Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. Tugþúsunda lítra bensíngeymir slapp við ókaf t neistaf lugið — einstakt lán að vindáttin var norðlœg, segir slökkviliðsstjórinn „Það var alveg einstakt lán hvernig vindurinn stóð," sagði Stefán Teitsson, slökkviliös- stjóri á Akranesi, í viótali viö DB á bruna.stað þar í gær- kvöldi, en í aðeins rúmlega 100 metra fjarlægð frá brunastaðn- um stendur tugþúsunda lítra bensingeymir. Sagði Stefán að í 60 til 70 prósentum tilvika stæði vindur af brunastaðnum í átt til geymisins, sem er í norð- vestur frá staðnum, en í gær- kvöldi var hins vegar stinnings- gola úr norðvestri og stóð neistaflugið því ekki yfir geym- inn. Það var um það bil 15 mínútum fyrir kl. 19 í gær- kvöldi að slökkviliðinu á Akra- nesi var tilkynnt um eld í Nóta- stöðinni hf. við Breiðargötu, sem er vestan og skammt utan við bæinn Að sögn Stefáns, slökkviliðsstjóra, var húsið al- elda strax og liðið kom á vett- vang enda sögðu sjónarvottar að það hafi orðið alelda á svip- stundu. Slökkviliðsmenn gerðu sér strax grein fyrir því að vonlaust var að bjarga húsinu eða nokkru innan úr því og ein- beittu sér að því að verja geymsluskemmu stöðvarinnar, sem aðeins er í nokkurra metra fjarlægð. Þar eru geymdar 8 til 10 síldar- og loðnunætur ásamt öðrum verðmætum veiðar- færum, sem ekki verða metin nema í tugum milljóna. Tókst slökkviliðinu að verja skemm- una og innihald hennar, þótt eitthvað hafi hitnað í því, en skemmdir voru ekki sjáanlegar á veiðarfærum í gærkvöldi. Um 40 manna Iið tók þátt í slökkvistarfinu og sneri liðið sér að fuðrandi húsinu, þegar skemman var úr allri hættu. Var ekkert annað að gera en að dæla vatni á eldinn og rifa frá plötur til að greiða gang vatns- ins á hann. Húsið hrundi ger- samlega til grunna og er ger- ónýtt ásamt öllu sem i því var. — G.S. Netaverkstæðið að mestu hrunið, en slökkviiiðinu tókst að verja netageymsluna i aðeins þriggja metra f jarlægð. Mynd: A.P. Einn eigandi Nótastððvarinnar: ÞAÐ VERÐUR AÐ HALDA ÁFRAM AÐ ÞJÓNUSTA BÁTAFLOTANN — œtlar strax að leita að öðru húsnœði — nœtur tveggja Norðursjávarbáta brunnu inni „Það veðrur á einhvern hátt að halda áfram að þjóna bátun- um og við verðum strax að leita okkur að öðru húsnæði," sagði Pétur Georgsson, einn eigenda og forstöðumanna Nótastöðvar- innar á Akranesi, er DB ræddi í gærkvöldi við hann er hann horfði á eldtungurnar tortíma fyrirtæki sínu. „Þetta er eina netaverk- stæðið á staðnum og auk þess þjónum við bátum víða að," sagði hann, „og ekki er annað hægt en að halda þjónustunni áfram." Hann sagði að húsið, sem var járnvarið timburhús, hefði verið reist 1947, og hafi 12 til 14 manns haft fasta at- vinnu í stöðinni að undanförnu. Fyrir utan það að öll verkfæri og önnur verðmæti stöðvarinn- ar eyðilögðust gersamlega, brunnu inni tvær síldarnætur. önnur af Hilmi SU, hin af Árna Sigurði AK, en báðir þessir bálar áttu að fara á síld- veiðar með þessar nætur eftir nokkradaga. Pétur sagði að lokum að stöðin hafí verið brunatryggð þótt hann byggist ekki við að tjónið yrði nokkru sinni bætt að fullu. Ekki vildi hann slá neinni krónutölu á tjónið. — G.S. Stefán Teitsson slökkviliðsstjóri og Pétur Georgsson, einn eigenda Nótastöðvarinnar, á brunastaðnum í gærkvöldi. Mynd: A.P. Tugmilljóna tjón: Eldsupptök frá rafmagni Sl Svo virðist í fljótu bragði, að eldsupptök i Nótastöðinni hafi verið í rafmagnsinntakinu í húsið. Sjónarvottar að upphafi eldsins sögðu að þeir hefðu fyrst séð eldinn á þeim stað, þar sem rafmagnið er tekið inn í húsið. Húsið er kynt með olíu- kyndingu og var hún ekki í gangi, þegar eidurinn kom upp, né neitt annað er gæti hafa kveikt eldinn. Rannsókn er ekki endanlega lokið. — G.S. Hi'isið varð alelda á nokkrum minúUun og er þessi mvnil Mynd: Þórólfur Agúslsson. i'kin skiunmu cl'lii' að rlriiii'imi kom upp. Húsið lirunið að niestu en i bakgrunninum gna'fir stóri bensíntank- iirinn, sem slapp yið neistaflugið og ei' til vill slapp við að springa. vegna óven.julegrar vindáttar. M: Arni P.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.