Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.09.1976, Qupperneq 6

Dagblaðið - 07.09.1976, Qupperneq 6
t) DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. BHUTTO BIÐUR ENGLANDSDROTTNINGU AÐ SKILA DEMANTINUM KOOH-I-NOOR Undirbúningsnámskeið fyrir verðandi SJÚKRALIÐANEMA haldid i samrúöi viö Sjúkralidaskóla íslands. Námsflokkar Reykjavíkur efna í vetur til kennslu fyrir fólk, sem lokió hefur gagnfræóaprófi og hefur hug á sjúkraliðanámi. Lágmarksaldur 25 ár. Innritun fimmtudaginn 9. jseptember kl. 20—21.30 í Mióbæjarskólanum (vió Tjörnina). Námsflokkar Reykjavíkur. Þjálfarinn Ken Takefusa 3ja dan kennir Goju-R.vu karate sein er ha'ði keppnisiþrótt og frába*r sjállsx arnarlist. Einnig er lögö rik áherzla á líkamsrækt meö vöóva- og öndunara'fingum. Byrjendanámskeið í karate Innritun verður i dag, þriðjudag, frá kl. 19. Getum bætt við einum byrjendaflokki fyrir bæði konur og karla, 15 ára og eldri, einnig einum unglingaflokki 12—15 ára, ef nægileg þátttaka fæst. Athugið að karate er ekki einungis frábær keppnisíþrótt, heldur einnig holl og góð heilsurækt í sérflokki. Karatefélag Reykjavíkur Ármúla 28, R. sími 35025. — sem verið hefur krúnusteinn síðan 1849 Pakistanir hafa farið þess á leit viö Breta, að þeir skili aftur hinum stórfenglega Koh-i-Noor demanti sem er helzta djásn drottningarkórónu Breta og hefur verið í eigu þeirra síðan 1849. Talsmaður brezku stjórnar- innar sagði í morgun að þessi ósk hefði verið látin í ljós í persónulegu bréfi Bhuttos, for- seta Pakistan, til James Callag- hans forsætisráðherra. Brezka Kooh-i-Noor gimsteinninn hefur veriö í höndum brezku konungs- fjölskyldunnar í meira en 120 ár. Nú vilja Pakistanar fá hann aftur og eru þá líkindi til þess aö skrautió minnki aðeins. stjórnin hefur málið nú ,,til at- hugunar". Demanturinn. sem er 109 karöt, er geymdur i Lundúna- turni. Hann er taiinn magnaðasti demantur í heimi og varð einn af kórónusteinum Viktoríu drottningar eftir aö Bretar lögðu Punjab undir sig. Kooh-i-Noor er þúsund ára gamall. Hann var síðast borinn opinberlega þegar George VI. konungur var krýndur 1937. Talsmaður Elísabetar drottn- ingar vildi í morgun ekki tjá sig um rétt drottningar til að verða við óskum Bhuttos. Talsmaður hallarinnar sagði líklegt að Callaghan forsætisráðherra myndi eiga fund með drottn- ingu til að ræða málið við hana. Haft er eftir áreiðanlegum heimildarmönnum að pakist- anski forsætisráðherrann hafi sagt i bréfi sínu, að með þvi að skila steininum aftur myndu Bretar sýna í verki þann anda sem varð til þess að þeir létu af heimsveldisstefnu sinni. Óskin um endurheimtingu Kooh-i-Noor (sem þýðir Fjall ljóssins) gæti orðið enn einn kaflinn í ófriðlegri sögu hans. Sérfræðingar teija að soldán- inn Alauddin Khilgi hafi stolið honum frá konungi Malwa árið 1304. Hann hefur síðan verið i eigu göfugustu fjölskyldna Ind- lands. Kooh-i-Noor var upphaflega 191 karat en þremur árum eftir að komið var með hann til Bret- lands var hann skorinn niður í 109 karöt. Sovézka MIG-25 þotan í Japan: Brei tt hefur verið yfir MIG-herþotuna sovézku, þar sem hún stendur á flugvellinuin á Hakoda. Enginn fœr að sjá en flugmaðurinn vill flytjast til Bandaríkjanna Japanskir lögreglumenn sem gæta sovézku orrustuþotunnar MIG-25, er sovézkur landflótta- maður kom á til Japan í gær, gæta þess að hvorki bandarísk né japönsk hernaðaryfirvöld komist nærri flugvélinni, að því er talsmaður lögreglunnar á Hakodate-flugvelli sagði í morgun. Þotan er hraðfleygasta orr- ustuflugvél í heimi. Hún er hulin segli á flugvellinum að ósk flugmannsins sem telur hana vera hernaðarle.vndarmál. Japanska utanrikisráðuneyt- ið hefur skýrt frá því að flug- maöurinn heiti Ciktor Ivano- vich Belenko. Lögreglan segir hann vilja flytjast til Banda- ríkjanna, þar sem hann sé búinn að ,,fá nóg" af lífinu í Sovétríkjunum. Ilann lenti á Hakodate -á eynni Hokkaido nyrzt í Japan, þegar eldsneytis- birgðir hans voru á þrotum. Jóhannesarborg: Mikið járnbrautarslys í gœr — Allsberjarverkfall vofir yfír A.m.k. 29 manns létu lífið og 70 særðust alvarlega, er innan- sveitarlest var ekið aftan á hraðlest við þorpið Benoni, um 24 km suður af Jóhannesar- borg. Talsmaður Suður-Afrísku járnbrautanna sagði að lestin hefði verið með svarta gull- námu, verkamenn, sem fara áttu til Mosambique frá Jóhannesarborg. í óstaðfestum fregnum segir að dánartalan sé allmiklu hærri. eða um 35 manns. Allsher jarverkf all blökkumanna vofir yfir Brugðið getur til beggja vona i hinni gríðarstóru útborg Jóhannesarborgar, eftir því sem ljósara þykir, aö blökku- menn hyggi á allsherjarverk- fall nú með morgninum. Að sögn talsmanna lögregl- unnar er talið að af verkfallinu verði, en ennþá eru þess ekk.i farin að sjást merki að hindr- anir séu lagðar i veg þeirra sem ætla til vinnu sinnar i Jóhannesarborg. Segir enn- fremur í sömu heimildum að jafnvel megi búast við því að verkfallið verði ekki fyrr en á morgun. Yfirmaður óeirðalögregl- unnar, David Kriel, hers- höfðingi, sagði, að orðrómurinn um verkfallið hefði borizt yfir- völdum til eyrna og myndi verða tekið hart á þeim sem ætluðu sér að hindra fólk í að fara til vinnu sinnar. Lögregluyfirvöld i Jóhannesarborg hafa hótað því að taka hart á öllum þeim, sem ætla aö hindra fólk i að komast til vinnu sinnar eöa standa fvrir verkfalli. Hér má sjá hvíta lögreglumenn halda uppi lögum og reglu i Jóhannesarborg fyrr í siðustu viku.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.