Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.09.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 07.09.1976, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. 7 Forsetafundur fímm Afríkuríkja: BÍÐA SKÝRSLU AF FUNDI KISSINGERS OG VORSTERS Forsetar fimm Afríkuríkja halda áfram fundi sínum í DarEs Salaam í Tanzaniu í dag, til þess að reyna að brúa bilið milli hinna stríðandi afla í Ródesíu, á meðan þeir biða sendimanns Henry Kissingers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem tekið hefur að sér miðlunartilraunir. Sendimaður Kissingers, er sérstakur aðstoðarráðherra hans um málefni Afríku, William Schaufele, sem flytja mun forsetunum skýrslu um viðræður Kissingers við Vorster, forsætisráðherra S- Afríku, í Zurich nú um helgina. Er Schaufele væntanlegur til Tanzaníu á morgun. Eftir að forsetarnir hafa heyrt skýrsl- una, er búizt við að þeir taki ákvörðun um það hvort Kissinger á að koma sjálfur til Afríku í næstu viku, eins og hann hefur boðizt til. Er slíkt að einhverju leyti talið háð samþykki ráðamanna í S- Afríku og Ródesíu Ef öllu verður komið í kring, er búist við að Kissinger beiti sömu aðferðum og í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, þ.e. hann fljúgi fram og til baka og eigi viðræður við ráðamenn. Forsetarnir fimm, Nyerere frá Tanzaníu, Kanada frá Zambíu Khama frá Botswana, Machel frá Mosambique og Netó frá Angóla, hafa einnig fjallað mikið um málefni Zambiu sem S-Afríka, hefur haldið í járngreipum að undan- förnu. Þá hafa þeir átt viðræður við alla leiðtoga blökkumannahreyfinga í Ródesíu, en þær eru fjöl- margar. Er búist við því, að koma þurfi á góðu samkomu- lagi milli þeirra, ef allt á ekki að fara í bál og brand, ef af sjálfstæði verður í náinni framtíð. m > Forsetar fimm Afríkurikja bíða nú skýrslu af fundi Vorsters forsætisráðherra S-Afríku og Kissingers utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Nota þeir tím- ann til þess að ræða við ýmsa leiðtoga frelsishreyfinga biökkumanna. Hér er Vorster ásamt utanríkisráðherra sínum Ililgaard Muller. Áttu 1.6 milljónir? Þá getur þú keypt doktors- nafnbót Komið hefur fram við réttar- höld í Frankfurt í V- F.vrirhugaður fundur sjálfsstjórnarsinna í Katalóníu hefur nú verið bannaður. Hér má sjá mynd frá óeirðum, sem urðu fyrr á þessu ári i Barcelona, en þar beitti óeirðalögreglan að vanda kylfum og táragasi. KISSINGER HITTIR GISCARD D'ESTAING — rœða peningamáfín Fundur d'Estaing og Kissingers mun snúast um fjárhagsaðstoð Afrikurikjum til handa. Nýkomnar kúrekalöfflur Litur: Rauðbrúnt Stœrðir: 35-40 Teg. 1695 Verð kr. 3.560.- Bann við fjölda- fundi í Katalóníu Þýzkalandi að vestur þýzkir læknar hafa greitt stórar fjár- hæðir fyrir falskar prófessors- nafnbætur. Paul-Fredrich Schwalm, einn fimm manna, sem ákærðir hafa verið fyrir að Stunda slíka sölustarfsemi á fölskum lækna- skilríkjum og prófessorsgráðum frá brezkum háskólurri, sagði, við réttarhöldin. að þeir hefðu fyrst selt slika nafnbót lækni frá Lúbeck. Læknirinn borgaði 1.6 milljónir ísl. króna fyrir prófessorsnafnbót og fór síðan fram á að hann fengi sölulaun fyrir sölu á slíkum pappírum til handa starfsbræórum sinum þar í borg. Fór kaupverðið upp í 4.6 milljónir íslenzkra króna. Prófessorsnafnbæturnar voru veittar í nafni „Hinnar Frjálsu Anglisku kirkju", sem einn hinna ákærðu, Werner Nestrnann.hafði stofnað. Nestmann sagði við réttarhöldin, að hann hefði, auk þess sem hann seldi óútf.vllt prófskírteini frá há- skólum, sett á laggirnar tvær falskar skrifstofur í London, sem vottuðu um sannleiksgildi þeirra, ef einhver færi að spyrja. Spænsk stjórnvöld hafa bannað fjöldafund katalónskra þjóðernis- sinna, sem halda átti í Barcelona á laugardaginn. 1 fáorðri tilkynn- ingu stjórnvalda í Barcelona í gær var engin ástæða gefin fyrir banninu við fundinum, en aðeins sagt að forsprökkum hans hefði verið tilkynnt um þessa ákvörðun. Fundahaldarar höfðu sagt að fundurinn yrði merki um „endur- reisn þjóðar". Þeir krefjast þess að sjálfsstjórn Katalóníu verði komið á, eins og var á tímum spænska lýðveldisins á fjórða tug aldarinnar. Búizt var við að þátttaka i fund- inum yrði mikil, jafnvel að fundarmenn skiptu nokkrum tug- um þúsunda. Henry Kissinger, utanríkisráð- I Parísar í nótt og mun eiga fund herra Bandaríkjanna, kom til | með Valerey Giscard d’Estaing Frakklandsforseta. Mun umræðu- efni fundarins verða hugsanlegur fjárhagsstuðningur Frakka við þjóðirnar í suðurhluta Afríku, ef til samninga kemur þar í landi. Kissinger kom til Parísar frá London, þar sem hann hafði gert brezkum ráðamönnum grein fyrir viðræðum sínum við Vorster for- sætisráðherra S-Afríku og lagt fram svipaða beiðni um fjárhags- aðstoð. H Flugrœningjar á flœkingi — enginn vill hafa þá með Tveir þriggja flugræningja, sem rændu flugvél KLM flug- félagsins sl. laugardag. komu aftur til Kýpur i nótt eftir að öll flugfélög í Aþenu höfðu neitað að flytja þá sem farþega. Talið er að þeir tveir hafi nú verið handteknir, en lögreglan hefur neitað þvi. Ekki er vitað hvar þriðji flugræninginn heldur sig. Öllum var þeim lofað að fara frjálsir ferða sinna eftir að þeir létu gísla sína lausa sl. sunnu- dag, — 83 farþega flugvélarinn- ar og fimm manna áhöfn. Gríska lögreglan sagði frétta- mönnum að mönnúnum, Ham- dane Benehlel, 31 árs gömlum Alsírbúa og Mohamad Rustin. 26 ára Sýrlendingi, hefði verið neitað um far frá Aþenu t:l írak, nema í fylgd með lög reglumönnum. Grísk yfirvöld hafa neitað að láta slíkt fylgdarlið í té. Voru flugræningjarnir fluttir til Kýpttr með sérstakri flugvél. Erlendar fréttir Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll Sími 14181 Póstsendum REUTER -

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.