Dagblaðið - 07.09.1976, Page 4

Dagblaðið - 07.09.1976, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. Auglýsing Að gefnu tilefni vill ráðuneytið taka fram eftirf arandi: Óheimilt er að fara með skip til við- gerðar erlendis nema fyrir liggi heimild gjaldeyrisyfirvalda fyrir yfir færslu gjaldeyris vegna viðgerðar- kostnaðgr eða leyfi fyrir ráðstöfun gjaldeyristekna til greiðslu slíks kostnaðar. Umsóknir skulu sendast Gjaldeyrisdeild bankanna, Laugavegi Viðskiptaráðuneytið 5. september 1976. ÚTSALA - ÚTSALA Mikil verðlœkkun Elízubúðin Skipholti 5 Röskur sendill óskast hálfan eða allan daginn. Uppl. i prentsmiðjunni Hilmi hf. Sími 35320 100 ÞÚSUND KRÓNA VERÐLAUNUM HEITIÐ — þeim sem finnur plastpoka i 3 milljónustu fernunni af Tropicana Einhver neytandi tropicana- drykksins vinsæla frá Florida mun einhvern næstu daga finna í tropicana-fernu plastræmu í sótt- hreinsuóum plastpoka. Á ræm- unni eru skilaboó til hins heppna finnanda um aó hringja í Sól h.f., síma 26300. Við framvísun ræm- unnar fær hinn heppni finnandi 100 þúsund krónur í verðlaun fyrir fundinn. Það var í gær sem plastræman í sótthreinsaða pokanum var sett í fernu í verksmiðju Sólar h.f. Þar með hafði verið hellt í þrjár milljónir ferna af tropicana hér á landi frá því pökkun hófst hér 8. febrúar 1973. Fernan verður væntanlega seld í einhverri verzl- un næstu daga. í þessar 3 milljón fernur hafa farið 2.817.000 lítrar af appelsínu- safa. í hverja tæpra tveggja lítra fernu þarf safa úr 4,5 kg af appel- sínum. Sé reiknað með að 6—7 appel- sínur séu í hverju kg af appelsín- uni, er auðvelt að reikna út að þurft hafi að pressa 43.597.000 appelsínur til aö framleiða safa f 3 milljón fernur. Af neyzlunni má ráða hinarmiklu vinsældir tropi- cana-safa hér á landi. Safinn er fluttur hingað djúp- frystur í stáltunnum eftir að verk- smiðjan ytra hefur fjarlægt hluta af vatninu, sem upphaflega var í safanum. Er safinn kemur til íslands, er bætt í hann jafn miklu af íslenzku vatni og tekið var úr honum í Florída. Síðan er safinn gerilsneyddur og settur í fernur. 1 tropicanasafanum er bæði A og C-vítamín auk fjölda annarra víta- mína og málmsalta. Nú ættu menn að vera vel á verði vegna plastpokans sem færir finnanda 100 þúsund krónur. Bjarnleifur tók þessa mynd í gær, en þá var plastræman sett í 3 milljónustu fernuna. Sá sem finnur plastræmuna fær 100 þúsund krónur að launum. HONDA XL350K2 Glœsilegt torfœruhjól Árg. 1976. kr. 450 þús. Til sölu og sýnis Vélhjólaverzlun H. Ólafsson Skipasundi 51. — S. 37090. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða sem allra fyrst vanan starfskraft, kvenmann eöa karl- mann, á skrifstofu. Bókhaldskunnátta nauðsynleg. Tilboð sendist blaóinu merkt ,,Gott starf“ fyrir 10. september. ENSKAN fimmtudag 23. sept. Keunslan í hinum vinsælu ensku- nániskeióum l'yrir l'ullorðna hefsl Byrjendaflokkur — Framhaldsflokkar — Samtalsl'lokkar hja Englendingum — Feröalög — Smásögur — Bygging málsins— Yerzlunarenska Malaskolinn Síödegistiniar — kviildtíinar Símar 10004 og 11109 (kl. 1-7) MIMIR Brautarholti 4. Mðrgum brá í brún er síðustu síma- reikningar bárust Betra að fylgjast vel með símanotkun „Það eru teknar myndir af afstöðu skrefateljaranna um hver mánaðamót. Siðan er, í þessu tilfelli. gatað f.vrir f.vrri tölunni 1. maí og seinni tölunni 1. ágúst fyrir tölvuvinnsluna". sagði Evjólfur Högnason fulltrúi hjá Pósti og sima. Sím- notendur, sem hafa númer sem býrja á 3,4 og 8 fengu reikninga sina 1. sept. Eru þeir fvrir maí, júní og júlí (ágústmánuð notar Póstur og simi til úrvinnslu reikninganna) og f.vrirfram- greiðsla fyrir sept. okt.'og nóv. Mörgum hefur sjálfsagt brugðið, ef að vanda lætur. við að sjá þarna háar tiilur. Við spurðum F.yjólf hvort ekki væri hægt að fá skrefa- teljara lánaðan heim til þess að menn gætu sjálfir fylgzt með símanotkun sinni. Sagði hann að engir skrefateljarar væru til. Að vísu hefur þeir verið með þá hér í notkun, en teljararnir hefðu ekki verið í þeim gæðaflokki sem Póstur og sími gæti unað við. Menn gætu að sjálfsögðu fylgzt með síma- notkun sinni með því að hafa samnband við Póst og sima. Eyjólfur sagði það algengan misskilning að fólk gcrði sét ekki grein fyrir þvi, hversu dýrt það væri að hringja út á land. Ödýrast væri vitanlega að hringja héðan til Brúarlands, suður með sjó og næsta ná- grennis borgarinnar en dýrara eftir því sem fjær drægi. 1 Reykjavík eru 300 símtöl innifalin í fastagjaldinu sem er fyrir þriggja mánaða timabil. Sama er hvort menn hringjatiu sinnum á tímabilinu einn daginn og einu sinni annan. Símnotendur úti á landi mega hringja 600 sinnum. Eyjólfi var ekki kunnugt um, hvort úti i hinni tæknivæddu veröld utan Ísluiíds .æri hægt að fá ski'ví ateljara til al- menningsnota. Hann hefði ekki í fórum sinum neinar upp- lýsingar þar að lútandi. -EVI. r Utboð byggingar menntaskóla á Egilsstöðum: Aðeins eitt tilboð og það of hátt — reynt að semja við eina aðilann sem sýndi verkinu áhuga Skilafrestur tilboða í byrjunar- smíð fvrsta áfanga fyrirhugaðs ménntaskóla á Egilsstöðum er lið- inn og barst aðeins eitt tilboð i verkið. Það var frá fynrtækinu Brúnási á Egiisstöðum og reynd- ist það verulega hærra en kostnaðaráætlun. Þar sem enginn annar aðili sýndi verkinu áhuga, eru nú mcnn á vegunt Innkaupastofnun- ar rikisins, en þeir sáu um út- boðið. að yfirfara kostnaðar- áætlun Brúnáss og semja frekar um ýmsa liði áætlunarinnar. Ekki er endanlega ljóst hvort fyrirtækið vinnur verkió og kunna hinar dræmu undirtektir og hið háa tilboð, að mati Inn- kaupastofnunarinnar, að tefja eitthvað fyrir því að Austfirðing- ar eignist menntaskóla. Auk hefðbundins menntaskólanams, mun nemendum einnig gefast kostur á almennu framhaldsnámi eftir 9. bekk grunnskóla. -G.S.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.