóra parta milli keppendanna — og fleira -í þeim dúr. Smekklegra væri að afla sér áreiðanlegra heimilda áður en farið er út í slík skrif. Dagana 10. og 11. júll var haldið á Akranesi meistaramót íslands í sveina- og meyjaflokki og drengja- og stúlknaflokki í frjálsum íþróttum. í lok mótsins fór fram verðlaunaaf- hending en það voru verðlaunaskjöl Frjálsíþrótta- sambands tslands, sem afhent voru 3 fyrstu í hverri grein. Þegar til átti að taka, voru verðlaunaskjöl þau, sem send höfðu verið hingað upp á Akra- nes, ekki nógu mörg og af þeim sökum fengu ekki allir sín verðlaunaskjöl þá strax. Þegar boðhlaupssveitirnar voru kallaðar upp á verðlauna- pallinn, var fyrirliða þeirra af- hent eitt verðlaunaskjal, en þeim jafnframt tilkynnt aðþeir fengju send verðlaunaskjölin sem á vantaði. Verðlaunaskjöl þessi hafa nú öll verið send til verðlaunahafa og þykir mér lík- legt að drengirnir úr Grundar- firði hafi verið búnir að fá skjölin í hendurnar þegar áðurnefnd grein birtist í Dag- blaðinu. Það er ekki á valdi mótshald- ara að fylgjast með hvernig verðlaunahafar meðhöndla skjöl sín eftir að þau eru komin í þeirra hendur. „Lesandi úr Grundarfirði" segir að verðlauna ætti þann sem nafi dottið snjallræðið í hug. Eg læt hann um þá verðlaunaveitingu, því vera má að sá hugvitssami sé styttra undan en hann hefur haldið í upphafi. Það er leitt til þess að vita að þeir sem lögðu á sig mestu vinnuna við undirbúning og framkvæmd þessa móts fái nú á sig skítkast vegna þessara skrifa og það að ósekju. Ég vil nota tækifærió og láta það koma hér fram að hegðun þessara ungu þátttakenda á mótinu, bæði á íþróttavellinum og utan hans, var þeim til mikils sóma. Blaðamönnum Dagblaðsins bendi ég á, að ánægjulegra væri fyrir unnendur frjálsra iþrótta að rúm blaðsins væri frekar notað til að birta úrslit úr frjálsiþróttamótum, heldur en svona æsiskrif og minni á að nú hafa legið í nokkra daga hjá blaðinu úrslit í Vestur- landsmeistaramóti í frjálsum íþróttum, sem haldið var á Akranesi 28. og 29. ágúst. Virðingarfyllst, f.h. mótstjórnar, Ingólfur A. Steindórsson. Verðlaunin voru pappa- spjald klippt í fjóra hluta Lesandi úr Grundarflrði sendl I)B efiirfarandl: Vegna skrífa undanfarið um slakan árangur frjáisiþrðtta- fðlks okkar langar mig að koma eftírfarandi i framfsen. Fyrir skðmmu var haldið meistaramðt tslands i frjálsum iþrðttum i drengjaflokki t Akranesi. Þar var meðal annars keppt I 4x100 metra boðhlaupi drengja. önnur verðlaun I þess- ari keppni var skjal nokkurt. Það var rifið i fjöra hluta og fékk hver keppandi sinn part. Drengirnir föru þvl til sins heima með sitt pappaspjaldið hver!! Það er ekki furða þð áhuginn dofni dálltið. þegar viðurkenningarnar eru af þessu tagi. Mér finnst þetta alveg for- kastanlegt og það ætti svei mér að verðlauna þann. sem datt þetta snjallræði I hug. Hugsið ykkur: fjðrði partur úr pappa- spjaldi!!! Hjá iþrðttafélagi úti á landi var haldið innanfélagsmðt i frjálsum Iþrðttum fyrir skömmu. Keppt var I öilum aldursflokkum i hlaupum, stökkum og köstum. Veittir voru verðlaunapeningar fyrir fyrsia sætið I öiium flokkum, nema i hástökki 16 ára og yngri. Þamasparaðifélagið sér 6 verð- launapeninga og gerði upp á milli kcppenda. þrátt fyrir sár vonbrígði þeirra scm af verð- laununum misstu. Ef svona cr staðið að Iþrðtta- málum vlða á landinu er ekki furða. þð minnkandi áhugi sé fyrir frjálsum Iþrðttum og lé- legur árangur náist I þeim. Þelta er fjðrðiparturlnn úr pappaspjaldlnu sem drenglrnlr fengu i verðlaun á mrlstaramðtlnu á Akranesl. Fallegur verðlaunagrlpui eða hltt þð heldur. / Boðhlaupssveitin fœr uppbót: FRÍ sendir þeim heilt verðlaunaskjal t DB 1. sept. sl. birtust til- skrif frá lesanda I Grundarfirði' um verðlaunaveitingu fyrir 4x100 metra boðhlaup á drengjameistaramóti tslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Akranesi í sumar. Lesandi blaðsins er að vonum óhress yfir því að piltarnir, sem hrepptu annað sæti i keppninni hlutu verðlaunaskjal sem rifið var i fjóra hluta. Stjórn Frjáls- íþróttasambands íslands tekur undir kvartanir lesandans og þykir leitt að þetta skuli hafa gerzt. Hver ástæðan er vitum við ekki. Stjórn FRÍ mun sjá til þess, að send verði verðlauna- skjöl (heil) til piltanna hið fyrsta. Annars er það skoðun stjórnarinnar að falleg og heil verðlaunaskjöl séu ekki síðri minning um þátttöku í móturn unglinga en verðlaunapening- ur. Verðlaunapeningar eru nú orðnir mjög dýrir, kosta nærri eitt þúsund krónur stykkið og verulegur baggi á félögum og samböndum. Svo aftur sé vikið að áður- nefndu bréfi segir þar í upp- hafi þess: „Vegna skrifa undan- farið um slakan árangur frjáls- íþróttafólks langar mig“ o.s.frv... Þessi skoðun DB- lesanda er vafalaust byggð á skrifum sumra dagblaða. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að árangurinn hefur sjaldan eða aldrei verið jafngóður og á þvi keppnistímabili, sern nú er senn á enda. Hvert tslands- metið af öðru hefur verið bætt og m.a. þrjú sem voru 10 til 20 ára gömul. Langbezta metið er kúluvarpsmet Hreins Halldórs- sonar, 20,24 metrar. Af 150 þjóðum, sem iðka frjálsar íþróttir í heiminum, eða næstum hver einasta þjóð ver- aldar, eru aðeins um það bil 10 sem eiga betri kúluvarpara. Þá ntá geta þess að íslenzku karla- landsliðið sigraði Norður- Irland í landskeppni í síðasta mánuði, kvennalandsliðið sigraði í árlegri Kalottkeppni í fyrsta sinn, en í henni eiga allar Norðurlandaþjóðir fulltrúa nema Danir (lið frá Norður- Noregi, Svíþjóð og Finnlandi). Karlaliðið var þar í öðru sæti. Afrekaskráin er betri en Vigdís Sverrisdóttir hringdi: Ég er ein þeirra sem keypti happdrættismiða hjá Samhjálp í sumar. Var það gott og gilt að styrkja þar með gott ntálefni, en ég hef ítrekað reynt að ná santbandi við forsvarsmenn félagsins í símallOOOtil að fá nokkru sinni hvort sem um er að ræða toppinn eða breiddina. Unga fólkið lætur ekki sitt eftir liggja. Nýlega tóku t.d. 5 ís- lenzk börn þátt í Andrésar andar leikum í Noregi og komu öll heim með verðlaun. Fleira mætti nefna, t.d. fjölgar þeim stöðugt sem iðka frjáísar upplýsingar um vinninga- skrána, en árangurslauat. Fyrst átti dráttur í happ- drættinu að fara fram í júlí, en var seinkað þar til í ágúst. Var þarna um marga góða vinninga að ræða, svo sem vöruúttekt. ferðir með Eimskipafélaginu og Flugleiðum og margt annað. Mig langar mikið að vita hvort ég var ein þeirra heppnu en ég íþróttir og það eru aðeins tvær íþróttagreinar þar sem skráðir iðkendur eru fleiri þ.e. knatt- spyrna og handknattleikur. Við skulum vona að áður- nefnd mistök í sambandi við verðlaunaafhendingu verði ekki til þess, að hin snjalla boð- hlaupssveit láti bugast heldur stefni að fyrsta sæti á næsta móti. Beztukveðjurog óskir um góðan árangur. Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands hef hvergi séð vinningaskrána birta né heyrt hana auglýsta. DB hafði samband við skrif- stofu Hvitasunnusafnaðarins og fékk þær upplýsingar að vinningaskráinhefðiverið birt í dagblöðum fyrir skömmu, t.d. í Dagblaðinu, eins og lesendur hafa séð. Hún liggur einnig frammi á skrifstofunni í Hátúni 2, þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar. Var hún ein hinna heppnu í happdrœtti Samhjálpar?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.